Fyrirliða ÍBV sagt að hann sé ekki í framtíðarplönum liðsins Ísak Hallmundarson skrifar 31. október 2020 11:30 Víðir í leik með ÍBV í Pepsi Max deildinni í fyrra. vísir/daníel Víðir Þorvarðarson, einn reynslumesti leikmaður ÍBV, fékk þau skilaboð í gær að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá liðinu. Víðir var með fyrirliðabandið hjá ÍBV í sumar og átti eitt ár eftir af samningi hjá liðinu. ÍBV ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningnum. „Áfram ÍBV! Alltaf allstaðar Frá blautu barnsbeini hef ég verið stuðningsmaður ÍBV og lét mig dreyma um að spila fyrir félagið. Ég naut þess að spila í yngri flokkum félagsins uns ég fluttist til Garðabæjar til að fara í framhaldsskóla. Þar spilaði ég fyrir Stjörnuna en fann að það var ekki það sama og að spila fyrir uppeldisfélagið. Á þeim tíma lenti faðir minn í slysi og þegar í ljós kom hve alvarlegt það var ákvað ég að flytja heim því ég taldi að hann yrði að sjá mig spila á Hásteinsvelli í ÍBV treyjunni. Það tókst og það gekk meira að segja helvíti vel. Hann sá mig spila og skora mörk fyrir félagið sem hann unni svo heitt,“ skrifar Víðir í stuðningsmannahóp ÍBV á Facebook. „Því miður náði hann ekki að sjá mig leiða liðið sem fyrirliði því það var ein af mínum stoltustu stundum. Eftir fráfall hans fluttist ég aftur uppá land til að hefja nám á háskólastigi. Það var erfitt að slíta sig frá bandalaginu svo ég kom aftur til eyja og fórnaði námi og atvinnu fyrir félagið. Þegar liðið féll var ég staðráðinn í að gera allt til að koma liðinu aftur á þann stað sem það á heima. Eftir vonbrigða sumar sem var að líða hvarlaði ekki að mér að breyta því markmiði.“ „Í dag var ég hins vegar kallaður á fund þar sem mér var tjáð að ákveðið hefur verið að segja upp samningi mínum þar sem stjórnarmenn og þjálfarar telja sig ekki hafa not fyrir krafta mína. Þessar fréttir komu mér á óvart og voru mér þyngri en tárum taki,“ segir Víðir svekktur með ákvörðunina og ætlar hann ekki að spila fótbolta á meðan ÍBV vill ekki nýta krafta hans. „Ég mun því vera partur af upprisu félagsins sem stuðningsmaður en ekki leikmaður. Þetta þýðir að skórnir eru farnir upp í hillu því eins og staðan er vil ég ekki spila fyrir annað félag en ÍBV. Vona ég þó einn daginn að fá tækifæri til að stíga aftur inn á Hásteinsvöll í hvítri ÍBV treyju og berjast fyrir bandalagið mitt sem ég elska svo heitt. Ljóst er að það gerist ekki á meðan sitjandi stjórn og þjálfarar eru við völdin. Takk fyrir mig stuðningsmenn. Hlakka til að slást í hópinn með ykkur, Ykkar leikjahæsti leikmaður síðustu 10 ára. Víðir Þorvarðarson,“ skrifaði Víðir til stuðningsmanna Eyjaliðsins. ÍBV Lengjudeildin Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Sjá meira
Víðir Þorvarðarson, einn reynslumesti leikmaður ÍBV, fékk þau skilaboð í gær að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá liðinu. Víðir var með fyrirliðabandið hjá ÍBV í sumar og átti eitt ár eftir af samningi hjá liðinu. ÍBV ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningnum. „Áfram ÍBV! Alltaf allstaðar Frá blautu barnsbeini hef ég verið stuðningsmaður ÍBV og lét mig dreyma um að spila fyrir félagið. Ég naut þess að spila í yngri flokkum félagsins uns ég fluttist til Garðabæjar til að fara í framhaldsskóla. Þar spilaði ég fyrir Stjörnuna en fann að það var ekki það sama og að spila fyrir uppeldisfélagið. Á þeim tíma lenti faðir minn í slysi og þegar í ljós kom hve alvarlegt það var ákvað ég að flytja heim því ég taldi að hann yrði að sjá mig spila á Hásteinsvelli í ÍBV treyjunni. Það tókst og það gekk meira að segja helvíti vel. Hann sá mig spila og skora mörk fyrir félagið sem hann unni svo heitt,“ skrifar Víðir í stuðningsmannahóp ÍBV á Facebook. „Því miður náði hann ekki að sjá mig leiða liðið sem fyrirliði því það var ein af mínum stoltustu stundum. Eftir fráfall hans fluttist ég aftur uppá land til að hefja nám á háskólastigi. Það var erfitt að slíta sig frá bandalaginu svo ég kom aftur til eyja og fórnaði námi og atvinnu fyrir félagið. Þegar liðið féll var ég staðráðinn í að gera allt til að koma liðinu aftur á þann stað sem það á heima. Eftir vonbrigða sumar sem var að líða hvarlaði ekki að mér að breyta því markmiði.“ „Í dag var ég hins vegar kallaður á fund þar sem mér var tjáð að ákveðið hefur verið að segja upp samningi mínum þar sem stjórnarmenn og þjálfarar telja sig ekki hafa not fyrir krafta mína. Þessar fréttir komu mér á óvart og voru mér þyngri en tárum taki,“ segir Víðir svekktur með ákvörðunina og ætlar hann ekki að spila fótbolta á meðan ÍBV vill ekki nýta krafta hans. „Ég mun því vera partur af upprisu félagsins sem stuðningsmaður en ekki leikmaður. Þetta þýðir að skórnir eru farnir upp í hillu því eins og staðan er vil ég ekki spila fyrir annað félag en ÍBV. Vona ég þó einn daginn að fá tækifæri til að stíga aftur inn á Hásteinsvöll í hvítri ÍBV treyju og berjast fyrir bandalagið mitt sem ég elska svo heitt. Ljóst er að það gerist ekki á meðan sitjandi stjórn og þjálfarar eru við völdin. Takk fyrir mig stuðningsmenn. Hlakka til að slást í hópinn með ykkur, Ykkar leikjahæsti leikmaður síðustu 10 ára. Víðir Þorvarðarson,“ skrifaði Víðir til stuðningsmanna Eyjaliðsins.
ÍBV Lengjudeildin Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Sjá meira