Erlent

Vitnisburður Ghislaine Maxwell gerður opinber

Sylvía Hall skrifar
Epstein og Maxwell.
Epstein og Maxwell. Joe Schildhorn/Getty

Áfrýjunardómstóll í New York-ríki telur almenning eiga rétt á því að vitnisburður Ghislaine Maxell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, verði gerður opinber. Lögmenn Maxwell höfðu reynt að koma í veg fyrir að vitnisburðurinn yrði gerður opinber.

Um er að ræða vitnisburð frá árinu 2016 í tengslum við meiðyrðamál sem Virginia Giuffre, ein þeirra sem hefur stigið fram og sakað Epstein um kynferðisofbeldi, höfðaði einkamál gegn Epstein og sakaði hann um að hafa haldið sér sem kynlífsþræl, með aðstoð Maxwell. Málinu lauk með dómsátt.

Lögmenn Maxwell töldu vitnisburðinn innihalda viðkvæmar og persónulegar upplýsingar sem gætu haft áhrif á afstöðu kviðdómenda.

Þeir hafa þó ekki gefið upp hvort þeir munu áfrýja úrskurðinum samkvæmt frétt Reuters. Vitnisburðurinn, sem er 418 blaðsíðna langur, er sagður varpa frekara ljósi á samband Maxwell og Epstein.

Réttarhöld yfir Maxwell munu hefjast í júlí árið 2021, en hún hefur verið ákærð fyrir mansal. Er hún sögð hafa lokkað ungar stúlkur til Epstein sem hann og vinir hans misnotuðu kynferðislega. 

Ákærurnar gegn Maxwell snúa að þremur stúlkum sem brotið var á árunum 1994 til 1997 en hún hefur neitað sök. Mun hún sitja í fangelsi í New York þar til réttarhöldin gegn henni fara fram í júlí á næsta ári.


Tengdar fréttir

Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu

Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.