Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2020 22:23 Orsök hnattrænnar hlýnunar er stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum frá iðnbyltingu, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Hlýnunin nemur þegar um einni gráðu frá upphafi iðnbyltingarinnar. Miðað við núverandi losun gæti hlýnun náð allt að 4-5°C fyrir lok aldarinnar. AP/Michael Probst Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. Aðalmarkmiðið sem ríki heims sömdu um í París árið 2015 var að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nægilega til að hnattræn hlýnun yrði ekki meiri en tvær gráður á þessari öld. Láglend Kyrrahafsríki sem standa frammi fyrir aðsteðjandi hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávars komu því hins vegar til leiðar að kveðið var á um að stefnt skyldi að því að takmarka hlýnunina við 1,5°C ef þess væri nokkur kostur. Nú segir WMO að fimmtungslíkur séu á því að farið verði fram úr þessu metnaðarfyllra markmiði að minnsta kosti eitt ár á milli 2020 og 2024. Meðalhiti jarðar er nú þegar um einni gráðu hærri en frá 1850 til 1900 vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. „Þetta sýnir hversu nálægt við erum því sem Parísarsamkomulagið reynir að koma í veg fyrir,“ segir Maxx Dilley, forstöðumaður loftslagsmála hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni. Um 70% líkur eru sagðar á að hlýnunin nái 1,5°C í að minnsta kosti einn mánuð á næstu fimm árum. Stofnunin spáir því að meðalhiti næstu ára verði á bilinu 0,91 til 1,59 gráðum hærri en fyrir iðnbyltingu, að sögn AP-fréttastofunnar. Spáin byggir á loftslagslíkönunum sem breska veðurstofan hefur haldið utan um og hafa gefið góða raun í að segja fyrir um breytingar á loftslagi jarðar. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist verulega saman vegna rasakana á mannlegu samfélagi í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Ekki er tekið tillit til áhrifa þess samdráttar í loftslagslíkönunum en sérfræðingar telja að hann verði skammlífur og áhrif hans hverfandi til lengri tíma litið. Dilley útilokar ekki algerlega að ríki heims nái markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 eða 2°C fyrir lok aldarinnar. Allar tafir á aðgerðum þýði aftur á móti að minni tími sé til stefnu að snúa þróuninni við og takmarka hlýnunina. Vísindamenn vara við því að hnattrænni hlýnun fylgi öfgakenndara veðurfar, versnandi hitabylgjur, þurrkar og flóð. Þá eru mannabyggðir við strendur í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar sem er tilkomin af völdum bráðnunar íss á landi og varmaútþenslu. Loftslagsmál Vísindi Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Styrkur koltvísýrings í nýjum hæðum þrátt fyrir samdrátt vegna faraldursins Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. 6. júní 2020 10:38 Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira
Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. Aðalmarkmiðið sem ríki heims sömdu um í París árið 2015 var að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nægilega til að hnattræn hlýnun yrði ekki meiri en tvær gráður á þessari öld. Láglend Kyrrahafsríki sem standa frammi fyrir aðsteðjandi hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávars komu því hins vegar til leiðar að kveðið var á um að stefnt skyldi að því að takmarka hlýnunina við 1,5°C ef þess væri nokkur kostur. Nú segir WMO að fimmtungslíkur séu á því að farið verði fram úr þessu metnaðarfyllra markmiði að minnsta kosti eitt ár á milli 2020 og 2024. Meðalhiti jarðar er nú þegar um einni gráðu hærri en frá 1850 til 1900 vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. „Þetta sýnir hversu nálægt við erum því sem Parísarsamkomulagið reynir að koma í veg fyrir,“ segir Maxx Dilley, forstöðumaður loftslagsmála hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni. Um 70% líkur eru sagðar á að hlýnunin nái 1,5°C í að minnsta kosti einn mánuð á næstu fimm árum. Stofnunin spáir því að meðalhiti næstu ára verði á bilinu 0,91 til 1,59 gráðum hærri en fyrir iðnbyltingu, að sögn AP-fréttastofunnar. Spáin byggir á loftslagslíkönunum sem breska veðurstofan hefur haldið utan um og hafa gefið góða raun í að segja fyrir um breytingar á loftslagi jarðar. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist verulega saman vegna rasakana á mannlegu samfélagi í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Ekki er tekið tillit til áhrifa þess samdráttar í loftslagslíkönunum en sérfræðingar telja að hann verði skammlífur og áhrif hans hverfandi til lengri tíma litið. Dilley útilokar ekki algerlega að ríki heims nái markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 eða 2°C fyrir lok aldarinnar. Allar tafir á aðgerðum þýði aftur á móti að minni tími sé til stefnu að snúa þróuninni við og takmarka hlýnunina. Vísindamenn vara við því að hnattrænni hlýnun fylgi öfgakenndara veðurfar, versnandi hitabylgjur, þurrkar og flóð. Þá eru mannabyggðir við strendur í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar sem er tilkomin af völdum bráðnunar íss á landi og varmaútþenslu.
Loftslagsmál Vísindi Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Styrkur koltvísýrings í nýjum hæðum þrátt fyrir samdrátt vegna faraldursins Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. 6. júní 2020 10:38 Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira
Styrkur koltvísýrings í nýjum hæðum þrátt fyrir samdrátt vegna faraldursins Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. 6. júní 2020 10:38
Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54