Erlent

Björguðu þremur ungum mönnum úr þurrkara

Samúel Karl Ólason skrifar
Þurrkarinn var nægilega stór svo minnst tveir menn komust þar inn.
Þurrkarinn var nægilega stór svo minnst tveir menn komust þar inn. Vísir/Getty

Slökkviliðsmenn þurftu að koma þremur ungum mönum til bjargar í Essex í Englandi, þar sem þeir sátu fastir í þurrkara. Mennirnir fundust í þvottahúsi sem er ekki starfrækt um þessar mundir. Tveir þeirra höfðu náð að troða sér inn í tromlu stórs iðnaðarþurrkara og sá þriðji hafði fest fæturna í lúgunni þegar hann reyndi að skríða inn til hinna tveggja, einhverra hluta vegna.

Samkvæmt frétt Sky News þurfti einnig lögregluþjóna og sjúkraflutningamenn til að hjálpa mönnunum uppátækjasömu. Notast var við margskonar þungabúnað til að ná þeim út.

Slökkviliðsmennirnir segja aðstæður hafa verið erfiðar á vettvangi. Þeir hafi meðal annars þurft að bera þungan búnað langar vegalengdir. Þann búnað þurfti fyrst að nota til að losa fætur þriðja mannsins og hjálpa honum að skríða inn í þurrkarann til hinna tveggja.

Síðan þurfti að losa hurðina af þurrkaranum svo þeir kæmust aftur út. Þeir fengu verkjalyf og voru skyldir eftir í höndum sjúkraflutningamanna.

Firefighters rescued three men who were trapped inside an industrial tumble dryer. Full details here http://orlo.uk/rhZHl

Posted by Essex County Fire and Rescue Service on Friday, 30 October 2020


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×