Íslenski boltinn

Rúnar Kristinsson: Það er augljós þreyta í mínu liði

Andri Már Eggertsson skrifar
KR - ÍBV. Pepsi deild karla, sumarið 2019. Knattspyrna, fótbolti.
KR - ÍBV. Pepsi deild karla, sumarið 2019. Knattspyrna, fótbolti.

Rúnar Kristnsson segir augljósa þreytu vera í sínu liði. Íslandsmeistarar KR gerðu 1-1 jafntefli við HK í Kórnum í dag. Betri úrslit en í síðustu tveimur leikjum liðanna en þar unnu HK 4-1 og 3-0.

Atli Sigurjónsson kom KR yfir í fyrri hálfleik í dag en Ásgeir Marteinsson jafnaði metin á 89. mínútu. HK hefði svo getað unnið leikinn undir lok leiks en þeir fengu góð færi.

„Þetta voru sanngjörn úrslit fannst mér, við reyndum að hanga á þessu marki okkar með því að þétta raðirnar. Það er kominn mikil þreyta í liðið við sáum það strax í hálfleik, það hafa verið margir leikir á stuttum tíma og fengum við tæpa tvo daga til að undirbúa þennan leik,” sagði Rúnar.

Rúnar var ánægður með fyrri hálfleik liðsins en þreytan kom í ljós í seinni hálfleik sem sýndi sig í minni gæðum og var Rúnar svekktur með að KR hafi ekki nýtt skyndisóknir sínar betur.

„Það vantaði orku og kraft og koma með betri sendingar því við vorum í góðri stöð til að fara hratt á HK en við nýttum skyndisókna möguleika okkar illa en við gerðum vel í að verjast og stoppa HK í að fá sín færi,” sagði Rúnar og hélt áfram að benda á að það væri kominn þreyta í liðið.

Það kom mikill kraftur frá HK eftir að þeir jöfnuðu og fengu þeir góð færi til að gera sigur mark leiksins en KR varðist vel undirlok leiks.

„Ég var ekki stressaður um að missa þetta niður í tap, eitt stig gefur okkur lítið í evrópubarráttunni og vildum við koma inn marki í restina og fannst mér líklegra að við myndum skora sigurmarkið frekar en þeir.”

Næst á dagskrá er landsleikjahlé sem er kærkomið fyrir þreytta leikmenn KR að fá pásu að mati Rúnars.

„Okkur veitir ekki af hvíldinni núna fáum við loksins smá pásu en verðum síðan að vera klárir aftur og mæta í toppstandi.”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×