Sveindís með marga möguleika og stefnir á besta lið í heimi Sindri Sverrisson skrifar 6. nóvember 2020 12:02 Sveindís Jane Jónsdóttir á ferðinni með Breiðabliki í sumar. vísir/bára Hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir var kjörin besti leikmaður Íslandsmótsins í fótbolta, hlaut gullskóinn, varð Íslandsmeistari og stimplaði sig inn í A-landsliðið á árinu 2020. Fjöldi erlendra félaga sækist eftir því að fá hana til sín. Sveindís mætti í heimsókn til Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkunum í gærkvöld í veglegum lokahófsþætti. Sérfræðingar þáttarins völdu Sveindísi besta leikmann mótsins og það gerðu einnig leikmenn deildarinnar í árlegri kosningu. Sveindís skoraði 14 mörk, líkt og Agla María Albertsdóttir liðsfélagi hennar hjá Breiðabliki, en hlaut gullskóinn vegna þess að hún spilaði færri mínútur en Agla María. Eftir frábæra frammistöðu í fyrstu tveimur landsleikjum sínum, gegn Lettlandi og Svíþjóð í september, jókst áhugi erlendra félaga á Sveindísi enn frekar og ljóst er að hún gæti vel farið í atvinnumennsku í vetur. Sveindís Jane Jónsdóttir fékk verðlaun sem besti leikmaður Íslandsmótsins í gærkvöld.stöð 2 sport „Mig langar að verða atvinnumaður, fara út og spila með þeim bestu, komast í besta lið í heimi og gera vel. En ég veit ekki hvað ég geri akkúrat núna. Skammtímamarkmiðið er að gera vel með landsliðinu í næstu leikjum [síðustu leikir undankeppni EM eru um mánaðamótin]. Ég hugsa bara um það núna og tek léttar æfingar fram að þeim leikjum,“ segir Sveindís, en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Margir möguleikar í boði Sveindís er leikmaður Keflavíkur en var að láni hjá Breiðabliki í sumar. Hún skoraði 7 mörk með Keflavík í fyrra og stimplaði sig rækilega inn í Pepsi Max-deildina, en Keflavík féll. Sveindís fór þá til Blika og fékk að taka þátt í titilbaráttu, sem vannst: „Já, þetta er gjörólíkt. Í Keflavík í fyrra vorum við í botnbaráttu eiginlega allan tímann. Það er allt annað að koma inn í lið eins og Breiðablik, þar sem er mikið meiri sóknarbolti og það er akkúrat það sem mig langaði að fara í. Ég held því að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun hjá mér að fara í Breiðablik, og spila svona mikinn sóknarbolta,“ segir Sveindís. Framhaldið er óráðið: „Ég var að láni frá Keflavík þannig að ég er orðin leikmaður Keflavíkur núna. En það er bara alveg óljóst hvað ég geri. Hvort ég verði í Keflavík á næsta ári, fari í Kópavoginn eða þá út. Ég er bara ekki alveg búin að ákveða það Það eru margir möguleikar. Þetta er allt opið ennþá, ég hef margt að velja úr og það er bara mjög gaman, en það getur verið svolítið erfitt að velja,“ segir Sveindís. Í „sjokki“ í fyrri hálfleik en naut sín svo gegn HM-bronsliðinu Spurð út í fyrstu landsleikina segir Sveindís: „Þetta var alls ekki auðvelt, og kom mér á óvart eins og mörgum öðrum eflaust. Mér fannst ég bara taka kallinu vel og gerði mitt allra besta. Ég er mjög fegin og þakklát fyrir traustið sem ég fékk.“ Helena benti á að í leiknum við HM-bronslið Svía hefði svo virst sem að Sveindís gerði sér ekki fulla grein fyrir hve góð hún væri fyrr en í seinni hálfleik, þegar hún pakkaði sænsku varnarmönnunum saman: „Já, ég dró mig aðeins til baka í fyrri hálfleik en ég var bara svona aðeins að finna mig. Ég var alveg í sjokki að ég væri að spila á móti svona góðum leikmönnum. En svo kom þetta. Þetta var bara fótbolti, alveg eins og að spila hérna heima, og ég fattaði það í seinni hálfleik.“ Klippa: Sveindís í Pepsi Max mörkunum Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir var kjörin besti leikmaður Íslandsmótsins í fótbolta, hlaut gullskóinn, varð Íslandsmeistari og stimplaði sig inn í A-landsliðið á árinu 2020. Fjöldi erlendra félaga sækist eftir því að fá hana til sín. Sveindís mætti í heimsókn til Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkunum í gærkvöld í veglegum lokahófsþætti. Sérfræðingar þáttarins völdu Sveindísi besta leikmann mótsins og það gerðu einnig leikmenn deildarinnar í árlegri kosningu. Sveindís skoraði 14 mörk, líkt og Agla María Albertsdóttir liðsfélagi hennar hjá Breiðabliki, en hlaut gullskóinn vegna þess að hún spilaði færri mínútur en Agla María. Eftir frábæra frammistöðu í fyrstu tveimur landsleikjum sínum, gegn Lettlandi og Svíþjóð í september, jókst áhugi erlendra félaga á Sveindísi enn frekar og ljóst er að hún gæti vel farið í atvinnumennsku í vetur. Sveindís Jane Jónsdóttir fékk verðlaun sem besti leikmaður Íslandsmótsins í gærkvöld.stöð 2 sport „Mig langar að verða atvinnumaður, fara út og spila með þeim bestu, komast í besta lið í heimi og gera vel. En ég veit ekki hvað ég geri akkúrat núna. Skammtímamarkmiðið er að gera vel með landsliðinu í næstu leikjum [síðustu leikir undankeppni EM eru um mánaðamótin]. Ég hugsa bara um það núna og tek léttar æfingar fram að þeim leikjum,“ segir Sveindís, en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Margir möguleikar í boði Sveindís er leikmaður Keflavíkur en var að láni hjá Breiðabliki í sumar. Hún skoraði 7 mörk með Keflavík í fyrra og stimplaði sig rækilega inn í Pepsi Max-deildina, en Keflavík féll. Sveindís fór þá til Blika og fékk að taka þátt í titilbaráttu, sem vannst: „Já, þetta er gjörólíkt. Í Keflavík í fyrra vorum við í botnbaráttu eiginlega allan tímann. Það er allt annað að koma inn í lið eins og Breiðablik, þar sem er mikið meiri sóknarbolti og það er akkúrat það sem mig langaði að fara í. Ég held því að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun hjá mér að fara í Breiðablik, og spila svona mikinn sóknarbolta,“ segir Sveindís. Framhaldið er óráðið: „Ég var að láni frá Keflavík þannig að ég er orðin leikmaður Keflavíkur núna. En það er bara alveg óljóst hvað ég geri. Hvort ég verði í Keflavík á næsta ári, fari í Kópavoginn eða þá út. Ég er bara ekki alveg búin að ákveða það Það eru margir möguleikar. Þetta er allt opið ennþá, ég hef margt að velja úr og það er bara mjög gaman, en það getur verið svolítið erfitt að velja,“ segir Sveindís. Í „sjokki“ í fyrri hálfleik en naut sín svo gegn HM-bronsliðinu Spurð út í fyrstu landsleikina segir Sveindís: „Þetta var alls ekki auðvelt, og kom mér á óvart eins og mörgum öðrum eflaust. Mér fannst ég bara taka kallinu vel og gerði mitt allra besta. Ég er mjög fegin og þakklát fyrir traustið sem ég fékk.“ Helena benti á að í leiknum við HM-bronslið Svía hefði svo virst sem að Sveindís gerði sér ekki fulla grein fyrir hve góð hún væri fyrr en í seinni hálfleik, þegar hún pakkaði sænsku varnarmönnunum saman: „Já, ég dró mig aðeins til baka í fyrri hálfleik en ég var bara svona aðeins að finna mig. Ég var alveg í sjokki að ég væri að spila á móti svona góðum leikmönnum. En svo kom þetta. Þetta var bara fótbolti, alveg eins og að spila hérna heima, og ég fattaði það í seinni hálfleik.“ Klippa: Sveindís í Pepsi Max mörkunum
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira