Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Bidens Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2020 18:45 Albert Jónsson er fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington og sérfræðingur í alþjóðamálum. EINAR ÁRNASON Fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington og sérfræðingur í alþjóðamálum segir Biden hafa talað til stuðningsmanna Trumps í kosningabaráttunni hvað varðar alþjóðavæðingu. Með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. Samband Íslands og Bandaríkjanna hefur verið náið allt frá því í seinni heimsstyrjöldinni þegar bandarískar hersveitir léttu hersetunni af Bretum til að þeir gætu einbeitt sér að stríðinu við Þýskaland. Heimir Már Pétursson fréttamaður fékk Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðing og fyrrverandi sendiherra til sín Víglínuna til að ræða þessi samskipti í framtíðinni og hvort þau muni breytast með kjöri Joe Biden í stól forseta Bandaríkjanna. Albert telur að með tilkomu Biden muni samkeppni Bandaríkjanna við Kína ekki breytast. „Það er kannski klisja að segja að utanríkismálin ráðist af hagsmunum og innanlandsþáttum en það er samt þannig,“ sagði Albert Jónsson í Víglínunni. Biden sagðist í kosningabaráttunni ætla að gæta vel að samkeppnisstöðu Bandaríkjanna þegar kemur að loftslagamálum. Orð hans hafi verið á þá leið að ekki verði kvaðir lagðar á Bandarísk fyrirtæki vegna loftstlagsmála sem ekki verði lagðar á aðrar þjóðir. Fylgst verði með því hvaða birgðar önnur ríki taki á sig. „Þetta endurómar af því sem Trump hefur sagt. Hann sagði Bandaríkin frá Parísarsamningnum vegna þess að hann myndi skaða Bandaríkin og samkeppnisstöðu þeirra.“ Samkeppni við Kína stóri þátturinn Albert segir samkeppni við Kína stóra þáttinn í utanríkis- og öryggismálastefnu Bandaríkjanna. Í þættinum rifja Albert og Heimir upp heimsóknir Mike Pence, fráfarandi varaforseta Bandaríkjanna og utanríkisráðherrans Mike Pompeo til landsins á síðasta ári ásamt áhuga Bandaríkjamanna á Grænlandi. Albert segir heimsóknir Bandaríkjamanna hingað til lands ákveðið mótvægi við Kínverja. „Kínverjar eru ekki umsvifamiklir í okkar heimshluta, að minnsta kosti ekki enn. Þarna eru Bandaríkin að horfa til lengri tíma,“ sagði Albert. Umsvif Kínverja á Norðurslóðum séu fyrst og fremst í Norðurhluta Rússlands þar sem farin er í gang mikil gas- og olíuvinnsla sem þeir eru aðilar að. „Ég hygg að Bandaríkin horfi til þessara hluta fram í tímann, til harðnandi samkeppni við Kína á heimsvísu og til þess að hafa Grænland og Ísland sögulega tengst vörnum Norður Ameríku og ég held að það megi orða það þannig að þeir líti svo á að Grænland og Ísland séu á áhrifasvæði Bandaríkjanna.“ Albert segir hugmyndir um aukna hafnaraðstöðu ríma við stefnumótun Bandaríkjahers og Bandarískra stjórnvalda um aukna viðveru á Norðurslóðum. „En hvað varðar kafbátarflugsveit - það kom mér mjög á óvart vegna þess að í fyrsta lagi hefur Bandaríkjafloti þá aðstöðu hér sem hann þarf,“ sagði Albert. „Föst viðvera Bandaríkjahers á Íslandi – ég sé það ekki fyrir mér.“ Víglínan Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington og sérfræðingur í alþjóðamálum segir Biden hafa talað til stuðningsmanna Trumps í kosningabaráttunni hvað varðar alþjóðavæðingu. Með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. Samband Íslands og Bandaríkjanna hefur verið náið allt frá því í seinni heimsstyrjöldinni þegar bandarískar hersveitir léttu hersetunni af Bretum til að þeir gætu einbeitt sér að stríðinu við Þýskaland. Heimir Már Pétursson fréttamaður fékk Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðing og fyrrverandi sendiherra til sín Víglínuna til að ræða þessi samskipti í framtíðinni og hvort þau muni breytast með kjöri Joe Biden í stól forseta Bandaríkjanna. Albert telur að með tilkomu Biden muni samkeppni Bandaríkjanna við Kína ekki breytast. „Það er kannski klisja að segja að utanríkismálin ráðist af hagsmunum og innanlandsþáttum en það er samt þannig,“ sagði Albert Jónsson í Víglínunni. Biden sagðist í kosningabaráttunni ætla að gæta vel að samkeppnisstöðu Bandaríkjanna þegar kemur að loftslagamálum. Orð hans hafi verið á þá leið að ekki verði kvaðir lagðar á Bandarísk fyrirtæki vegna loftstlagsmála sem ekki verði lagðar á aðrar þjóðir. Fylgst verði með því hvaða birgðar önnur ríki taki á sig. „Þetta endurómar af því sem Trump hefur sagt. Hann sagði Bandaríkin frá Parísarsamningnum vegna þess að hann myndi skaða Bandaríkin og samkeppnisstöðu þeirra.“ Samkeppni við Kína stóri þátturinn Albert segir samkeppni við Kína stóra þáttinn í utanríkis- og öryggismálastefnu Bandaríkjanna. Í þættinum rifja Albert og Heimir upp heimsóknir Mike Pence, fráfarandi varaforseta Bandaríkjanna og utanríkisráðherrans Mike Pompeo til landsins á síðasta ári ásamt áhuga Bandaríkjamanna á Grænlandi. Albert segir heimsóknir Bandaríkjamanna hingað til lands ákveðið mótvægi við Kínverja. „Kínverjar eru ekki umsvifamiklir í okkar heimshluta, að minnsta kosti ekki enn. Þarna eru Bandaríkin að horfa til lengri tíma,“ sagði Albert. Umsvif Kínverja á Norðurslóðum séu fyrst og fremst í Norðurhluta Rússlands þar sem farin er í gang mikil gas- og olíuvinnsla sem þeir eru aðilar að. „Ég hygg að Bandaríkin horfi til þessara hluta fram í tímann, til harðnandi samkeppni við Kína á heimsvísu og til þess að hafa Grænland og Ísland sögulega tengst vörnum Norður Ameríku og ég held að það megi orða það þannig að þeir líti svo á að Grænland og Ísland séu á áhrifasvæði Bandaríkjanna.“ Albert segir hugmyndir um aukna hafnaraðstöðu ríma við stefnumótun Bandaríkjahers og Bandarískra stjórnvalda um aukna viðveru á Norðurslóðum. „En hvað varðar kafbátarflugsveit - það kom mér mjög á óvart vegna þess að í fyrsta lagi hefur Bandaríkjafloti þá aðstöðu hér sem hann þarf,“ sagði Albert. „Föst viðvera Bandaríkjahers á Íslandi – ég sé það ekki fyrir mér.“
Víglínan Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira