Íslenski boltinn

Fót­boltinn heldur á­fram að rúlla en í­þróttir innan­dyra ekki heimilaðar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Stjörnunnar og FH á dögunum.
Úr leik Stjörnunnar og FH á dögunum. vísir/bára

Íþróttir utandyra verða áfram heimilaðar þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en tillögurnar taka gildi á morgun, sjöunda október.

Flestir bjuggust við því að fótboltinn og aðrar íþróttagreinar utandyra yrðu settar á ís en í frétt Stjórnarráðsins segir að þær verða áfram heimilaðar.

„Íþróttir utandyra eru heimilar en áhorfendur á íþróttaviðburðum utandyra skulu ekki vera fleiri en 20 í hverju rými. Áhorfendur skulu bera grímu og sitja í merktum sætum,“ segir í fréttinni.

Því er ljóst að komandi landsleikir fara fram og ljóst er að KSÍ þarf ekki að stöðva Íslandsmótið í neinum deildum. Æfingar geta einnig haldið áfram.

Íþróttir innandyrra verða þó ekki heimilaðar og því þurfa sérsamböndin þar að setja sín mót á pásu, næstu vikurnar að minnsta kosti.

„Líkamsrækt, íþróttastarf og sambærileg starfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu á milli fólks eða mikilli nálægð, eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er óheimil innandyra.“

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×