Slökkva á hljóðnemum Trumps og Bidens í kappræðunum á fimmtudag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2020 07:48 Trump og Biden sjást hér í kappræðunum í lok september. Epa/Jim Lo Scalzo Kappræður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Joes Biden keppinautar hans í forsetakosningunum fara fram á fimmtudaginn kemur. Þær verða með öðru sniði en fyrri kappræðurnar í síðasta mánuði. Þá eyddu frambjóðendurnir, og þá sérstaklega Trump, miklu púðri í að grípa fram í fyrir hvorum öðrum þannig á stundum heyrðust ekki orðaskil. Úr þessu verður nú bætt þar sem tekin hefur verið ákvörðun um að slökkva á hljóðnema þess frambjóðanda sem ekki er með orðið. Kappræðurnar fara fram í Nashville í Tennessee og hefðu átt að vera númer þrjú í röðinni. Einum viðburðanna þurfti þó að fresta í kjölfar þess að Bandaríkjaforseti smitaðist af Covid-19. Kappræðurnar áttu að fara fram rafrænt en Trump harðneitaði að taka þátt í þeim. Ósáttur við að ekki eigi að ræða utanríkismál Tvær vikur er nú til kosninga og eru kappræðurnar þær síðustu þar sem frambjóðendurnir tveir mætast. Forsetinn hefur tjáð sig um það að slökkt verði á hljóðnemunum á fimmtudag. Hann segist ætla að taka þátt, þótt honum hugnist ekki nýju reglurnar, enda séu þær afar ósanngjarnar. Þá hefur kosningateymi Trump einnig gagnrýnt að ekki eigi að ræða utanríkismál í kappræðunum. Það hjálpi Biden að ræða það ekki. Teymi Bidens skaut til baka og sagði Trump vera að reyna að koma sér undan því að svara spurningum um viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum. Þau málefni sem fréttamaður NBC og stjórnandi kappræðnanna, Kristen Welker, mun ræða við þá Trump og Biden eru bandarískar fjölskyldur, kynþættir í Bandaríkjunum, loftslagsbreytingar, þjóðaröryggi og leiðtogahæfni. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Kappræður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Joes Biden keppinautar hans í forsetakosningunum fara fram á fimmtudaginn kemur. Þær verða með öðru sniði en fyrri kappræðurnar í síðasta mánuði. Þá eyddu frambjóðendurnir, og þá sérstaklega Trump, miklu púðri í að grípa fram í fyrir hvorum öðrum þannig á stundum heyrðust ekki orðaskil. Úr þessu verður nú bætt þar sem tekin hefur verið ákvörðun um að slökkva á hljóðnema þess frambjóðanda sem ekki er með orðið. Kappræðurnar fara fram í Nashville í Tennessee og hefðu átt að vera númer þrjú í röðinni. Einum viðburðanna þurfti þó að fresta í kjölfar þess að Bandaríkjaforseti smitaðist af Covid-19. Kappræðurnar áttu að fara fram rafrænt en Trump harðneitaði að taka þátt í þeim. Ósáttur við að ekki eigi að ræða utanríkismál Tvær vikur er nú til kosninga og eru kappræðurnar þær síðustu þar sem frambjóðendurnir tveir mætast. Forsetinn hefur tjáð sig um það að slökkt verði á hljóðnemunum á fimmtudag. Hann segist ætla að taka þátt, þótt honum hugnist ekki nýju reglurnar, enda séu þær afar ósanngjarnar. Þá hefur kosningateymi Trump einnig gagnrýnt að ekki eigi að ræða utanríkismál í kappræðunum. Það hjálpi Biden að ræða það ekki. Teymi Bidens skaut til baka og sagði Trump vera að reyna að koma sér undan því að svara spurningum um viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum. Þau málefni sem fréttamaður NBC og stjórnandi kappræðnanna, Kristen Welker, mun ræða við þá Trump og Biden eru bandarískar fjölskyldur, kynþættir í Bandaríkjunum, loftslagsbreytingar, þjóðaröryggi og leiðtogahæfni.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira