Margrét Lára: Of lítil umræða um fjarveru töffarans Fanndísar Friðriksdóttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 11:00 Fanndís Friðriksdóttir hefur orðið Íslandsmeistari með bæði Val og Breiðablik. Hún var með 7 mörk og 10 stoðsendingar í 18 leikjum með Val í Pepsi Max deild kvenna í fyrra. Vísir/Daníel Þór Valskonur féllu á prófinu um síðustu helgi þegar þær töpuðu í annað skiptið í sumar fyrir Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta en Valsliðið skoraði ekki eitt mark í þessum leikjum. Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkum kvenna, þekkir Valsliðið betur en flestir enda var hún fyrirliði þess á síðasta tímabili. Valsliðið er nú svo gott sem búið að missa Íslandsmeistaratitilinn til Breiðabliks eftir tap í toppslag liðanna um síðustu helgi. Margrét Lára Viðarsdóttir benti sérstaklega á einn leikmann sem vantaði í Valsliðið í þessum leikjum og lagði áherslu á mikilvægi hennar. Leikmaðurinn er Fanndís Friðriksdóttir sem fór snemma sumars í barnsburðarleyfi. „Mér finnst umræðan hafa verið alltof lítið um mikilvægi Fanndísar Friðriksdóttur í Valsliðinu. Ég þekki það persónulega því ég hef spilað með henni,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Elín Metta Jensen og Hlín Eiríksdóttir eru langmarkahæstu leikmenn Valsliðsins í sumar en þær fundu sig ekki í báðum leikjunum á móti Blikum. „Í fyrra þá er þetta stelpa sem leggur upp flest mörk í deildinni ásamt Hallberu Guðnýju. Það er gríðarlegur söknuður af henni. Hún er svo mikill töffari að hún mætir í svona leiki og segir: Stelpur sendið á mig og ég skal græja þetta,“ sagði Margrét Lára og tók dæmi frá því í sigri Valsliðsins í deildinni í fyrra þar sem Val endaði með tveimur stigum meira en Breiðablik. „Hún er ekkert hrædd og það er enginn ótti í henni. Það sýndi sig líka í fyrra því hún skorar mikilvægt mark fyrir okkur á Kópavogsvelli og hún skilur líka á milli þegar við unnum Þór/KA 1-0 fyrir norðan. Hún er svona leikmaður sem tekur svolítið svona leiki og er svona ‚matchwinner' eins og maður segir á enskunni,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eins og má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Margrét Lára segir að Valsliðið sakni Fanndísar Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Valskonur féllu á prófinu um síðustu helgi þegar þær töpuðu í annað skiptið í sumar fyrir Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta en Valsliðið skoraði ekki eitt mark í þessum leikjum. Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkum kvenna, þekkir Valsliðið betur en flestir enda var hún fyrirliði þess á síðasta tímabili. Valsliðið er nú svo gott sem búið að missa Íslandsmeistaratitilinn til Breiðabliks eftir tap í toppslag liðanna um síðustu helgi. Margrét Lára Viðarsdóttir benti sérstaklega á einn leikmann sem vantaði í Valsliðið í þessum leikjum og lagði áherslu á mikilvægi hennar. Leikmaðurinn er Fanndís Friðriksdóttir sem fór snemma sumars í barnsburðarleyfi. „Mér finnst umræðan hafa verið alltof lítið um mikilvægi Fanndísar Friðriksdóttur í Valsliðinu. Ég þekki það persónulega því ég hef spilað með henni,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Elín Metta Jensen og Hlín Eiríksdóttir eru langmarkahæstu leikmenn Valsliðsins í sumar en þær fundu sig ekki í báðum leikjunum á móti Blikum. „Í fyrra þá er þetta stelpa sem leggur upp flest mörk í deildinni ásamt Hallberu Guðnýju. Það er gríðarlegur söknuður af henni. Hún er svo mikill töffari að hún mætir í svona leiki og segir: Stelpur sendið á mig og ég skal græja þetta,“ sagði Margrét Lára og tók dæmi frá því í sigri Valsliðsins í deildinni í fyrra þar sem Val endaði með tveimur stigum meira en Breiðablik. „Hún er ekkert hrædd og það er enginn ótti í henni. Það sýndi sig líka í fyrra því hún skorar mikilvægt mark fyrir okkur á Kópavogsvelli og hún skilur líka á milli þegar við unnum Þór/KA 1-0 fyrir norðan. Hún er svona leikmaður sem tekur svolítið svona leiki og er svona ‚matchwinner' eins og maður segir á enskunni,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eins og má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Margrét Lára segir að Valsliðið sakni Fanndísar
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira