Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 7. október 2020 07:00 Frá viðburðinum í Rósagarðinum 26. september. Fjöldi manns kom þar saman vegna tilnefningar Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara og er talið að rekja megi hópsmitið í Hvíta húsinu til viðburðarins. Getty/Jabin Botsford Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. Miller hafði verið í sóttkví síðustu fimm daga og er nú kominn í einangrun. Hann sagði í yfirlýsingu að hann hefði greinst neikvæður alla daga allt þar til í gær. Eiginkona hans, Katie Miller, sem starfar sem talskona Mike Pence, varaforseta, greindist með veiruna í maí en náði sér. Nú lætur nærri að um tuttugu manns sem starfa í Hvíta húsinu að jafnaði séu smitaðir af veirunni. Leiddar eru líkur að því að athöfn sem haldin var í Rósagarðinum svokallaða þann 26. september hafi orsakað hópsmitið. Athöfnin var haldin til þess að kynna val Trumps á Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara. Þá virðist sem smit sé einnig komið upp hjá æðstu hershöfðingjum Bandaríkjahers og strandgæslunnar, en Charles Ray, aðmíráll og næst æðsti stjórnandi strandgæslunnar er smitaður. Fjöldi háttsettra hermanna er því kominn í sóttkví, þar á meðal nær allt herforingjaráðið svokallaða og þar á meðal formaður þess, en þeir hittu Ray aðmírál á fundi í síðustu viku. Segir að kappræðurnar ættu ekki að fara fram ef Trump er enn smitaður Fimm dagar eru síðan Trump tilkynnti að hann og Melania Trump, eiginkona hans væru smituð af kórónuveirunni. Trump lagðist inn á sjúkrahús daginn eftir en var útskrifaður á mánudag. Hann hefur sagt að honum líði vel og að hann hlakki til næstu kappræðna við Joe Biden, frambjóðanda Demókrata í forsetakosningunum, sem ættu að vera þann 15. október næstkomandi í Flórída. Biden segir aftur á móti að kappræðurnar ættu ekki að fara fram ef Trump verður enn smitaður af kórónuveirunni. Hann segir það ekki við hæfi að halda kappræðurnar í slíkum skugga auk þess sem það gefi slæm skilaboð út í samfélagið ef stjórnmálamenn fari ekki eftir samskiptareglum í faraldrinum, en Trump ætti að vera í einangrun ef hann er enn smitaður af veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. Miller hafði verið í sóttkví síðustu fimm daga og er nú kominn í einangrun. Hann sagði í yfirlýsingu að hann hefði greinst neikvæður alla daga allt þar til í gær. Eiginkona hans, Katie Miller, sem starfar sem talskona Mike Pence, varaforseta, greindist með veiruna í maí en náði sér. Nú lætur nærri að um tuttugu manns sem starfa í Hvíta húsinu að jafnaði séu smitaðir af veirunni. Leiddar eru líkur að því að athöfn sem haldin var í Rósagarðinum svokallaða þann 26. september hafi orsakað hópsmitið. Athöfnin var haldin til þess að kynna val Trumps á Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara. Þá virðist sem smit sé einnig komið upp hjá æðstu hershöfðingjum Bandaríkjahers og strandgæslunnar, en Charles Ray, aðmíráll og næst æðsti stjórnandi strandgæslunnar er smitaður. Fjöldi háttsettra hermanna er því kominn í sóttkví, þar á meðal nær allt herforingjaráðið svokallaða og þar á meðal formaður þess, en þeir hittu Ray aðmírál á fundi í síðustu viku. Segir að kappræðurnar ættu ekki að fara fram ef Trump er enn smitaður Fimm dagar eru síðan Trump tilkynnti að hann og Melania Trump, eiginkona hans væru smituð af kórónuveirunni. Trump lagðist inn á sjúkrahús daginn eftir en var útskrifaður á mánudag. Hann hefur sagt að honum líði vel og að hann hlakki til næstu kappræðna við Joe Biden, frambjóðanda Demókrata í forsetakosningunum, sem ættu að vera þann 15. október næstkomandi í Flórída. Biden segir aftur á móti að kappræðurnar ættu ekki að fara fram ef Trump verður enn smitaður af kórónuveirunni. Hann segir það ekki við hæfi að halda kappræðurnar í slíkum skugga auk þess sem það gefi slæm skilaboð út í samfélagið ef stjórnmálamenn fari ekki eftir samskiptareglum í faraldrinum, en Trump ætti að vera í einangrun ef hann er enn smitaður af veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“