Erlent

Fundu fimmhundruð metra hátt kóralrif undan strönd Ástralíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Nýfundna rifið er ekki ýkja langt frá Kóralrifinu mikla. 
Nýfundna rifið er ekki ýkja langt frá Kóralrifinu mikla.  Gagliardi Giovanni /Getty Images

Vísindamenn í Ástralíu hafa uppgötvað áður óþekkt en gríðarstórt kóralrif undan ströndum landsins. Rifið er ekki langt frá Kóralrifinu mikla, einu mesta náttúruundri heims, en það sem gerir þetta rif einstakt er sú staðreynd að það er um fimmhundruð metrar á hæð.

Rifið rís upp af hafsbotninum og er langt og mjótt, en það er um einn og hálfur kílómetri á lengd og fimmhundruð metrar á hæð eins og áður sagði. Það gerir rifið töluvert hærra en Empire State byggingin í New York.

Vísindamenn segja vissulega undarlegt að þessi risi hafi ekki fundist áður en það undirstriki einnig hversu lítið menn viti í raun um heimshöfin. Þetta er fyrsta stóra einstaka kóralrifið sem finnst á svæðinu síðan á nítjándu öld. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.