Enski boltinn

Sjáðu tilþrif Rúnars Alex í marki Arsenal á Emirates í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson í marki Arsenal á móti Dundalk í Evrópudeildinni í gærkvöldi.
Rúnar Alex Rúnarsson í marki Arsenal á móti Dundalk í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Getty/David Price

Rúnari Alex Rúnarssyni tókst í gær nokkuð sem engum markverði Arsenal hafði tekist síðan um mitt sumar.

Rúnar Alex Rúnarsson varð í gær fyrsti Íslendingurinn til að vera í byrjunarliði Arsenal í þrjátíu ár þegar hann varði mark Arsenal-liðsins í Evrópudeildinni.

Arsenal keyptu Rúnar Alex frá franska liðinu Dijon í september og Mikel Arteta gaf honum síðan fyrsta tækifærið í gær.

Frumraun Rúnars Alex gekk vel því hann hélt markinu hreinu og Arsenal vann 3-0 sigur á írska liðinu Dundalk.

Rúnar varð þar með fyrsti markvörður Arsenal síðan 1. júlí til að halda markinu hreinu í leik á Emirates leikvanginum.

Markverðir Arsenal voru nefnilega búnir að fá á sig mark í sex heimaleikjum í röð í öllum keppnum.

Hér fyrir neðan má svipmyndir frá frammistöðu Rúnars í leiknum í gær.

Klippa: Fyrsti leikur Rúnars Alex með Arsenal

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×