Íslenski boltinn

Góðir gestir ræða endurræsingu deildarinnar og margt fleira í Stúkunni í kvöld

Sindri Sverrisson skrifar
Það er aldrei að vita nema að gula spjaldið fari á loft í þætti kvöldsins.
Það er aldrei að vita nema að gula spjaldið fari á loft í þætti kvöldsins. STÖÐ 2 SPORT

Nú er ljóst að loka á Íslandsmótinu í fótbolta innan vallar og farið verður yfir lokakaflann sem framundan er í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport í kvöld.

Gummi Ben verður með þá Hjörvar Hafliðason og Þorkel Mána Pétursson í settinu hjá sér þar sem farið verður yfir ýmislegt sem tengist Pepsi Max-deildinni á kjarngóðri íslensku.

Þeir munu meðal annars ræða um endurræsingu deildarinnar, kapphlaupið um að verða útnefndur besti leikmaður ársins, hverjir eru bestu ungu leikmennirnir og hvaða leikmenn eru að verða samningslausir.

Pepsi Max Stúkan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsendingin kl. 21.15, eða rétt eftir að leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni lýkur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.