Enski boltinn

Röltandi Martial hreif ekki Paul Scholes

Anton Ingi Leifsson skrifar
Anthony Martial baðar út höndum.
Anthony Martial baðar út höndum. vísir/getty

Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Man. United og nú sparkspekingur hjá BT Sports, var ekki hrifinn af vinnuframlagi Anthony Martial, framherja félagsins, í 2-1 tapinu gegn Istanbul Basaksehir í Meistaradeildinni í fyrrakvöld.

Frakkinn skoraði eina mark Manchester í leiknum en Scholes setti út á vinnuframlag hans í leiknum. Hann sagði að hann hefði misst töluna á því hversu oft hann hafi verið röltandi um völlinn, þegar hann hefði átt að sækjast í boltann.

„Ég er mikill stuðningsmaður Anthony Martial en það var svo oft sem ég leit á hann og hann var labbandi,“ sagði Scholes allt annað en sáttur í settinu hjá BT Sport í fyrrakvöld. Hann hélt áfram:

„Hann þarf að átta sig á því að sem framherji, núna og alltaf, þarf maður að hreyfa sig til að skora mörk. Þú getur ekki bara verið labbandi fyrir framan tvo miðverði að gera ekkert.“

„Þegar miðjumaður var með boltann þá var hann bara labbandi. Rashford kemur og sækist í boltann en það er ekki styrkurinn hans. Stundum þurfa reynslumeiri leikmenn eins og Matic að segja þetta við þá. Þeir þurfa kennslu í miðjum leik,“ sagði Scholes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×