Arnar beint í smitpróf og lögfræðingurinn sér um boltakrakkana Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2020 12:24 Íslenska landsliðið á æfingu á Laugardalsvelli í hádeginu í gær. Eftir æfinguna var allt starfslið landsliðsins sett í sóttkví. VÍSIR/VILHELM Arnar Þór Viðarsson er mættur til landsins frá Lúxemborg þar sem hann stýrði U21-landsliði Íslands til sigurs í gær. Hann mun stýra Íslandi gegn besta landsliði heims, Belgíu, á Laugardalsvelli kl. 18.45 í kvöld. Allir þeir sem venjulega starfa með leikmönnum karlalandsliðsins í fótbolta á leikdegi; Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, aðrir þjálfarar, sjúkraþjálfarar, læknir og fleiri, eru í sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni liðsins. Þessi hópur verður því ekki til taks í kvöld en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sambandið hafa verið við þessu búið og gert lista yfir varamenn í öll störf. Arnar þurfti að flýta sér til landsins og fór í smitpróf vegna kórónuveirunnar snemma í morgun. Reynist sýnið neikvætt verður hann við stjórnvölinn hjá A-landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld, ásamt Davíð Snorra Jónassyni. „Arnar er í vinnusóttkví eins og allt belgíska liðið sem kom í gær, sem og dómararnir og eftirlitsmenn UEFA. Hann má því vera á Laugardalsvelli og við erum með staðfestingu frá yfirvöldum um að þetta sé heimilt. Arnar fór í test snemma í morgun og bíður niðurstöðu þess áður en hann fer inn í hópinn. Það sama á við um alla þá sem eru að koma inn í starfshópinn,“ segir Klara. Excel-skjalið með varamönnum var klárt Landsliðsmennirnir verða því ekki án sjúkraþjálfara eða læknis í kvöld ef á þarf að halda, enda banna alþjóðlegra knattspyrnureglur slíkt: „Við vorum búin að stilla upp Excel-skjali með varamönnum í allar stöður. Ég viðurkenni það þó að hugmyndaflug okkar náði ekki til þess að allur mannskapurinn þyrfti að fara í sóttkví. Við lærum af því.“ Að fjölmörgu öðru er að huga til að landsleikurinn geti farið fram og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið í starfsliði KSÍ, sem ekki eru í sóttkví, komnir í störf sem þeir eru ekki vanir að sinna: „Ég er ekki viss um að það sé þannig hjá mörgum knattspyrnusamböndum í Evrópu að lögfræðingur sambandsins muni sjá um boltakrakkana, dómarastjórinn hafi umsjón með aðalinnganginum og svo framvegis. Það eru allar hendur á dekki.“ Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Segir Belga verða að vinna til að fá úrslitaleik gegn Englendingum Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og belgíska landsliðsins, ræddi við Vísi fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hann segir að Belgar verði að vinna þar sem þeir töpuðu gegn Englandi um helgina. 13. október 2020 23:01 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson er mættur til landsins frá Lúxemborg þar sem hann stýrði U21-landsliði Íslands til sigurs í gær. Hann mun stýra Íslandi gegn besta landsliði heims, Belgíu, á Laugardalsvelli kl. 18.45 í kvöld. Allir þeir sem venjulega starfa með leikmönnum karlalandsliðsins í fótbolta á leikdegi; Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, aðrir þjálfarar, sjúkraþjálfarar, læknir og fleiri, eru í sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni liðsins. Þessi hópur verður því ekki til taks í kvöld en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sambandið hafa verið við þessu búið og gert lista yfir varamenn í öll störf. Arnar þurfti að flýta sér til landsins og fór í smitpróf vegna kórónuveirunnar snemma í morgun. Reynist sýnið neikvætt verður hann við stjórnvölinn hjá A-landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld, ásamt Davíð Snorra Jónassyni. „Arnar er í vinnusóttkví eins og allt belgíska liðið sem kom í gær, sem og dómararnir og eftirlitsmenn UEFA. Hann má því vera á Laugardalsvelli og við erum með staðfestingu frá yfirvöldum um að þetta sé heimilt. Arnar fór í test snemma í morgun og bíður niðurstöðu þess áður en hann fer inn í hópinn. Það sama á við um alla þá sem eru að koma inn í starfshópinn,“ segir Klara. Excel-skjalið með varamönnum var klárt Landsliðsmennirnir verða því ekki án sjúkraþjálfara eða læknis í kvöld ef á þarf að halda, enda banna alþjóðlegra knattspyrnureglur slíkt: „Við vorum búin að stilla upp Excel-skjali með varamönnum í allar stöður. Ég viðurkenni það þó að hugmyndaflug okkar náði ekki til þess að allur mannskapurinn þyrfti að fara í sóttkví. Við lærum af því.“ Að fjölmörgu öðru er að huga til að landsleikurinn geti farið fram og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið í starfsliði KSÍ, sem ekki eru í sóttkví, komnir í störf sem þeir eru ekki vanir að sinna: „Ég er ekki viss um að það sé þannig hjá mörgum knattspyrnusamböndum í Evrópu að lögfræðingur sambandsins muni sjá um boltakrakkana, dómarastjórinn hafi umsjón með aðalinnganginum og svo framvegis. Það eru allar hendur á dekki.“
Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Segir Belga verða að vinna til að fá úrslitaleik gegn Englendingum Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og belgíska landsliðsins, ræddi við Vísi fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hann segir að Belgar verði að vinna þar sem þeir töpuðu gegn Englandi um helgina. 13. október 2020 23:01 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sjá meira
Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07
Segir Belga verða að vinna til að fá úrslitaleik gegn Englendingum Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og belgíska landsliðsins, ræddi við Vísi fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hann segir að Belgar verði að vinna þar sem þeir töpuðu gegn Englandi um helgina. 13. október 2020 23:01
Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40
Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16