Facebook bannar efni sem afneitar helförinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. október 2020 19:20 Mark Zuckerberg er stofnandi, forstjóri og stærsti hluthafi Facebook. Drew Angerer/Getty Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur ákveðið að banna hjá sér deilingar á efni sem inniheldur þá söguskoðun að helförin hafi ekki átt sér stað eða breytir viðteknum söguskoðunum um hana. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins er haft eftir Mark Zuckerberg, stofnanda, forstjóra og stærsta hluthafa Facebook, að hann hafi átt í erfiðleikum með „spennuna“ milli tjáningarfrelsis og banns við slíkum færslum. Hann hafi þó komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri hið rétta í stöðunni. Fyrir tveimur árum sagði Zuckerberg, sem er gyðingur, að færslum sem höfnuðu eða gerðu lítið úr helförinni ætti ekki að eyða sjálfkrafa fyrir að innihalda rangar upplýsingar. Þessi orð forstjórans voru afar umdeild og ollu miklum viðbrögðum. Nú hefur Facebook þó horfið frá þeirri stefnu sem fólust í orðum Zuckerberg. Sjálfur segist hann hafa skipt um skoðun. „Þankagangur minn hefur þróast eftir að ég sá tölfræði sem benti til aukningar í ofbeldi gegn gyðingum. Það hefur stefna okkar um almenna hatursorðræðu einnig gert,“ skrifaði Zuckerberg í opinberri Facebook-færslu. Monika Bicker, varaforseti yfir efnisveitustefnu Facebook, segir að síðar á þessu ári verði búið að búa svo um hnútana hjá samfélagsmiðlinum, að fólki sem leitar að upplýsingum um helförina, eða afneitun hennar, á Facebook, verði vísað á traustar heimildir um málefnið. Facebook Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur ákveðið að banna hjá sér deilingar á efni sem inniheldur þá söguskoðun að helförin hafi ekki átt sér stað eða breytir viðteknum söguskoðunum um hana. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins er haft eftir Mark Zuckerberg, stofnanda, forstjóra og stærsta hluthafa Facebook, að hann hafi átt í erfiðleikum með „spennuna“ milli tjáningarfrelsis og banns við slíkum færslum. Hann hafi þó komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri hið rétta í stöðunni. Fyrir tveimur árum sagði Zuckerberg, sem er gyðingur, að færslum sem höfnuðu eða gerðu lítið úr helförinni ætti ekki að eyða sjálfkrafa fyrir að innihalda rangar upplýsingar. Þessi orð forstjórans voru afar umdeild og ollu miklum viðbrögðum. Nú hefur Facebook þó horfið frá þeirri stefnu sem fólust í orðum Zuckerberg. Sjálfur segist hann hafa skipt um skoðun. „Þankagangur minn hefur þróast eftir að ég sá tölfræði sem benti til aukningar í ofbeldi gegn gyðingum. Það hefur stefna okkar um almenna hatursorðræðu einnig gert,“ skrifaði Zuckerberg í opinberri Facebook-færslu. Monika Bicker, varaforseti yfir efnisveitustefnu Facebook, segir að síðar á þessu ári verði búið að búa svo um hnútana hjá samfélagsmiðlinum, að fólki sem leitar að upplýsingum um helförina, eða afneitun hennar, á Facebook, verði vísað á traustar heimildir um málefnið.
Facebook Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira