Pennsylvanía færir Biden sigurinn Hólmfríður Gísladóttir, Kjartan Kjartansson, Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. nóvember 2020 16:33 Allt virðist nú benda til þess að Joe Biden verði 46. forseti Bandaríkjanna. AP/Carolyn Kaster Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN, AP, Sky News og BBC hafa lýst Biden sigurvegara í ríkinu. Mikill fjöldi póstatkvæða vegna kórónuveirufaraldursins hægði mjög á talningu í Pennsylvaníu. Ekki mátti byrja að vinna þau fyrr en eftir kjördag. Talningunni er ekki formlega lokið en forskot Biden þar er nú talið óyfirstíganlegt fyrir Trump. Biden verður þar með 46. forseti Bandaríkjanna og tekur við embættinu 20. janúar. Hann var áður varaforseti í ríkisstjórn Baracks Obama frá 2009 til 2017 og öldungadeildarþingmaður Delaware þar á undan. Lykillinn að sigri Biden var að hann vann aftur Pennsylvaníu og miðvesturríkin Michigan og Wisconsin, gömul vígi Demókrataflokksins sem Trump vann óvænt árið 2016. Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir í Georgíu, Arizona og Nevada en Biden gæti einnig unnið þau ríki. Atkvæði verða talin aftur í Georgíu vegna þess hversu litlu munar á frambjóðendunum þar. Gríðarlega spennandi lokasprettur Trump var með forskot eftir að atkvæði á kjördag voru talin í Pennsylvaníu en Biden saxaði sífellt á eftir því sem fleiri póstatkvæði voru talin á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Demókratar voru miklu líklegri til þess að greiða atkvæði með pósti en repúblikanar og því hafa póstatkvæðin fallið Biden að langmestu leyti í skaut. Biden tók fyrst fram úr Trump í talningunni eftir að Fíladelfía birti nýjar tölur rétt fyrir klukkan 14.00 að íslenskum tíma í gær. Staða Biden styrktist aðeins eftir því sem nýjar tölur voru birtar. Þegar sól reis vestanhafs í gærmorgun bárust þau tíðindi að Biden hefði skotið Donald Trump ref fyrir rass í Georgíu og náð um þúsund atkvæða forskoti. Hann hefur haldið forskotinu síðan. Associated Press og Fox News höfðu þegar lýst Biden sigurvegara í Arizona en aðrir miðlar hafa ekki verið tilbúnir til þess enn sem komið er. Trump saxaði á forskot Biden í Arizona í gær en líklega ekki nægilega til að yfirstíga forskot demókratans. Niðurstöður lágu ekki heldur fyrir í Alaska og Norður-Karólínu en talið var víst að forsetinn myndi fara með sigur af hólmi í þeim ríkjum. Slagurinn stóð því um kjörmennina sem eftir stóðu, 53 talsins. I easily WIN the Presidency of the United States with LEGAL VOTES CAST. The OBSERVERS were not allowed, in any way, shape, or form, to do their job and therefore, votes accepted during this period must be determined to be ILLEGAL VOTES. U.S. Supreme Court should decide!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 6, 2020 Herská viðbrögð forsetans Trump brást ókvæða við þróun mála og sakaði demókrata um umfangsmikið kosningasvindl í ræðu sem hann hélt í Hvíta húsinu á fimmtudagskvöld. Þá kallaði hann ýmist eftir því að talningu yrði haldið áfram eða hætt, allt eftir því hvernig staðan var í hverju ríki. Biden biðlaði til kjósenda um að sýna þolinmæði á fimmtudag. Fjölmiðlar bentu ítrekað á að forsetinn færi einfaldlega með fleipur þegar hann talaði um óheiðarlegar talningar og draugaatkvæði; fulltrúar beggja flokka væru viðstaddir á öllum talningastöðum og repúblikanar sums staðar við stjórnvölin, til dæmis í Georgíu. Menn velta því nú fyrir sér hvort Trump muni játa sig sigraðan og hvort hann muni hringja í Biden til að viðurkenna ósigur eins og venjan hefur verið.
Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN, AP, Sky News og BBC hafa lýst Biden sigurvegara í ríkinu. Mikill fjöldi póstatkvæða vegna kórónuveirufaraldursins hægði mjög á talningu í Pennsylvaníu. Ekki mátti byrja að vinna þau fyrr en eftir kjördag. Talningunni er ekki formlega lokið en forskot Biden þar er nú talið óyfirstíganlegt fyrir Trump. Biden verður þar með 46. forseti Bandaríkjanna og tekur við embættinu 20. janúar. Hann var áður varaforseti í ríkisstjórn Baracks Obama frá 2009 til 2017 og öldungadeildarþingmaður Delaware þar á undan. Lykillinn að sigri Biden var að hann vann aftur Pennsylvaníu og miðvesturríkin Michigan og Wisconsin, gömul vígi Demókrataflokksins sem Trump vann óvænt árið 2016. Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir í Georgíu, Arizona og Nevada en Biden gæti einnig unnið þau ríki. Atkvæði verða talin aftur í Georgíu vegna þess hversu litlu munar á frambjóðendunum þar. Gríðarlega spennandi lokasprettur Trump var með forskot eftir að atkvæði á kjördag voru talin í Pennsylvaníu en Biden saxaði sífellt á eftir því sem fleiri póstatkvæði voru talin á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Demókratar voru miklu líklegri til þess að greiða atkvæði með pósti en repúblikanar og því hafa póstatkvæðin fallið Biden að langmestu leyti í skaut. Biden tók fyrst fram úr Trump í talningunni eftir að Fíladelfía birti nýjar tölur rétt fyrir klukkan 14.00 að íslenskum tíma í gær. Staða Biden styrktist aðeins eftir því sem nýjar tölur voru birtar. Þegar sól reis vestanhafs í gærmorgun bárust þau tíðindi að Biden hefði skotið Donald Trump ref fyrir rass í Georgíu og náð um þúsund atkvæða forskoti. Hann hefur haldið forskotinu síðan. Associated Press og Fox News höfðu þegar lýst Biden sigurvegara í Arizona en aðrir miðlar hafa ekki verið tilbúnir til þess enn sem komið er. Trump saxaði á forskot Biden í Arizona í gær en líklega ekki nægilega til að yfirstíga forskot demókratans. Niðurstöður lágu ekki heldur fyrir í Alaska og Norður-Karólínu en talið var víst að forsetinn myndi fara með sigur af hólmi í þeim ríkjum. Slagurinn stóð því um kjörmennina sem eftir stóðu, 53 talsins. I easily WIN the Presidency of the United States with LEGAL VOTES CAST. The OBSERVERS were not allowed, in any way, shape, or form, to do their job and therefore, votes accepted during this period must be determined to be ILLEGAL VOTES. U.S. Supreme Court should decide!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 6, 2020 Herská viðbrögð forsetans Trump brást ókvæða við þróun mála og sakaði demókrata um umfangsmikið kosningasvindl í ræðu sem hann hélt í Hvíta húsinu á fimmtudagskvöld. Þá kallaði hann ýmist eftir því að talningu yrði haldið áfram eða hætt, allt eftir því hvernig staðan var í hverju ríki. Biden biðlaði til kjósenda um að sýna þolinmæði á fimmtudag. Fjölmiðlar bentu ítrekað á að forsetinn færi einfaldlega með fleipur þegar hann talaði um óheiðarlegar talningar og draugaatkvæði; fulltrúar beggja flokka væru viðstaddir á öllum talningastöðum og repúblikanar sums staðar við stjórnvölin, til dæmis í Georgíu. Menn velta því nú fyrir sér hvort Trump muni játa sig sigraðan og hvort hann muni hringja í Biden til að viðurkenna ósigur eins og venjan hefur verið.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Vaktin: Biden siglir fram úr í Georgíu Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu í gríðarlega spennandi forsetakosningum. 7. nóvember 2020 09:00 Hvað gera AP og Fox ef Biden tekur Georgíu? Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, hefur nú naumt forskot á Donald Trump í Georgíu en aðeins munar nokkur hundruð atkvæðum á frambjóðendunum. Forsetinn má ekki við því að tapa Georgíu og þarf sömuleiðis að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á endurkjöri. 6. nóvember 2020 11:03 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Vaktin: Biden siglir fram úr í Georgíu Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu í gríðarlega spennandi forsetakosningum. 7. nóvember 2020 09:00
Hvað gera AP og Fox ef Biden tekur Georgíu? Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, hefur nú naumt forskot á Donald Trump í Georgíu en aðeins munar nokkur hundruð atkvæðum á frambjóðendunum. Forsetinn má ekki við því að tapa Georgíu og þarf sömuleiðis að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á endurkjöri. 6. nóvember 2020 11:03