Enski boltinn

Walker útskýrði af hverju hann fagnaði ekki sigurmarkinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kyle Walker eftir að hann skoraði sigurmarkið í gær.
Kyle Walker eftir að hann skoraði sigurmarkið í gær. Tim Keeton - Pool/Getty Images

„Ég er ánægður að ná að skora. Þeir eru vel skipulagðir og allir þekkja stöðurnar sínar.“ Þetta voru fyrstu viðbrögð Kyle Walker eftir 1-0 sigur Manchester City á Sheffield United í gær.

Walker skoraði sigurmarkið er City sótti þrjú mikilvæg stig á Bramall Lane. Hann skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik með þrumuskoti eftir snjalla sendingu Kevin de Bruyne.

Hann fagnaði þó ekki markinu en hann ólst upp hjá Sheffield United og er fæddur og uppalinn í borginni. Hann yfirgaf félagið svo árið 2008 er hann fór til Tottenham.

„Mamma min og pabbi búa í Sheffield. Ef ég hefði fagnað þá hefði verið mikið pikkað í mig. Ég er stuðningsmaður Sheffield United.“

Walker hefur spilað vel á leiktíðinni. Hann er orðinn varnarsinnaðri en hefur leyst verkefnið vel.

„Ég er að njóta þess að spila fótbolta. Ég er að spila öðruvísi stöðu og þetta hentar mér og liðinu. Miðverðirnir hafa gert frábæra hluti og eru að standa sig vel.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×