Evrópuþingið greiðir atkvæði um metnaðarfyllri loftslagsmarkmið Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 11:18 Salur Evrópuþingsins í Brussel. Vísir/EPA Óljóst er um afdrif frumvarps um að gera loftslagsmarkmið Evrópusambandsins lagalega bindandi í atkvæðagreiðslu sem verður haldin í Evrópuþinginu í kvöld. Helst er deilt um nýtt og metnaðarfyllra markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda næsta áratuginn. Tillaga framkvæmdastjórnar ESB er að draga úr losun aðildarríkjanna um að minnsta kosti 55% fyrir árið 2030. Núverandi markmið er 40% samdráttur miðað við losun árið 1990 en hertra aðgerða er þörf ef sambandið ætlar sér að ná markmiði um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Til að auka samdráttinn í losun þarf að setja harðari reglur um útblástur bifreiða og leggja hærra kolefnisgjald á iðnað og flugfélög. Ísland tekur þátt í sameiginlegu viðskiptakerfi sambandsins um losunarheimildir í iðnaði. Umhverfisnefnd Evrópuþingsins samþykkti enn metnaðarfyllri samdrátt upp á 60% í síðasta mánuði. Reuters-fréttastofan segir að rétt tæplega helmingur þingheims hafi heitið því að styðja frumvarp um það í dag. „Ég held að við höfum sögulegt tækifæri til þess að færa loftslagsstefnuna upp á hærra stig,“ segir Jytte Guteland, Evrópuþingmaður frá Svíþjóð sem er í forsvari fyrir metnaðarfyllri tillöguna. Íhaldsmenn á Evrópuþinginu ætla sér þó að styðja frumvarp um 55% samdrátt. Þeir telja of djarft að stefna að 60% samdrætti næsta áratuginn. Peter Liese, þýskur Evrópuþingmaður frá Evrópska þjóðarflokknum (EPP), segist bjartsýnn á að frumvarp hans flokks nái fram að ganga. Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Óljóst er um afdrif frumvarps um að gera loftslagsmarkmið Evrópusambandsins lagalega bindandi í atkvæðagreiðslu sem verður haldin í Evrópuþinginu í kvöld. Helst er deilt um nýtt og metnaðarfyllra markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda næsta áratuginn. Tillaga framkvæmdastjórnar ESB er að draga úr losun aðildarríkjanna um að minnsta kosti 55% fyrir árið 2030. Núverandi markmið er 40% samdráttur miðað við losun árið 1990 en hertra aðgerða er þörf ef sambandið ætlar sér að ná markmiði um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Til að auka samdráttinn í losun þarf að setja harðari reglur um útblástur bifreiða og leggja hærra kolefnisgjald á iðnað og flugfélög. Ísland tekur þátt í sameiginlegu viðskiptakerfi sambandsins um losunarheimildir í iðnaði. Umhverfisnefnd Evrópuþingsins samþykkti enn metnaðarfyllri samdrátt upp á 60% í síðasta mánuði. Reuters-fréttastofan segir að rétt tæplega helmingur þingheims hafi heitið því að styðja frumvarp um það í dag. „Ég held að við höfum sögulegt tækifæri til þess að færa loftslagsstefnuna upp á hærra stig,“ segir Jytte Guteland, Evrópuþingmaður frá Svíþjóð sem er í forsvari fyrir metnaðarfyllri tillöguna. Íhaldsmenn á Evrópuþinginu ætla sér þó að styðja frumvarp um 55% samdrátt. Þeir telja of djarft að stefna að 60% samdrætti næsta áratuginn. Peter Liese, þýskur Evrópuþingmaður frá Evrópska þjóðarflokknum (EPP), segist bjartsýnn á að frumvarp hans flokks nái fram að ganga.
Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23