Erlent

Grímu­skylda í Rúss­landi og lækna­verk­fall á Spáni

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Útgöngubann er nú í gildi um nætur á Spáni.
Útgöngubann er nú í gildi um nætur á Spáni. Getty/Xavi Torrent

Spænskir læknar lögðu niður störf í dag vegna slæmra aðstæða. Sólarhringslangt verkfall spænskra lækna er það fyrsta í aldarfjórðung. 

Ósætti er innan stéttarinnar með slæmar vinnuaðstæður vegna kórónuveirufaraldursins og veikburða heilbrigðiskerfi. Yfirvöld höfðu þó fyrirskipað að minnsta kosti áttatíu prósenta mönnun og hafði verkfallið því takmörkuð áhrif.

„Við sjáum ekku fyrir okkur að þetta geti gengið lengur. Við viljum ríkisrekið heilbrigðiskerfi en ekki á kostnað virðingar og lífsgæða heilbrigðisstarfsfólk. Þetta er erfitt starf og okkur finnst við lítilsvirt,“ sagði Salvador Piris ungbarnalæknir við AP.

Faraldurinn heldur áfram að versna víðar í álfunni. Rússnesk stjórnvöld tóku í dag upp grímuskyldu. 320 létust af völdum veirunnar í gær og er það met þar í landi.

Á Ítalíu hefur herinn verið fenginn til þess að aðstoða við skimun í Róm. Um 1.400 hermenn starfa nú á tvö hundruð skimunarstöðvum í borginni.

„Þetta verður svo gert á landsvísu. Á öllum þessum stöðvum munu hermenn vinna með almennum borgurum, læknum, hjúkrunarfræðingum og yfirvöldum,“ sagði Saverio Pirro ofursti.

Þá var útgöngubann sett á í Rottal-Inn sýslu í Bæjaralandi Þýskalands í dag vegna fjölgunar smitaðra. Um tvö hundruð hafa smitast í sýslunni síðustu vikuna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.