Enski boltinn

Fjörugur upp­­bótar­­tími í Lundúnar­slagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vladimir Coufal skilur ekkert í dómgæslunni í kvöld.
Vladimir Coufal skilur ekkert í dómgæslunni í kvöld. John Walton/PA Images/Getty Images

West Ham vann 1-0 sigur á Fulham í Lundúnarslag í kvöld.

Tomas Soucek skoraði fyrsta og eina mark leiksins í uppbótartímanum. Hann fékk boltann í teignum frá Said Benrahma og skoraði með góðu skoti.

Á 98. mínútu fengu Fulham vítaspyrnu. Á puntkinn steig Ademola Lookman en hann lét verja frá sér eftir að hann reyndi ömurlega vippu.

West Ham er í ellefta sætinu með ellefu stig en Fulham er í sautjánda sætinu með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×