Sport

Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik í Olís-deild karla í handbolta.
Úr leik í Olís-deild karla í handbolta. vísir/hulda margrét

Íþróttafélög eru hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá eru íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu hvött til þess að fresta öllum keppnisferðum út á land.

Þetta er hluti af hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.

Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fresta fjölliðamótum sem áttu að fara fram um næstu helgi sem og Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins vegna nýjustu fregna af útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.

Fjölliðamótum og hæfileikamótun frestað Í ljósi frétta af Covid-19 faraldrinum hefur HSÍ ákveðið að fresta...

Posted by HSÍ - Handknattleikssamband Íslands on Tuesday, October 6, 2020

Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 15 í dag. Fundurinn verður að venju í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×