Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2020 13:50 Breiðablik fær Evrópusæti en KR missir af möguleikanum á að komast upp í 4. sæti í Pepsi Max-deildinni, eða vinna Mjólkurbikarinn, ef ekki verður spilað meira á leiktíðinni. VÍSIR/BÁRA Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. Íþróttafélög hafa verið hvött til að gera hlé á æfingum og keppni vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn KSÍ bíður eftir frekari tilmælum og hefur ekki frestað leikjum enn sem komið er. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna kl. 15 í dag sem sýndur verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Samkvæmt sérstökum Covid-reglum KSÍ verður ekki hægt að spila á Íslandsmótinu 2020 lengur en til 1. desember. Niðurstaðan þá mun gilda, þar sem 2/3 af leikjum hafa verið spilaðir í öllum deildum. Sá áfangi náðist fyrir tveimur vikum. Horft verður til meðalfjölda stiga í leik til að ákveða hvar hvaða lið endar, verði ekki öllum leikjum lokið. Ónákvæmt orðalag í tilviki Leiknis og Fram Lokastaðan verður því sem næst sú sama í Pepsi Max-deild karla og hún er núna, ef ekki verður spilað meira. Valur verður meistari og FH í 2. sæti, en Stjarnan færist upp fyrir Breiðablik í 3. sæti. Blikar yrðu samt sem áður fjórða liðið til að fá Evrópusæti, þar sem bikarmeistarar verða ekki krýndir nema að það takist að klára undanúrslit og úrslitaleikinn. Covid-staðan í Pepsi Max deild karla 1 Valur 2,44 2 FH 2,00 3 Stjarnan 1,82 4 Breiðablik 1,72 5 KR 1,65 6 Fylkir 1,56 7 KA 1,17 8 ÍA 1,17 9 HK 1,11 10 Víkingur R. 0,94 11 Grótta 0,44 12 Fjölnir 0,33 Ekki þarf meistaragráðu í stærðfræði til að sjá að Grótta og Fjölnir falla. Í þeirra stað kæmu Keflavík og væntanlega Leiknir R. úr Lengjudeildinni. Leiknismenn eru reyndar jafnir Fram að stigum, þegar tvær umferðir eru eftir í Lengjudeildinni, en með betri markatölu. Reglugerð KSÍ er ónákvæm hvað þetta varðar en þar er aðeins talað um að meðalfjöldi stiga ráði lokastöðu, en ekkert minnst á markatölu. Að sama skapi eru Þróttur R., Magni og Leiknir F. jöfn að stigum neðst í Lengjudeild karla, en Þróttur með bestu markatöluna og ætti því að halda sér uppi. Einu marki munar á Þrótti og Magna. FH og KR niður í Lengjudeild Breiðablik er tveimur stigum fyrir ofan Val og með leik til góða í Pepsi Max-deild kvenna, og því öruggur Íslandsmeistari ef ekki verður meira spilað. Valur er öruggur um 2. sæti en Fylkir færi upp fyrir Selfoss í bronssætið ef ekki verður meira spilað. Covid-staðan í Pepsi Max-deild kvenna 1 Breiðablik 2,80 2 Valur 2,50 3 Fylkir 1,40 4 Selfoss 1,38 5 Þróttur R. 1,13 6 Stjarnan 1,13 7 Þór/KA 1,13 8 ÍBV 1,06 9 FH 1,00 10 KR 0,71 FH og KR falla, ef ekki verður meira spilað í Pepsi Max-deildinni, en liðin eru neðst þegar tvær umferðir eru eftir. KR á reyndar tvo leiki til góða, eftir að hafa þrisvar farið í sóttkví í sumar, en er aðeins með 10 stig, sjö stigum frá næsta örugga sæti. Tindastóll og Keflavík hafa tryggt sér efstu tvö sætin í Lengjudeildinni og þar með sæti í Pepsi Max-deildinni. Fjölnir og Völsungur eru fallin úr Lengjudeild kvenna. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Valur Breiðablik Tengdar fréttir Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57 Íslandsmeistarar verða krýndir Nú er búið að spila nógu marga leiki í Pepsi Max-deildum karla og kvenna til þess að Íslandsmeistarar í fótbolta verði krýndir í ár. 25. september 2020 13:30 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. Íþróttafélög hafa verið hvött til að gera hlé á æfingum og keppni vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn KSÍ bíður eftir frekari tilmælum og hefur ekki frestað leikjum enn sem komið er. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna kl. 15 í dag sem sýndur verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Samkvæmt sérstökum Covid-reglum KSÍ verður ekki hægt að spila á Íslandsmótinu 2020 lengur en til 1. desember. Niðurstaðan þá mun gilda, þar sem 2/3 af leikjum hafa verið spilaðir í öllum deildum. Sá áfangi náðist fyrir tveimur vikum. Horft verður til meðalfjölda stiga í leik til að ákveða hvar hvaða lið endar, verði ekki öllum leikjum lokið. Ónákvæmt orðalag í tilviki Leiknis og Fram Lokastaðan verður því sem næst sú sama í Pepsi Max-deild karla og hún er núna, ef ekki verður spilað meira. Valur verður meistari og FH í 2. sæti, en Stjarnan færist upp fyrir Breiðablik í 3. sæti. Blikar yrðu samt sem áður fjórða liðið til að fá Evrópusæti, þar sem bikarmeistarar verða ekki krýndir nema að það takist að klára undanúrslit og úrslitaleikinn. Covid-staðan í Pepsi Max deild karla 1 Valur 2,44 2 FH 2,00 3 Stjarnan 1,82 4 Breiðablik 1,72 5 KR 1,65 6 Fylkir 1,56 7 KA 1,17 8 ÍA 1,17 9 HK 1,11 10 Víkingur R. 0,94 11 Grótta 0,44 12 Fjölnir 0,33 Ekki þarf meistaragráðu í stærðfræði til að sjá að Grótta og Fjölnir falla. Í þeirra stað kæmu Keflavík og væntanlega Leiknir R. úr Lengjudeildinni. Leiknismenn eru reyndar jafnir Fram að stigum, þegar tvær umferðir eru eftir í Lengjudeildinni, en með betri markatölu. Reglugerð KSÍ er ónákvæm hvað þetta varðar en þar er aðeins talað um að meðalfjöldi stiga ráði lokastöðu, en ekkert minnst á markatölu. Að sama skapi eru Þróttur R., Magni og Leiknir F. jöfn að stigum neðst í Lengjudeild karla, en Þróttur með bestu markatöluna og ætti því að halda sér uppi. Einu marki munar á Þrótti og Magna. FH og KR niður í Lengjudeild Breiðablik er tveimur stigum fyrir ofan Val og með leik til góða í Pepsi Max-deild kvenna, og því öruggur Íslandsmeistari ef ekki verður meira spilað. Valur er öruggur um 2. sæti en Fylkir færi upp fyrir Selfoss í bronssætið ef ekki verður meira spilað. Covid-staðan í Pepsi Max-deild kvenna 1 Breiðablik 2,80 2 Valur 2,50 3 Fylkir 1,40 4 Selfoss 1,38 5 Þróttur R. 1,13 6 Stjarnan 1,13 7 Þór/KA 1,13 8 ÍBV 1,06 9 FH 1,00 10 KR 0,71 FH og KR falla, ef ekki verður meira spilað í Pepsi Max-deildinni, en liðin eru neðst þegar tvær umferðir eru eftir. KR á reyndar tvo leiki til góða, eftir að hafa þrisvar farið í sóttkví í sumar, en er aðeins með 10 stig, sjö stigum frá næsta örugga sæti. Tindastóll og Keflavík hafa tryggt sér efstu tvö sætin í Lengjudeildinni og þar með sæti í Pepsi Max-deildinni. Fjölnir og Völsungur eru fallin úr Lengjudeild kvenna.
Covid-staðan í Pepsi Max deild karla 1 Valur 2,44 2 FH 2,00 3 Stjarnan 1,82 4 Breiðablik 1,72 5 KR 1,65 6 Fylkir 1,56 7 KA 1,17 8 ÍA 1,17 9 HK 1,11 10 Víkingur R. 0,94 11 Grótta 0,44 12 Fjölnir 0,33
Covid-staðan í Pepsi Max-deild kvenna 1 Breiðablik 2,80 2 Valur 2,50 3 Fylkir 1,40 4 Selfoss 1,38 5 Þróttur R. 1,13 6 Stjarnan 1,13 7 Þór/KA 1,13 8 ÍBV 1,06 9 FH 1,00 10 KR 0,71
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Valur Breiðablik Tengdar fréttir Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57 Íslandsmeistarar verða krýndir Nú er búið að spila nógu marga leiki í Pepsi Max-deildum karla og kvenna til þess að Íslandsmeistarar í fótbolta verði krýndir í ár. 25. september 2020 13:30 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57
Íslandsmeistarar verða krýndir Nú er búið að spila nógu marga leiki í Pepsi Max-deildum karla og kvenna til þess að Íslandsmeistarar í fótbolta verði krýndir í ár. 25. september 2020 13:30
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki