U-21 árs landsliðsmaðurinn greindist á dönsku landamærunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2020 11:21 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. vísir/egill Leikmaður í U-21 árs landsliði Íslands greindist með kórónuveiruna við komuna til Danmerkur frá Lúxemborg þar sem liðið lék í undankeppni EM á þriðjudaginn. Ísland vann leikinn, 0-2. Norska liðið Strømsgodset greindi frá því í morgun að þeir Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson, sem voru báðir í byrjunarliðinu gegn Lúxemborg, þyrftu að fara í tíu daga sóttkví eftir að hafa í samskiptum við leikmanninn sem greindist með veiruna. Að sögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, er ekki vitað til þess að annar leikmaður U-21 árs landsliðsins sé smitaður. „Þessi leikmaður greindist á dönsku landamærunum. Það eru misjafnar reglur um sóttkví milli landa. Einhverjir eru búnir að fara í skimun og eru að fara að spila um helgina. Eftir því sem við best vitum er þetta einstakt smit,“ sagði Klara við Vísi. „Þetta er með ólíkindum. Ég held að þeir hafi verið prófaðir fjórum sinnum á einni viku meðan þeir voru með landsliðinu en þessi veira er úti um allt.“ Aðeins leikmenn sem leika með erlendum félagsliðum tóku þátt í leiknum í Lúxemborg á þriðjudaginn eins og búið var að ákveða. Að sögn Klöru er starfslið U-21 árs landsliðsins í heimkomusóttkví. Samkvæmt heimildum Vísis þarf einn starfsmaður að fara í venjulega sóttkví þar sem hann var í meiri samskiptum en aðrir við leikmanninn sem smitaðist. Það er þó ekki Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, sem fór strax eftir leikinn í Lúxemborg til Íslands þar sem hann stýrði A-landsliðinu gegn Belgíu daginn eftir. Arnar fór í skimun við komuna til Íslands og kom ekki til móts við íslenska hópinn fyrr en hann hafði fengið neikvæða niðurstöðu úr smitprófi. Starfslið A-landsliðsins þurfti að fara í sóttkví eftir að Þorgrímur Þráinsson greindist með kórónuveiruna og því þurfti að finna nýtt starfslið í flýti fyrir leikinn gegn Belgum. Arnar og Davíð Snorri Jónasson stýrðu íslenska liðinu af hliðarlínunni en þeir Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar A-landsliðsins, voru í glerbúri á Laugardalsvelli. Á upplýsingafundi almannavarna í gær viðurkenndi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að það hefðu verið mistök að veita þeim undanþágu til að geta verið á leiknum. Íslenska U-21 árs landsliðið átti að mæta Ítalíu hér á landi í undankeppni EM síðasta föstudag en leiknum var frestað vegna smita í ítalska hópnum. Ekki er komin ný dagsetning á leikinn. KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Leikmaður í U-21 árs landsliði Íslands greindist með kórónuveiruna við komuna til Danmerkur frá Lúxemborg þar sem liðið lék í undankeppni EM á þriðjudaginn. Ísland vann leikinn, 0-2. Norska liðið Strømsgodset greindi frá því í morgun að þeir Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson, sem voru báðir í byrjunarliðinu gegn Lúxemborg, þyrftu að fara í tíu daga sóttkví eftir að hafa í samskiptum við leikmanninn sem greindist með veiruna. Að sögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, er ekki vitað til þess að annar leikmaður U-21 árs landsliðsins sé smitaður. „Þessi leikmaður greindist á dönsku landamærunum. Það eru misjafnar reglur um sóttkví milli landa. Einhverjir eru búnir að fara í skimun og eru að fara að spila um helgina. Eftir því sem við best vitum er þetta einstakt smit,“ sagði Klara við Vísi. „Þetta er með ólíkindum. Ég held að þeir hafi verið prófaðir fjórum sinnum á einni viku meðan þeir voru með landsliðinu en þessi veira er úti um allt.“ Aðeins leikmenn sem leika með erlendum félagsliðum tóku þátt í leiknum í Lúxemborg á þriðjudaginn eins og búið var að ákveða. Að sögn Klöru er starfslið U-21 árs landsliðsins í heimkomusóttkví. Samkvæmt heimildum Vísis þarf einn starfsmaður að fara í venjulega sóttkví þar sem hann var í meiri samskiptum en aðrir við leikmanninn sem smitaðist. Það er þó ekki Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, sem fór strax eftir leikinn í Lúxemborg til Íslands þar sem hann stýrði A-landsliðinu gegn Belgíu daginn eftir. Arnar fór í skimun við komuna til Íslands og kom ekki til móts við íslenska hópinn fyrr en hann hafði fengið neikvæða niðurstöðu úr smitprófi. Starfslið A-landsliðsins þurfti að fara í sóttkví eftir að Þorgrímur Þráinsson greindist með kórónuveiruna og því þurfti að finna nýtt starfslið í flýti fyrir leikinn gegn Belgum. Arnar og Davíð Snorri Jónasson stýrðu íslenska liðinu af hliðarlínunni en þeir Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar A-landsliðsins, voru í glerbúri á Laugardalsvelli. Á upplýsingafundi almannavarna í gær viðurkenndi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að það hefðu verið mistök að veita þeim undanþágu til að geta verið á leiknum. Íslenska U-21 árs landsliðið átti að mæta Ítalíu hér á landi í undankeppni EM síðasta föstudag en leiknum var frestað vegna smita í ítalska hópnum. Ekki er komin ný dagsetning á leikinn.
KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira