Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2020 10:44 Um er að ræða um 1,2 milljón tonn af vatni. EPA/KIMIMASA MAYAMA Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. Síðan þá hefur gífurlegt magn af geislavirku vatni safnast upp en vatn var notrað til að koma í veg fyrir að kjarnaofnar versins bráðnuðu. Til hefur staðið að hleypa vatninu út í Kyrrahafið um nokkuð skeið en heimamenn hafa mótmælt því harðlega. Sjómenn á svæðinu staðhæfa að það muni rústa iðnaði þeirra. Fréttir af þessum deilum bárust einnig í fyrra en nú virðist sem að endanleg ákvörðun hafi verið tekin. Í frétt Reuters segir að búist sé við að ákvörðunin verði tilkynnt seinna í mánuðinum. Í frétt Guardian er vitnað í japanska fjölmiðla um að til standi að byrja að losa vatnið árið 2022 og að það muni taka minnst áratug. Vatninu hefur verið safnað saman í rúmlega þúsund tanka við orkuverið og er um 1,2 milljón tonna að ræða. Þar segir einnig að umhverfisverndarsamtök séu einnig mótfallinn áætluninni. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa sömuleiðis mótmælt henni og segja hana ógna lífríki svæðisins. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin sendi sérfræðinga til Fukushima í apríl. Þeir sögðu að áætlun Japan ætti að ganga upp. Sambærilegum aðferðum væri beitt við kjarnorkuver víðsvegar um heiminn. Forsvarsmenn Tokyo Electric, fyrirtækisins sem rak Fukushima, segja að vatnið verði hreinsað af öllum geislavirkum efnum, nema tritíum. Það er vetnisísótópi sem erfitt er að sía úr vatni og er í senn talið tiltölulega meinlaust. Samkvæmt Reuters er tritíum iðulega í vatni sem veitt er úr kjarnorkuverum. Japan Umhverfismál Tengdar fréttir Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Sjá meira
Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. Síðan þá hefur gífurlegt magn af geislavirku vatni safnast upp en vatn var notrað til að koma í veg fyrir að kjarnaofnar versins bráðnuðu. Til hefur staðið að hleypa vatninu út í Kyrrahafið um nokkuð skeið en heimamenn hafa mótmælt því harðlega. Sjómenn á svæðinu staðhæfa að það muni rústa iðnaði þeirra. Fréttir af þessum deilum bárust einnig í fyrra en nú virðist sem að endanleg ákvörðun hafi verið tekin. Í frétt Reuters segir að búist sé við að ákvörðunin verði tilkynnt seinna í mánuðinum. Í frétt Guardian er vitnað í japanska fjölmiðla um að til standi að byrja að losa vatnið árið 2022 og að það muni taka minnst áratug. Vatninu hefur verið safnað saman í rúmlega þúsund tanka við orkuverið og er um 1,2 milljón tonna að ræða. Þar segir einnig að umhverfisverndarsamtök séu einnig mótfallinn áætluninni. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa sömuleiðis mótmælt henni og segja hana ógna lífríki svæðisins. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin sendi sérfræðinga til Fukushima í apríl. Þeir sögðu að áætlun Japan ætti að ganga upp. Sambærilegum aðferðum væri beitt við kjarnorkuver víðsvegar um heiminn. Forsvarsmenn Tokyo Electric, fyrirtækisins sem rak Fukushima, segja að vatnið verði hreinsað af öllum geislavirkum efnum, nema tritíum. Það er vetnisísótópi sem erfitt er að sía úr vatni og er í senn talið tiltölulega meinlaust. Samkvæmt Reuters er tritíum iðulega í vatni sem veitt er úr kjarnorkuverum.
Japan Umhverfismál Tengdar fréttir Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Sjá meira
Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15