Erlent

Norður-Kórea skýtur upp ó­þekktu flug­skeyti

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fólk í Suður-Kóreu fylgist grannt með þegar sýnt er frá því að flugskeyti er skotið upp í Norður-Kóreu í október 2019.
Fólk í Suður-Kóreu fylgist grannt með þegar sýnt er frá því að flugskeyti er skotið upp í Norður-Kóreu í október 2019. Getty/ Chung Sung-Jun

Norður-Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu undan ströndum landsins. Frá þessu greindi suðurkóreska fréttastofan Yonhap og hafði eftir einum herráðsforingja landsins.

Norður-Kórea hefur skotið upp fjölda skammdrægra flugskeyta í þessum mánuði og var það hluti af heræfingum sem fóru þar fram. Ekki er vitað hvers konar flugskeyti það var sem skotið var upp í kvöld.

Fréttin verður uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×