Fleiri auð pláss á bekknum gegn Belgum: „Erum með nægan mannskap“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2020 16:31 Erik Hamrén hlustar á Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, tilkynna landsliðsþjálfurunum að starfsmaður hefði smitast. VÍSIR/VILHELM Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. Erik Hamrén landsliðsþjálfari ræddi við Vísi í hádeginu, áður en að ljóst varð að hann yrði ekki á hliðarlínunni annað kvöld vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni KSÍ sem tengist íslenska hópnum. Ísland mætir Belgíu annað kvöld eftir að hafa tapað 3-0 gegn Danmörku á sunnudag en unnið Rúmeníu 2-1 síðasta fimmtudag í undanúrslitum EM-umspilsins. Óheppilegt að U21-landsliðið skyldi vera á útivelli Aðeins 19 leikmenn verða í íslenska leikmannahópnum en ekki 23 eins og leyfilegt er, að því gefnu að fleiri detti ekki út vegna sóttkvíar. „Það er auðvitað vandamál að U21-landsliðið skuli vera að spila utan landsins [gegn Lúxemborg í dag]. Þar með er erfitt að kippa inn mönnum þaðan, sérstaklega vegna Covid. En við megum bara gera fimm skiptingar og erum með nægan mannskap,“ sagði Hamrén. Hamrén kvaðst hafa haft það í huga fyrir yfirstandandi leikjatörn að hann vildi að sem fæstir leikmannanna yrðu í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjunum. Ísland væri í annarri stöðu en Danmörk og Belgía þar sem að Ísland spilaði þrjá mótsleiki en hin hefðu byrjað törnina á að hvíla menn í vináttulandsleik. Hamrén kvaðst hafa viljað að sem fæstir spiluðu alla þrjá leikina í byrjunarliði. Það væri of mikið leikjaálag. Hann hafi talið best að Jóhann Berg og Gylfi færu heim, samkomulag við Al Arabi varðandi Aron Einar náði bara til leikjanna við Rúmeníu og Danmörku, og fjórir leikmenn eru meiddir. Viðtalið við Hamrén má sjá í heild hér að neðan en hafa ber í huga að það var tekið upp fyrir tíðindi dagsins þess efnis að starfsliðið í kringum landsliðið þyrfti að fara í sóttkví. Klippa: Viðtal við Hamrén um Belgíuleik Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54 Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira
Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. Erik Hamrén landsliðsþjálfari ræddi við Vísi í hádeginu, áður en að ljóst varð að hann yrði ekki á hliðarlínunni annað kvöld vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni KSÍ sem tengist íslenska hópnum. Ísland mætir Belgíu annað kvöld eftir að hafa tapað 3-0 gegn Danmörku á sunnudag en unnið Rúmeníu 2-1 síðasta fimmtudag í undanúrslitum EM-umspilsins. Óheppilegt að U21-landsliðið skyldi vera á útivelli Aðeins 19 leikmenn verða í íslenska leikmannahópnum en ekki 23 eins og leyfilegt er, að því gefnu að fleiri detti ekki út vegna sóttkvíar. „Það er auðvitað vandamál að U21-landsliðið skuli vera að spila utan landsins [gegn Lúxemborg í dag]. Þar með er erfitt að kippa inn mönnum þaðan, sérstaklega vegna Covid. En við megum bara gera fimm skiptingar og erum með nægan mannskap,“ sagði Hamrén. Hamrén kvaðst hafa haft það í huga fyrir yfirstandandi leikjatörn að hann vildi að sem fæstir leikmannanna yrðu í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjunum. Ísland væri í annarri stöðu en Danmörk og Belgía þar sem að Ísland spilaði þrjá mótsleiki en hin hefðu byrjað törnina á að hvíla menn í vináttulandsleik. Hamrén kvaðst hafa viljað að sem fæstir spiluðu alla þrjá leikina í byrjunarliði. Það væri of mikið leikjaálag. Hann hafi talið best að Jóhann Berg og Gylfi færu heim, samkomulag við Al Arabi varðandi Aron Einar náði bara til leikjanna við Rúmeníu og Danmörku, og fjórir leikmenn eru meiddir. Viðtalið við Hamrén má sjá í heild hér að neðan en hafa ber í huga að það var tekið upp fyrir tíðindi dagsins þess efnis að starfsliðið í kringum landsliðið þyrfti að fara í sóttkví. Klippa: Viðtal við Hamrén um Belgíuleik
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54 Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira
Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31
Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54
Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47