Enski boltinn

Ancelotti ánægður með ákvörðun VAR

Ísak Hallmundarson skrifar
Ancelotti var kátur með stigið að leikslokum.
Ancelotti var kátur með stigið að leikslokum. getty/Peter Byrne

Það var boðið upp á dramatík í nágrannaslagnum um Liverpool-borg í gær þegar Everton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli. 

Jordan Henderson virtist vera að tryggja Liverpool öll stigin þrjú í uppbótartíma en myndbandsdómgæslan VAR dæmdi markið ólöglegt vegna rangstöðu Sadio Mané. Rangstaðan var þó ekki augljós og var mikið deilt um þennan dóm á samfélagsmiðlum í gær.

Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, gat ekki séð að um rangstöðu væri að ræða, en Carlo Ancelotti, þjálfari Everton, var annarar skoðunnar.

„Við getum haft ólíka skoðun. Varðandi markið sem var dæmt af í lokin, þá er þetta ákvörðun VAR. Því miður getum við ekki stjórnað þessu og ég skil vel að Klopp hafi verið svekktur út af þessu. Á sama tíma þá var ég mjög glaður!“ sagði Ancelotti um atvikið.

Aðspurður um fyrstu viðbrögð þegar Henderson skoraði sagðist Ancelotti hafa vonast eftir að markið yrði dæmt af.

„„Ég vona að þetta geti verið rangstaða!“ Hugsaði ég. Í hreinskilni fannst mér þetta rangstaða, en ég gat ekki sagt það og dómarinn ekki heldur, en myndbandsdómgæslan hafði fullkomna stjórn á þessu,“ sagði Ítalinn með bros á vör.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×