Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2020 12:46 Fjöldi fólks kom saman til stuðnings tjáningarfrelsi og til að minnast kennarans sem var myrtur í Frakklandi um helgina. AP/Michel Euler Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. Átján ára gamall piltur af téténskum uppruna afhöfðaði sögukennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni á föstudag. Lögreglumenn skutu morðingjanna til bana skammt frá vettvangi. Húsleitirnar sem voru gerðar í dag tengjast þó ekki beint rannsókninni á morðinu. Þær beinast að tugum manna sem er talið að hafi birt stuðningsyfirlýsingar við morðingjann á samfélagsmiðlum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gerard Darmanin, innanríkisráðherra, segir að um áttatíu tilkynningar hafi borist um haturorðræðu frá því á föstudag og boðar að slíkar aðgerðir haldi áfram út vikuna. Ríkisstjórnin hótar því að láta loka samtökum múslima ef þær eru taldar boða hatur. Á meðal þeirra sem eru nú til rannsóknar eru Samtök gegn andúð á íslam sem yfirvöld telja að hvetji til undirróðurs gegn stjórnvöldum. Minntust kennarans um helgina Samuel Paty, 47 ára gamall kennarinn sem var myrtur, hafði fengið hótanir eftir að hann sýndi skopmyndirnar í tíma þar sem hann ræddi við nemendur um tjáningarfrelsi. Saksóknarar segja að hann hafi beðið nemendur sem væru íslamstrúar að líta undan ef þeir vildu ekki sjá myndirnar. Íslamstrú bannar myndir af spámanninum og guði. Morðinginn hafði engin tengsl við Paty eða skólann. Hann er sagður hafa ekið um hundrað kílómetra frá Normandí og beðið nemendur um að benda sér á kennarann. Þegar kennarinn gekk heim á leið elti morðinginn á og skar hann á háls. Þegar lögregla reyndi að handtakan hann skaut hann úr loftbyssu. Lögreglumenn brugðust við með því að skjóta hann níu sinnum. Ellefu manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið. Darmanin segir að á meðal þeirra sé faðir nemanda við skólann þar sem Paty kenndi og íslamskur aðgerðarsinni sem eru taldir hafa lýst yfir svonefndu fatwa, trúarskoðun, gegn kennaranum. Fjórir aðrir eru sagðir ættingja morðingjans. Morðinginn hafði fengið landvistarleyfi sem flóttamaður til tíu ára í mars, að sögn AP-fréttastofunnar. Þúsundir manna komu saman til að minnast Paty í Frakklandi um helgina og til stendur að heiðra minningu hans á landsvísu á miðvikudag. Emmanuel Macron, forseti, lét hafa eftir sér í gær að íslamistar gætu ekki um frjálst höfuð strokið í Frakklandi. Frakkland Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20 Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42 Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. Átján ára gamall piltur af téténskum uppruna afhöfðaði sögukennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni á föstudag. Lögreglumenn skutu morðingjanna til bana skammt frá vettvangi. Húsleitirnar sem voru gerðar í dag tengjast þó ekki beint rannsókninni á morðinu. Þær beinast að tugum manna sem er talið að hafi birt stuðningsyfirlýsingar við morðingjann á samfélagsmiðlum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gerard Darmanin, innanríkisráðherra, segir að um áttatíu tilkynningar hafi borist um haturorðræðu frá því á föstudag og boðar að slíkar aðgerðir haldi áfram út vikuna. Ríkisstjórnin hótar því að láta loka samtökum múslima ef þær eru taldar boða hatur. Á meðal þeirra sem eru nú til rannsóknar eru Samtök gegn andúð á íslam sem yfirvöld telja að hvetji til undirróðurs gegn stjórnvöldum. Minntust kennarans um helgina Samuel Paty, 47 ára gamall kennarinn sem var myrtur, hafði fengið hótanir eftir að hann sýndi skopmyndirnar í tíma þar sem hann ræddi við nemendur um tjáningarfrelsi. Saksóknarar segja að hann hafi beðið nemendur sem væru íslamstrúar að líta undan ef þeir vildu ekki sjá myndirnar. Íslamstrú bannar myndir af spámanninum og guði. Morðinginn hafði engin tengsl við Paty eða skólann. Hann er sagður hafa ekið um hundrað kílómetra frá Normandí og beðið nemendur um að benda sér á kennarann. Þegar kennarinn gekk heim á leið elti morðinginn á og skar hann á háls. Þegar lögregla reyndi að handtakan hann skaut hann úr loftbyssu. Lögreglumenn brugðust við með því að skjóta hann níu sinnum. Ellefu manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið. Darmanin segir að á meðal þeirra sé faðir nemanda við skólann þar sem Paty kenndi og íslamskur aðgerðarsinni sem eru taldir hafa lýst yfir svonefndu fatwa, trúarskoðun, gegn kennaranum. Fjórir aðrir eru sagðir ættingja morðingjans. Morðinginn hafði fengið landvistarleyfi sem flóttamaður til tíu ára í mars, að sögn AP-fréttastofunnar. Þúsundir manna komu saman til að minnast Paty í Frakklandi um helgina og til stendur að heiðra minningu hans á landsvísu á miðvikudag. Emmanuel Macron, forseti, lét hafa eftir sér í gær að íslamistar gætu ekki um frjálst höfuð strokið í Frakklandi.
Frakkland Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20 Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42 Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20
Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42
Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20