Lögregla segir Madsen hafa fengið aðstoð við flóttann Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2020 10:19 Peter Madsen var handtekinn nokkru frá fangelsinu eftir stutta stund á flótta. AP Lögregla í Danmörku segir að danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafi notið aðstoðar eins eða fleiri í flóttatilraun sinni úr Herstevester-fangelsinu vestur af Kaupmannahöfn í gær. Danskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun en Madsen hefur nú verið ákærður fyrir flóttatilraunina, auk þess að hafa hótað starfsmönnum fangelsisins, almennum borgunum og lögreglu. Í ákæru kemur meðal annars fram að Madsen hafi fengið aðstoð frá einum eða fleiri aðilum við skipulagningu og framkvæmd flóttans. Hann var handtekinn nokkru frá fangelsinu eftir stuttan tíma á flótta. Madsen á að hafa hótað sálfræðingi sem starfar við fangelsið og tveimur fangavörðum með byssu, sem reyndist ekki vera ekta, og sömuleiðis sagðist hann vera með sprengiefni í belti, en það reyndist heldur ekki vera ekta. Hann er sömuleiðis ákærður fyrir að hafa hótað almennum borgara þegar hann settist inn í hvítan vörubíl og hrópað að bílstjóranum: „Keyrðu, keyrðu, keyrðu. Annars skýt ég þig.“ Madsen játaði sök í öllum ákæruliðum í morgun. Dómarar hafa ákveðið að málið verði rekið fyrir luktum dyrum þar sem meðverkamenn Madsen gangi enn lausir. Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Hann hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit. Uppfært kl 10:30: BT greinir frá því að Madsen hafi verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Madsen var með gervisprengjubelti Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. 20. október 2020 20:12 Tók sálfræðing í gíslingu í flóttatilrauninni Danski uppfinningamaðurinn og morðinginn Peter Madsen á að hafa tekið starfsmann Herstedvester-fangelsins – kvenkyns sálfræðing – í gíslingu er hann reyndi að flýja úr fangelsinu í morgun. 20. október 2020 12:09 Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Lögregla í Danmörku segir að danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafi notið aðstoðar eins eða fleiri í flóttatilraun sinni úr Herstevester-fangelsinu vestur af Kaupmannahöfn í gær. Danskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun en Madsen hefur nú verið ákærður fyrir flóttatilraunina, auk þess að hafa hótað starfsmönnum fangelsisins, almennum borgunum og lögreglu. Í ákæru kemur meðal annars fram að Madsen hafi fengið aðstoð frá einum eða fleiri aðilum við skipulagningu og framkvæmd flóttans. Hann var handtekinn nokkru frá fangelsinu eftir stuttan tíma á flótta. Madsen á að hafa hótað sálfræðingi sem starfar við fangelsið og tveimur fangavörðum með byssu, sem reyndist ekki vera ekta, og sömuleiðis sagðist hann vera með sprengiefni í belti, en það reyndist heldur ekki vera ekta. Hann er sömuleiðis ákærður fyrir að hafa hótað almennum borgara þegar hann settist inn í hvítan vörubíl og hrópað að bílstjóranum: „Keyrðu, keyrðu, keyrðu. Annars skýt ég þig.“ Madsen játaði sök í öllum ákæruliðum í morgun. Dómarar hafa ákveðið að málið verði rekið fyrir luktum dyrum þar sem meðverkamenn Madsen gangi enn lausir. Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Hann hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit. Uppfært kl 10:30: BT greinir frá því að Madsen hafi verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Madsen var með gervisprengjubelti Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. 20. október 2020 20:12 Tók sálfræðing í gíslingu í flóttatilrauninni Danski uppfinningamaðurinn og morðinginn Peter Madsen á að hafa tekið starfsmann Herstedvester-fangelsins – kvenkyns sálfræðing – í gíslingu er hann reyndi að flýja úr fangelsinu í morgun. 20. október 2020 12:09 Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Madsen var með gervisprengjubelti Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. 20. október 2020 20:12
Tók sálfræðing í gíslingu í flóttatilrauninni Danski uppfinningamaðurinn og morðinginn Peter Madsen á að hafa tekið starfsmann Herstedvester-fangelsins – kvenkyns sálfræðing – í gíslingu er hann reyndi að flýja úr fangelsinu í morgun. 20. október 2020 12:09
Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42