Enski boltinn

Læri­sveinar Bielsa söfnuðu 25 þúsund pundum fyrir mál­efni Ras­h­fords

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leeds vann stórsigur á Aston Villa á föstudagskvöldið. Hér sjást leikmennirnir fagna eftir leikinn, þar á meðal Patrick Bamford sem skoraði þrjú mörk í leiknum.
Leeds vann stórsigur á Aston Villa á föstudagskvöldið. Hér sjást leikmennirnir fagna eftir leikinn, þar á meðal Patrick Bamford sem skoraði þrjú mörk í leiknum. Nick Potts - Pool/Getty Images

Leikmannahópur Leeds í ensku úrvalsdeildinni hefur safnað 25 þúsund pundum saman til þess að styrkja við baráttu Marcus Rashford, leikmanns Manchester United, í baráttunni við fæðuöryggi efnalítilla heima.

Rashford hefur barist fyrir því að börn frá efnalitlum heimilum fái ókeypis mat í skólum Bretlands. Barátta Rashford skilaði því að bresk stjórnvöld hættu við að skera niður matarmiða fyrir grunnskólabörn.

Nú er hins vegar Rashford aftur byrjaður að berjast því ríkisstjórnin hefur neitað því að framlengja matarmiðana fram yfir jólin. Rashford hefur þó ekki gefist upp og reynir að koma málinu í gegn.

Liam Cooper, fyrirliði Leeds, hefur nú staðfest að hann og liðsfélagar hans hafi ákveðið að ganga til liðs við söfnunina. Þeir hafa lagt henni lið með 25 þúsund pundum eða rúmlega fjögurri og hálfri milljón.

„Koma svo Leeds! Börn eiga aldrei að vera svöng. 25 þúsund klár frá Leeds. Við stöndum með þér Marcus Rashford,“ skrifaði Cooper á Twitter-síðu sína. Hann sagði svo í samtali við Sky Sports:

„Ég og leikmennirnir eru mjög lánsamir og við erum í stöðu til þess að hjálpa. Því höfum við ákveðið að styðja við þetta. Ekkert barn ætti að fara sofa svangt.“

Fleiri hafa hrósað Rashford fyrir málefnið, þar á meðal Jurgen Klopp og Frank Lampard.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.