Enski boltinn

Lenti upp á kant við Lampard vegna brúðkaups vinar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
N'Golo Kanté dreymir um að fara til Real Madrid.
N'Golo Kanté dreymir um að fara til Real Madrid. getty/Visionhaus

N'Golo Kanté gæti farið frá Chelsea eftir að hafa lent upp á kant við Frank Lampard, knattspyrnustjóra liðsins.

Franskir fjölmiðlar greina frá því að hinn geðgóði Kanté hafi reiðst þegar Lampard leyfði honum ekki að sleppa æfingu til að komast í brúðkaup vinar síns fyrir landsleikjahléið.

Frakkinn vill komast frá Chelsea og helst til Spánarmeistara Real Madrid þar sem landi hans, Zinedine Zidane, er við stjórnvölinn.

Kanté á þrjú ár eftir af samningi sínum við Chelsea. Hann hefur leikið með félaginu frá 2016. Á þeim tíma hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina, ensku bikarkeppnina og Evrópudeildina með Chelsea.

Næsti leikur Chelsea er gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.