Man United keypti engan leikmann af óskalista Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 09:30 Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, á hliðarlínunni í 6-1 tapinu á móti Tottenham. Getty/Alex Livesey Manchester United sótti sér nokkra nýja leikmenn í þessum glugga en það voru þó ekki leikmennirnir sem knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær vildi helst frá. ESPN slær því upp að Manchester United hafi ekki keypt neinn leikmann af óskalista Norðmannsins. Á lokadegi félagsskiptagluggans þá náði Manchester United í leikmennina Edinson Cavani, Alex Telles, Amad Traore og Facundo Pellistri. Félagið hafði áður eytt 40 milljónum punda í Ajax leikmanninn Donny van de Beek í byrjun september. Heimildir ESPN herma að Solskjær hafi verið búinn að setja fram óskalista um nýja leikmenn í sumar. Enginn af þeim er orðinn leikmaður Manchester United í dag. Man United failed to sign any of manager Ole Gunnar Solskjaer's priority targets during the summer transfer window, sources have told @MarkOgden_ pic.twitter.com/UdTKHGZ4u3— ESPN FC (@ESPNFC) October 7, 2020 Þetta eru meðal annars Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund, miðjumaðurinn Jack Grealish hjá Aston Villa og svo miðverðirnir Dayot Upamecano hjá RB Leipzig og Nathan Ake hjá Bournemouth. Solskjær vildi fá annan þeirra við hlið Harry Maguire í miðja vörn Manchester United liðsins. Það fylgir þó sögunni að yfirmenn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United ráðfærðu sig við knattspyrnustjórann um kaupin á nýjum leikmönnum og hann gaf grænt ljós á þau öll. Það sést samt kannski á hversu lítið hann hefur notað Donny van de Beek í upphafi tímabilsins að Solskjær hefur verið spenntari fyrir leikmanni. Dortmund vildi frá 108 milljónir punda fyrir Jadon Sancho og Aston Villa vildi frá 80 milljónir punda fyrir Jack Grealish. Það þótti Manchester United vera of hátt að viðbættum greiðslum til umboðsmanna og hárra launagreiðslna. Manchester City keypti síðan Nathan Ake fyrir 41 milljón pund snemma í ágúst og Dayot Upamecano skrifaði undir nýjan samning við RB Leipzig. Manchester United hafði líka áhuga á því að fá Thiago Alcantara en Liverpool endaði á að kaupa spænska miðjumanninn á 20 milljónir punda. Það má heldur ekki gleyma að Solskjær fékk ekki Erling Braut Håland í janúar. United fékk í staðinn Odion Ighalo á láni frá Kína. Bestu kaup ársins voru þó á portúgalska miðjumanninum Bruno Fernandes sem hefur staðið sig frábærlega sem leikmaður Manchester United. Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Sjá meira
Manchester United sótti sér nokkra nýja leikmenn í þessum glugga en það voru þó ekki leikmennirnir sem knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær vildi helst frá. ESPN slær því upp að Manchester United hafi ekki keypt neinn leikmann af óskalista Norðmannsins. Á lokadegi félagsskiptagluggans þá náði Manchester United í leikmennina Edinson Cavani, Alex Telles, Amad Traore og Facundo Pellistri. Félagið hafði áður eytt 40 milljónum punda í Ajax leikmanninn Donny van de Beek í byrjun september. Heimildir ESPN herma að Solskjær hafi verið búinn að setja fram óskalista um nýja leikmenn í sumar. Enginn af þeim er orðinn leikmaður Manchester United í dag. Man United failed to sign any of manager Ole Gunnar Solskjaer's priority targets during the summer transfer window, sources have told @MarkOgden_ pic.twitter.com/UdTKHGZ4u3— ESPN FC (@ESPNFC) October 7, 2020 Þetta eru meðal annars Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund, miðjumaðurinn Jack Grealish hjá Aston Villa og svo miðverðirnir Dayot Upamecano hjá RB Leipzig og Nathan Ake hjá Bournemouth. Solskjær vildi fá annan þeirra við hlið Harry Maguire í miðja vörn Manchester United liðsins. Það fylgir þó sögunni að yfirmenn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United ráðfærðu sig við knattspyrnustjórann um kaupin á nýjum leikmönnum og hann gaf grænt ljós á þau öll. Það sést samt kannski á hversu lítið hann hefur notað Donny van de Beek í upphafi tímabilsins að Solskjær hefur verið spenntari fyrir leikmanni. Dortmund vildi frá 108 milljónir punda fyrir Jadon Sancho og Aston Villa vildi frá 80 milljónir punda fyrir Jack Grealish. Það þótti Manchester United vera of hátt að viðbættum greiðslum til umboðsmanna og hárra launagreiðslna. Manchester City keypti síðan Nathan Ake fyrir 41 milljón pund snemma í ágúst og Dayot Upamecano skrifaði undir nýjan samning við RB Leipzig. Manchester United hafði líka áhuga á því að fá Thiago Alcantara en Liverpool endaði á að kaupa spænska miðjumanninn á 20 milljónir punda. Það má heldur ekki gleyma að Solskjær fékk ekki Erling Braut Håland í janúar. United fékk í staðinn Odion Ighalo á láni frá Kína. Bestu kaup ársins voru þó á portúgalska miðjumanninum Bruno Fernandes sem hefur staðið sig frábærlega sem leikmaður Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Sjá meira