Fram og Magni taka undir með KR Ísak Hallmundarson skrifar 31. október 2020 16:22 Framarar vilja leita réttar síns. Fram.is Stjórnir knattspyrnudeilda Fram og Magna hafa sent frá sér yfirlýsingu og líst yfir óánægju með ákvörðun KSÍ frá því í gær um að aflýsa mótinu. Ákvörðunin þýðir það að Fram fær ekki tækifæri til að komast upp í efstu deild og Magni fellur niður í 2. deild, en bæði lið léku í Lengjudeildinni í sumar. Fram var með jafnmörg stig og Leiknir sem fór upp um deild og Magni með jafnmörg stig og Þróttur sem hélt sæti sínu í deildinni, en markatala var látin ráða úrslitum í báðum tilvikum. Framarar senda frá sér yfirlýsingu og vilja láta reyna á að fjölga liðum í efstu og næstefstu deild á næsta ári í ljósi aðstæðna: Knattspyrnudeild Fram harmar ákvörðun stjórnar KSÍ um að ljúka deildarkeppni í Lengjudeildinni áður en keppnistímabilinu er lokið. Knattspyrnudeild Fram gerir athugasemd við að stjórn KSÍ hafi heimild til að ákveða að Leiknir Reykjavík skuli hljóta sæti í úrvaldsdeild á næsta tímabili. Í reglugerð sem stjórn KSÍ byggir á segir að við ákvörðun um endanlega niðurröðun ráði: „meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst“. Fram og Leiknir voru með sama meðalfjölda stiga er mótinu var aflýst. Samkvæmt skýru orðalagi reglugerðarinnar eru félögin því jafnstæð og sama má segja um þrjú neðstu lið deildarinnar. Ákvörðun stjórnar KSÍ er því markleysa enda í andstöðu við reglugerð KSÍ. Jafnframt er gerður fyrirvari um heimild stjórnar KSÍ um setningu reglugerðarinnar í júlí 2020. Þegar uppi eru sérstakar aðstæður sem þessar verður að taka tillit til þeirrar stöðu sem uppi er og leysa mál á sem sanngjarnastan og eðlilegastan hátt. Það mætti t.d. láta reyna á að fjölga liðum í efstu deild og næst efstu deild á næsta keppnistímabili vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi. Knattspyrnudeild Fram íhugar að láta reyna á réttarstöðu sína fyrir viðkomandi úrlausnaraðilum. Stjórn Knattspyrnudeildar Fram Á meðan segist stjórn Íþróttafélagsins Magna taka undir málflutning og málatilbúnað KR og vonar að ákvörðun um að ljúka mótinu með þessum hætti verði felld úr gildi. Stjórn Íþróttafélagsins Magna á Grenivík harmar þá ákvörðun stjórnar KSÍ, dags. 30. október 2020, að hætta keppni í Íslandsmótum-og bikarkeppni KSÍ. Að mati stjórnar Magna hefur stjórn KSÍ ekki haft heildarhagsmuni íslenskrar knattspyrnu í huga, sem henni þó ber, og ákvörðunin því sem slík andstæð hlutverki stjórnar KSÍ. Stjórn Magna lýsir yfir stuðningi við þann málflutning og málatilbúnað sem stjórn knattspyrnudeildar KR hefur haft uppi undanfarna daga og styður ennfremur þá ákvörðun KR að vísa ákvörðun stjórnar KSÍ til áfrýjunardómstóls sambandsins. Líkt og KR, telur Magni verulegan vafa leika á því hvort ákvörðun stjórnar KSÍ standist lög sambandsins og leyfir sér að vona að áfrýjunardómstóll sambandsins felli ákvörðunina úr gildi. Stjórn Íþróttafélagsins Magna Lengjudeildin Fram Tengdar fréttir „Auðvitað munu alltaf einhverjir sitja eftir með sárt ennið“ KSÍ tók þá erfiðu ákvörðun í gær að flauta af Íslandsmótið í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflur gilda. Sú ákvörðun kemur sér misvel fyrir knattspyrnulið á Íslandi, sum þeirra njóta góðs af á meðan önnur sem sáu fram á að bæta stöðu sína með góðum lokaspretti sitja eftir í súpunni. 31. október 2020 10:12 KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Stjórnir knattspyrnudeilda Fram og Magna hafa sent frá sér yfirlýsingu og líst yfir óánægju með ákvörðun KSÍ frá því í gær um að aflýsa mótinu. Ákvörðunin þýðir það að Fram fær ekki tækifæri til að komast upp í efstu deild og Magni fellur niður í 2. deild, en bæði lið léku í Lengjudeildinni í sumar. Fram var með jafnmörg stig og Leiknir sem fór upp um deild og Magni með jafnmörg stig og Þróttur sem hélt sæti sínu í deildinni, en markatala var látin ráða úrslitum í báðum tilvikum. Framarar senda frá sér yfirlýsingu og vilja láta reyna á að fjölga liðum í efstu og næstefstu deild á næsta ári í ljósi aðstæðna: Knattspyrnudeild Fram harmar ákvörðun stjórnar KSÍ um að ljúka deildarkeppni í Lengjudeildinni áður en keppnistímabilinu er lokið. Knattspyrnudeild Fram gerir athugasemd við að stjórn KSÍ hafi heimild til að ákveða að Leiknir Reykjavík skuli hljóta sæti í úrvaldsdeild á næsta tímabili. Í reglugerð sem stjórn KSÍ byggir á segir að við ákvörðun um endanlega niðurröðun ráði: „meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst“. Fram og Leiknir voru með sama meðalfjölda stiga er mótinu var aflýst. Samkvæmt skýru orðalagi reglugerðarinnar eru félögin því jafnstæð og sama má segja um þrjú neðstu lið deildarinnar. Ákvörðun stjórnar KSÍ er því markleysa enda í andstöðu við reglugerð KSÍ. Jafnframt er gerður fyrirvari um heimild stjórnar KSÍ um setningu reglugerðarinnar í júlí 2020. Þegar uppi eru sérstakar aðstæður sem þessar verður að taka tillit til þeirrar stöðu sem uppi er og leysa mál á sem sanngjarnastan og eðlilegastan hátt. Það mætti t.d. láta reyna á að fjölga liðum í efstu deild og næst efstu deild á næsta keppnistímabili vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi. Knattspyrnudeild Fram íhugar að láta reyna á réttarstöðu sína fyrir viðkomandi úrlausnaraðilum. Stjórn Knattspyrnudeildar Fram Á meðan segist stjórn Íþróttafélagsins Magna taka undir málflutning og málatilbúnað KR og vonar að ákvörðun um að ljúka mótinu með þessum hætti verði felld úr gildi. Stjórn Íþróttafélagsins Magna á Grenivík harmar þá ákvörðun stjórnar KSÍ, dags. 30. október 2020, að hætta keppni í Íslandsmótum-og bikarkeppni KSÍ. Að mati stjórnar Magna hefur stjórn KSÍ ekki haft heildarhagsmuni íslenskrar knattspyrnu í huga, sem henni þó ber, og ákvörðunin því sem slík andstæð hlutverki stjórnar KSÍ. Stjórn Magna lýsir yfir stuðningi við þann málflutning og málatilbúnað sem stjórn knattspyrnudeildar KR hefur haft uppi undanfarna daga og styður ennfremur þá ákvörðun KR að vísa ákvörðun stjórnar KSÍ til áfrýjunardómstóls sambandsins. Líkt og KR, telur Magni verulegan vafa leika á því hvort ákvörðun stjórnar KSÍ standist lög sambandsins og leyfir sér að vona að áfrýjunardómstóll sambandsins felli ákvörðunina úr gildi. Stjórn Íþróttafélagsins Magna
Knattspyrnudeild Fram harmar ákvörðun stjórnar KSÍ um að ljúka deildarkeppni í Lengjudeildinni áður en keppnistímabilinu er lokið. Knattspyrnudeild Fram gerir athugasemd við að stjórn KSÍ hafi heimild til að ákveða að Leiknir Reykjavík skuli hljóta sæti í úrvaldsdeild á næsta tímabili. Í reglugerð sem stjórn KSÍ byggir á segir að við ákvörðun um endanlega niðurröðun ráði: „meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst“. Fram og Leiknir voru með sama meðalfjölda stiga er mótinu var aflýst. Samkvæmt skýru orðalagi reglugerðarinnar eru félögin því jafnstæð og sama má segja um þrjú neðstu lið deildarinnar. Ákvörðun stjórnar KSÍ er því markleysa enda í andstöðu við reglugerð KSÍ. Jafnframt er gerður fyrirvari um heimild stjórnar KSÍ um setningu reglugerðarinnar í júlí 2020. Þegar uppi eru sérstakar aðstæður sem þessar verður að taka tillit til þeirrar stöðu sem uppi er og leysa mál á sem sanngjarnastan og eðlilegastan hátt. Það mætti t.d. láta reyna á að fjölga liðum í efstu deild og næst efstu deild á næsta keppnistímabili vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi. Knattspyrnudeild Fram íhugar að láta reyna á réttarstöðu sína fyrir viðkomandi úrlausnaraðilum. Stjórn Knattspyrnudeildar Fram
Stjórn Íþróttafélagsins Magna á Grenivík harmar þá ákvörðun stjórnar KSÍ, dags. 30. október 2020, að hætta keppni í Íslandsmótum-og bikarkeppni KSÍ. Að mati stjórnar Magna hefur stjórn KSÍ ekki haft heildarhagsmuni íslenskrar knattspyrnu í huga, sem henni þó ber, og ákvörðunin því sem slík andstæð hlutverki stjórnar KSÍ. Stjórn Magna lýsir yfir stuðningi við þann málflutning og málatilbúnað sem stjórn knattspyrnudeildar KR hefur haft uppi undanfarna daga og styður ennfremur þá ákvörðun KR að vísa ákvörðun stjórnar KSÍ til áfrýjunardómstóls sambandsins. Líkt og KR, telur Magni verulegan vafa leika á því hvort ákvörðun stjórnar KSÍ standist lög sambandsins og leyfir sér að vona að áfrýjunardómstóll sambandsins felli ákvörðunina úr gildi. Stjórn Íþróttafélagsins Magna
Lengjudeildin Fram Tengdar fréttir „Auðvitað munu alltaf einhverjir sitja eftir með sárt ennið“ KSÍ tók þá erfiðu ákvörðun í gær að flauta af Íslandsmótið í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflur gilda. Sú ákvörðun kemur sér misvel fyrir knattspyrnulið á Íslandi, sum þeirra njóta góðs af á meðan önnur sem sáu fram á að bæta stöðu sína með góðum lokaspretti sitja eftir í súpunni. 31. október 2020 10:12 KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
„Auðvitað munu alltaf einhverjir sitja eftir með sárt ennið“ KSÍ tók þá erfiðu ákvörðun í gær að flauta af Íslandsmótið í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflur gilda. Sú ákvörðun kemur sér misvel fyrir knattspyrnulið á Íslandi, sum þeirra njóta góðs af á meðan önnur sem sáu fram á að bæta stöðu sína með góðum lokaspretti sitja eftir í súpunni. 31. október 2020 10:12
KR ætlar að áfrýja ákvörðun KSÍ Stjórn Knattspyrnudeildar KR hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun KSÍ um að hætta keppni í Íslandsmótinu í knattspyrnu og láta núverandi stöðutöflu gilda. KR er það lið í Pepsi Max deildinni sem fer hvað verst út úr ákvörðuninni, enda þýðir hún að liðið muni ekki leika í Evrópukeppni næsta tímabil. 31. október 2020 13:16