Íslenski boltinn

Lennon bestur og Val­geir efni­legastur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valgeir og Lennon hirtu verðlaunin í keppni um þann besta og efnilegasta.
Valgeir og Lennon hirtu verðlaunin í keppni um þann besta og efnilegasta. vísir/bára

Síðasti þáttur tímabilsins af Pepsi Max Stúkunni fór fram í kvöld. Guðmundur Benediktsson og spekingar hans gerðu þar upp tímabilið í Pepsi Max deild karla sem blásin var af í síðustu viku.

Í þættinum var einnig verðlaunaafhending en afhent voru verðlaunin fyrir besta leikmanninn, efnilegasta leikmanninn, besta dómarann og besta þjálfarann. Leikmenn kusu um verðlaunin. Einnig fékk markahæsti leikmaðurinn verðlaun.

Steven Lennon var valinn besti leikmaður tímabilsins. Hann skoraði sautján mörk í átján leikjum á leiktíðinni og var nærri markametinu, sem er nítján mörk, er mótið var blásið af. Hann var einnig markahæsti leikmaður mótsins.

Klippa: Besti leikmaður Pepsi Max deildar karla 2020

Valgeir Lundal Friðriksson var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi Max deildarinnar. Valgeir spilaði afar vel í Íslandsmeistaraliði Vals. Hann spilaði fimmtán leiki í vinstri bakverðinum hjá Val og skoraði í þeim leikjum þrjú mörk.

Klippa: Efnilegasti leikmaður Pepsi Max deildar karla 2020

Heimir Guðjónsson er þjálfari ársins. Hann stýrði Valsmönnum til sigurs í Pepsi Max deildinni í endurkomu sinni til Íslands eftir veru í Færeyjum. Pétur Guðmundsson var svo valinn dómari ársins.

Klippa: Besti þjálfari Pepsi Max deildarinnar 2020
Klippa: Besti dómari Pepsi Max deildar karla 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×