Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Sylvía Hall skrifar 3. október 2020 17:46 Trump sést hér stíga úr flugvél sinni eftir lendingu í New Jersey þar sem hann sótti fjáröflunarsamkomu. Miðað við þá tímasetningu sem læknar gáfu upp vissi forsetinn að hann væri smitaður þegar hann hélt af stað. AP/Evan Vucci Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. Sean Conley, læknir forsetans, sagði forsetann hafa fengið greininguna fyrir 72 klukkustundum, eða á miðvikudagsmorgun, en forsetinn tilkynnti það ekki fyrr en að minnsta kosti 36 klukkustundum síðar. Forsetinn ferðaðist því á stuðningsmannafund í Minnesota eftir greininguna, en stuðningsmannafundurinn fór fram á miðvikudagskvöld. Á fimmtudag flaug hann til New Jersey á fjáröflunarsamkomu, og hafði þá enn ekki greint frá því að hann væri smitaður af kórónuveirunni. Forsetinn notaði ekki grímur við þessar aðstæður að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Áður hafði verið gagnrýnt að forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks eftir að einn nánasti ráðgjafi Trump greindist með veiruna. Þá eru upplýsingar um ástand forsetans á reiki en þegar hann var fluttur á sjúkrahús í gær fullyrti Hvíta húsið að hann væri við góða heilsu; örlítið þreyttur en annars hress. Fjölmiðlar vestanhafs fullyrða þó að Trump hafi verið gefið súrefni áður en hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahúsið þar sem hann hefði átt í erfiðleikum með að anda. Forsetinn birti svo Twitter-færslu nú á sjötta tímanum þar sem hann hrósaði heilbrigðisstarfsfólki sjúkrahússins. Með þeirra aðstoð væri hann í góðu standi. Doctors, Nurses and ALL at the GREAT Walter Reed Medical Center, and others from likewise incredible institutions who have joined them, are AMAZING!!!Tremendous progress has been made over the last 6 months in fighting this PLAGUE. With their help, I am feeling well!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2020 Á fyrrnefndum blaðamannafundi fullyrtu læknar hans að forsetinn hefði það gott. Þeir væru bjartsýnir á batahorfur hans en gætu þó ekki gefið út hvenær þeir telja forsetann útskrifast af sjúkrahúsinu. Mánuður er til forsetakosninga í dag. „Við erum gífurlega ánægð með framfarirnar sem forsetinn hefur sýnt,“ sagði Conley. Einkenni á borð við hósta væru hverfandi og hann væri almennt hress. Hann hefði meira að segja sagst geta „gengið út af spítalanum í dag“. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump á tilraunalyfjum sem unnin eru úr erfðabreyttum músum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 3. október 2020 10:33 Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00 Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. Sean Conley, læknir forsetans, sagði forsetann hafa fengið greininguna fyrir 72 klukkustundum, eða á miðvikudagsmorgun, en forsetinn tilkynnti það ekki fyrr en að minnsta kosti 36 klukkustundum síðar. Forsetinn ferðaðist því á stuðningsmannafund í Minnesota eftir greininguna, en stuðningsmannafundurinn fór fram á miðvikudagskvöld. Á fimmtudag flaug hann til New Jersey á fjáröflunarsamkomu, og hafði þá enn ekki greint frá því að hann væri smitaður af kórónuveirunni. Forsetinn notaði ekki grímur við þessar aðstæður að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Áður hafði verið gagnrýnt að forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks eftir að einn nánasti ráðgjafi Trump greindist með veiruna. Þá eru upplýsingar um ástand forsetans á reiki en þegar hann var fluttur á sjúkrahús í gær fullyrti Hvíta húsið að hann væri við góða heilsu; örlítið þreyttur en annars hress. Fjölmiðlar vestanhafs fullyrða þó að Trump hafi verið gefið súrefni áður en hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahúsið þar sem hann hefði átt í erfiðleikum með að anda. Forsetinn birti svo Twitter-færslu nú á sjötta tímanum þar sem hann hrósaði heilbrigðisstarfsfólki sjúkrahússins. Með þeirra aðstoð væri hann í góðu standi. Doctors, Nurses and ALL at the GREAT Walter Reed Medical Center, and others from likewise incredible institutions who have joined them, are AMAZING!!!Tremendous progress has been made over the last 6 months in fighting this PLAGUE. With their help, I am feeling well!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2020 Á fyrrnefndum blaðamannafundi fullyrtu læknar hans að forsetinn hefði það gott. Þeir væru bjartsýnir á batahorfur hans en gætu þó ekki gefið út hvenær þeir telja forsetann útskrifast af sjúkrahúsinu. Mánuður er til forsetakosninga í dag. „Við erum gífurlega ánægð með framfarirnar sem forsetinn hefur sýnt,“ sagði Conley. Einkenni á borð við hósta væru hverfandi og hann væri almennt hress. Hann hefði meira að segja sagst geta „gengið út af spítalanum í dag“.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump á tilraunalyfjum sem unnin eru úr erfðabreyttum músum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 3. október 2020 10:33 Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00 Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Trump á tilraunalyfjum sem unnin eru úr erfðabreyttum músum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 3. október 2020 10:33
Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00
Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28