Blaðafulltrúi Hvíta hússins bætist í hóp smitaðra Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2020 16:02 McEnany ræddi grímulaus við blaðamenn við Hvíta húsið í gær. Hún er nú smituð af veirunni. AP/Jacquelyn Martin Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, er smituð af kórónuveirunni og bætist í stækkandi hóp starfsmanna Hvíta hússins sem er nú í sóttkví. McEnany hefur rætt grímulaus við blaðamenn undanfarna daga eftir að Donald Trump forseti greindist smitaður seint á fimmtudagskvöld. Í yfirlýsingu sem McEnany sendi frá sér í dag sagðist hún ekki finna fyrir neinum einkennum. Hún væri farin í sóttkví en ætlaði sér að halda áfram að vinna. Eftir að Trump greindist frá því að hann og eiginkona hans væru smituð af veirunni aðfaranótt föstudags hefur fjöldi starfsmanna Hvíta hússins og fleiri repúblikana greinst smitaður. Margir þeirra áttu það sameiginlegt að hafa verið á viðburði í Hvíta húsinu til að fagna Amy Coney Barret, hæstaréttardómaraefni Trump, á laugardag fyrir rúmri viku. McEnany hélt áfram að stýra blaðamannafundum í Hvíta húsinu eftir að smitin byrjuðu að greinast á meðal starfsmanna þar. AP-fréttastofan hefur eftir McEnany að enginn blaðamannanna hafi verið nógu lengi nálægt henni til að teljast útsettur fyrir smiti. Að minnsta kosti þrír blaðamenn hafa greinst smitaðir af veirunni síðustu daga. Washington Post hefur eftir Michael Shear, blaðamanni New York Times, að enginn frá Hvíta húsinu hafi sett sig í samband við hann um smitrakningu. Fréttir af heilsu Trump sjálfs hafa verið misvísandi um helgina. Honum var gefið súrefni og sterar þrátt fyrir að læknar hans hafi reynt að draga upp bjartsýna mynd af stöðunni á laugardag og sunnudag. Þeir sögðu í gær að forsetinn yrði mögulega útskrifaður af Walter Reed-sjúkrahúsinu þar sem hann hefur dvalið frá því á föstudag í dag. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði Fox-sjónvarpsstöðinni í morgun að forsetinn væri á batavegi og tilbúinn að hefja störf að nýju. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Leyniþjónustan ósátt við að Trump stefndi heilsu lífvarða í hættu Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að láta tvo lífverði frá leyniþjónustunni aka með sig fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur til að hann gæti heilsað stuðningsmönnum sínum þrátt fyrir að hann sé smitaður af kórónuveirunni hefur vakið furðu og fordæmingu leyniþjónustunnar og lækna. 5. október 2020 12:52 Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59 Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, er smituð af kórónuveirunni og bætist í stækkandi hóp starfsmanna Hvíta hússins sem er nú í sóttkví. McEnany hefur rætt grímulaus við blaðamenn undanfarna daga eftir að Donald Trump forseti greindist smitaður seint á fimmtudagskvöld. Í yfirlýsingu sem McEnany sendi frá sér í dag sagðist hún ekki finna fyrir neinum einkennum. Hún væri farin í sóttkví en ætlaði sér að halda áfram að vinna. Eftir að Trump greindist frá því að hann og eiginkona hans væru smituð af veirunni aðfaranótt föstudags hefur fjöldi starfsmanna Hvíta hússins og fleiri repúblikana greinst smitaður. Margir þeirra áttu það sameiginlegt að hafa verið á viðburði í Hvíta húsinu til að fagna Amy Coney Barret, hæstaréttardómaraefni Trump, á laugardag fyrir rúmri viku. McEnany hélt áfram að stýra blaðamannafundum í Hvíta húsinu eftir að smitin byrjuðu að greinast á meðal starfsmanna þar. AP-fréttastofan hefur eftir McEnany að enginn blaðamannanna hafi verið nógu lengi nálægt henni til að teljast útsettur fyrir smiti. Að minnsta kosti þrír blaðamenn hafa greinst smitaðir af veirunni síðustu daga. Washington Post hefur eftir Michael Shear, blaðamanni New York Times, að enginn frá Hvíta húsinu hafi sett sig í samband við hann um smitrakningu. Fréttir af heilsu Trump sjálfs hafa verið misvísandi um helgina. Honum var gefið súrefni og sterar þrátt fyrir að læknar hans hafi reynt að draga upp bjartsýna mynd af stöðunni á laugardag og sunnudag. Þeir sögðu í gær að forsetinn yrði mögulega útskrifaður af Walter Reed-sjúkrahúsinu þar sem hann hefur dvalið frá því á föstudag í dag. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði Fox-sjónvarpsstöðinni í morgun að forsetinn væri á batavegi og tilbúinn að hefja störf að nýju. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Leyniþjónustan ósátt við að Trump stefndi heilsu lífvarða í hættu Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að láta tvo lífverði frá leyniþjónustunni aka með sig fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur til að hann gæti heilsað stuðningsmönnum sínum þrátt fyrir að hann sé smitaður af kórónuveirunni hefur vakið furðu og fordæmingu leyniþjónustunnar og lækna. 5. október 2020 12:52 Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59 Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Leyniþjónustan ósátt við að Trump stefndi heilsu lífvarða í hættu Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að láta tvo lífverði frá leyniþjónustunni aka með sig fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur til að hann gæti heilsað stuðningsmönnum sínum þrátt fyrir að hann sé smitaður af kórónuveirunni hefur vakið furðu og fordæmingu leyniþjónustunnar og lækna. 5. október 2020 12:52
Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59
Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46