Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2020 12:46 Fjöldi fólks kom saman til stuðnings tjáningarfrelsi og til að minnast kennarans sem var myrtur í Frakklandi um helgina. AP/Michel Euler Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. Átján ára gamall piltur af téténskum uppruna afhöfðaði sögukennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni á föstudag. Lögreglumenn skutu morðingjanna til bana skammt frá vettvangi. Húsleitirnar sem voru gerðar í dag tengjast þó ekki beint rannsókninni á morðinu. Þær beinast að tugum manna sem er talið að hafi birt stuðningsyfirlýsingar við morðingjann á samfélagsmiðlum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gerard Darmanin, innanríkisráðherra, segir að um áttatíu tilkynningar hafi borist um haturorðræðu frá því á föstudag og boðar að slíkar aðgerðir haldi áfram út vikuna. Ríkisstjórnin hótar því að láta loka samtökum múslima ef þær eru taldar boða hatur. Á meðal þeirra sem eru nú til rannsóknar eru Samtök gegn andúð á íslam sem yfirvöld telja að hvetji til undirróðurs gegn stjórnvöldum. Minntust kennarans um helgina Samuel Paty, 47 ára gamall kennarinn sem var myrtur, hafði fengið hótanir eftir að hann sýndi skopmyndirnar í tíma þar sem hann ræddi við nemendur um tjáningarfrelsi. Saksóknarar segja að hann hafi beðið nemendur sem væru íslamstrúar að líta undan ef þeir vildu ekki sjá myndirnar. Íslamstrú bannar myndir af spámanninum og guði. Morðinginn hafði engin tengsl við Paty eða skólann. Hann er sagður hafa ekið um hundrað kílómetra frá Normandí og beðið nemendur um að benda sér á kennarann. Þegar kennarinn gekk heim á leið elti morðinginn á og skar hann á háls. Þegar lögregla reyndi að handtakan hann skaut hann úr loftbyssu. Lögreglumenn brugðust við með því að skjóta hann níu sinnum. Ellefu manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið. Darmanin segir að á meðal þeirra sé faðir nemanda við skólann þar sem Paty kenndi og íslamskur aðgerðarsinni sem eru taldir hafa lýst yfir svonefndu fatwa, trúarskoðun, gegn kennaranum. Fjórir aðrir eru sagðir ættingja morðingjans. Morðinginn hafði fengið landvistarleyfi sem flóttamaður til tíu ára í mars, að sögn AP-fréttastofunnar. Þúsundir manna komu saman til að minnast Paty í Frakklandi um helgina og til stendur að heiðra minningu hans á landsvísu á miðvikudag. Emmanuel Macron, forseti, lét hafa eftir sér í gær að íslamistar gætu ekki um frjálst höfuð strokið í Frakklandi. Frakkland Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20 Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42 Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. Átján ára gamall piltur af téténskum uppruna afhöfðaði sögukennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni á föstudag. Lögreglumenn skutu morðingjanna til bana skammt frá vettvangi. Húsleitirnar sem voru gerðar í dag tengjast þó ekki beint rannsókninni á morðinu. Þær beinast að tugum manna sem er talið að hafi birt stuðningsyfirlýsingar við morðingjann á samfélagsmiðlum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gerard Darmanin, innanríkisráðherra, segir að um áttatíu tilkynningar hafi borist um haturorðræðu frá því á föstudag og boðar að slíkar aðgerðir haldi áfram út vikuna. Ríkisstjórnin hótar því að láta loka samtökum múslima ef þær eru taldar boða hatur. Á meðal þeirra sem eru nú til rannsóknar eru Samtök gegn andúð á íslam sem yfirvöld telja að hvetji til undirróðurs gegn stjórnvöldum. Minntust kennarans um helgina Samuel Paty, 47 ára gamall kennarinn sem var myrtur, hafði fengið hótanir eftir að hann sýndi skopmyndirnar í tíma þar sem hann ræddi við nemendur um tjáningarfrelsi. Saksóknarar segja að hann hafi beðið nemendur sem væru íslamstrúar að líta undan ef þeir vildu ekki sjá myndirnar. Íslamstrú bannar myndir af spámanninum og guði. Morðinginn hafði engin tengsl við Paty eða skólann. Hann er sagður hafa ekið um hundrað kílómetra frá Normandí og beðið nemendur um að benda sér á kennarann. Þegar kennarinn gekk heim á leið elti morðinginn á og skar hann á háls. Þegar lögregla reyndi að handtakan hann skaut hann úr loftbyssu. Lögreglumenn brugðust við með því að skjóta hann níu sinnum. Ellefu manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið. Darmanin segir að á meðal þeirra sé faðir nemanda við skólann þar sem Paty kenndi og íslamskur aðgerðarsinni sem eru taldir hafa lýst yfir svonefndu fatwa, trúarskoðun, gegn kennaranum. Fjórir aðrir eru sagðir ættingja morðingjans. Morðinginn hafði fengið landvistarleyfi sem flóttamaður til tíu ára í mars, að sögn AP-fréttastofunnar. Þúsundir manna komu saman til að minnast Paty í Frakklandi um helgina og til stendur að heiðra minningu hans á landsvísu á miðvikudag. Emmanuel Macron, forseti, lét hafa eftir sér í gær að íslamistar gætu ekki um frjálst höfuð strokið í Frakklandi.
Frakkland Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20 Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42 Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20
Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42
Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“