Sárt að vera dæmdur fyrir lífstíð fyrir aðeins fjóra leiki með Man. Utd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 12:31 Massimo Taibi í sínum besta leik í marki Manchester United sem var í sigri á Liverpool. Getty/Matthew Ashton Massimo Taibi spilaði bara fjóra leiki fyrir Manchester United en stuðningsmenn félagsins eru flestir ekki búnir að gleyma honum. Það eru þó ekkert fagnaðarefni fyrir hann því hann er enn aðhlátursefni hjá mörgum meira en tuttugu árum síðar. Massimo Taibi ræddi Man. United martröðina sína í viðtali. Massimo Taibi hefur nú tjáð sig um þessa örfáu leiki haustið 1999 sem gerðu hann svo ógleymanlegan í huga svo margra knattpyrnuáhugamanna. Sumarið 1999 voru tímamót hjá Manchester United því eftir þrennutímabilið frábæra 1998-99 þá ákvað Peter Schmeichel að hætta og fara til Sporting CP í Portúgal. Sir Alex Ferguson fann eftirmann Danans hjá Venezia og keypti Massimo Taibi á 4,5 milljónir punda. Leikirnir urðu þó bara fjórir. Massimo Taibi spilaði reyndar mjög vel í fyrsta leiknum og var valinn maður leiksins í sigurleik á móti Liverpool. Svo breyttist allt í einum leik á móti Southampton. Manchester United's most famous flop speaks out about four-game stint at Old Trafford.https://t.co/00bol5tbkw— SPORTbible (@sportbible) October 1, 2020 Massimo Taibi gerði svakaleg mistök í 3-3 jafntefli á móti Southampton á Old Trafford þegar hann missti hættulítið skot Matt Le Tissier í gegnum klofið á sér. Síðan þá hafa margir kallað þetta verstu mistökin í sögu úrvalsdeildarinnar. Taibi fékk síðan á sig fimm mörk á móti Chelsea í leiknum á eftir og eftir það voru örlög hans ráðin. Taibi hefur nú tjáð sig um þessa daga hjá United fyrir meira en tveimur áratugum síðan. „Frá mínum bæjardyrum séð þá voru þetta ekki svona hryllileg mistök og örugglega ekki eitthvað sem er sanngjarnt að stimpla mann með fyrir lífstíð,“ sagði Massimo Taibi í viðtali við AmericanGambler.com. „Þetta var bara eitt af því sem markverðir lenda stundum í. Ég hef séð full af svona, bæði í Englandi og á Ítalíu. Það lítur fáránlega út þegar markmenn missa boltann í gegnum klofið en það gerist oft. Þetta var í ekki fyrsta sinn og alls ekki í það síðasta,“ sagði Massimo Taibi. „Ég lenti í svipuðu hjá Torino. Svona gerist. Þetta var slys og ekki mistök. Mistök er að koma út í boltann og missa af honum en það er algjört slys þegar svona skot fer í gegnum klofið á þér,“ sagði Taibi. #OnThisDay in 1999: Matt Le Tissier lined one up from the edge of the box at Old Trafford.And Massimo Taibi did the rest.@mattletiss7 | @talkSAINTS pic.twitter.com/9YU5wDUDBo— thesportsman (@TheSportsman) September 25, 2020 „Því miður töpuðum við 5-0 á móti Chelsea í næsta leik og svo gat ég ekki spilað í Meistaradeildinni af því að ég hafði verið skráður hjá AC Milan. Ferguson ákvað því að hvíla mig og gefa mér tíma til að læra tungumálið,“ sagði Taibi. „Ég er orðinn gamall núna og hef sætt mig við þetta. Trúðu mér að það var samt sárt að heyra það á hverju ári að einhver væri búinn að velja mig versta markvörðinn í sögu úrvalsdeildarinnar. Ég hef heyrt þetta allt og það er sárt. Ekki af því að ég held því fram að ég sé einhver súperstjarna heldur út frá mannlega þættinum. Það er ekki hægt að dæma íþróttamann af fjórum leikjum,“ sagði Taibi. Ég spilaði fjóra leiki og í tveimur þeirra spilaði ég vel og var valinn maður leiksins. Það gekk ekki eins vel í hinum en þið rústið orðspori markvarðar eftir aðeins fjóra leiki. Það er klikkun. Kannski eftir sex til sjö mánuði. Þú varst skelfilegur eftir 25 leiki. Ég skil það en að þetta hafi gerst eftir aðeins fjóra leiki, mér sárnaði það,“ sagði Massimo Taibi. Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Massimo Taibi spilaði bara fjóra leiki fyrir Manchester United en stuðningsmenn félagsins eru flestir ekki búnir að gleyma honum. Það eru þó ekkert fagnaðarefni fyrir hann því hann er enn aðhlátursefni hjá mörgum meira en tuttugu árum síðar. Massimo Taibi ræddi Man. United martröðina sína í viðtali. Massimo Taibi hefur nú tjáð sig um þessa örfáu leiki haustið 1999 sem gerðu hann svo ógleymanlegan í huga svo margra knattpyrnuáhugamanna. Sumarið 1999 voru tímamót hjá Manchester United því eftir þrennutímabilið frábæra 1998-99 þá ákvað Peter Schmeichel að hætta og fara til Sporting CP í Portúgal. Sir Alex Ferguson fann eftirmann Danans hjá Venezia og keypti Massimo Taibi á 4,5 milljónir punda. Leikirnir urðu þó bara fjórir. Massimo Taibi spilaði reyndar mjög vel í fyrsta leiknum og var valinn maður leiksins í sigurleik á móti Liverpool. Svo breyttist allt í einum leik á móti Southampton. Manchester United's most famous flop speaks out about four-game stint at Old Trafford.https://t.co/00bol5tbkw— SPORTbible (@sportbible) October 1, 2020 Massimo Taibi gerði svakaleg mistök í 3-3 jafntefli á móti Southampton á Old Trafford þegar hann missti hættulítið skot Matt Le Tissier í gegnum klofið á sér. Síðan þá hafa margir kallað þetta verstu mistökin í sögu úrvalsdeildarinnar. Taibi fékk síðan á sig fimm mörk á móti Chelsea í leiknum á eftir og eftir það voru örlög hans ráðin. Taibi hefur nú tjáð sig um þessa daga hjá United fyrir meira en tveimur áratugum síðan. „Frá mínum bæjardyrum séð þá voru þetta ekki svona hryllileg mistök og örugglega ekki eitthvað sem er sanngjarnt að stimpla mann með fyrir lífstíð,“ sagði Massimo Taibi í viðtali við AmericanGambler.com. „Þetta var bara eitt af því sem markverðir lenda stundum í. Ég hef séð full af svona, bæði í Englandi og á Ítalíu. Það lítur fáránlega út þegar markmenn missa boltann í gegnum klofið en það gerist oft. Þetta var í ekki fyrsta sinn og alls ekki í það síðasta,“ sagði Massimo Taibi. „Ég lenti í svipuðu hjá Torino. Svona gerist. Þetta var slys og ekki mistök. Mistök er að koma út í boltann og missa af honum en það er algjört slys þegar svona skot fer í gegnum klofið á þér,“ sagði Taibi. #OnThisDay in 1999: Matt Le Tissier lined one up from the edge of the box at Old Trafford.And Massimo Taibi did the rest.@mattletiss7 | @talkSAINTS pic.twitter.com/9YU5wDUDBo— thesportsman (@TheSportsman) September 25, 2020 „Því miður töpuðum við 5-0 á móti Chelsea í næsta leik og svo gat ég ekki spilað í Meistaradeildinni af því að ég hafði verið skráður hjá AC Milan. Ferguson ákvað því að hvíla mig og gefa mér tíma til að læra tungumálið,“ sagði Taibi. „Ég er orðinn gamall núna og hef sætt mig við þetta. Trúðu mér að það var samt sárt að heyra það á hverju ári að einhver væri búinn að velja mig versta markvörðinn í sögu úrvalsdeildarinnar. Ég hef heyrt þetta allt og það er sárt. Ekki af því að ég held því fram að ég sé einhver súperstjarna heldur út frá mannlega þættinum. Það er ekki hægt að dæma íþróttamann af fjórum leikjum,“ sagði Taibi. Ég spilaði fjóra leiki og í tveimur þeirra spilaði ég vel og var valinn maður leiksins. Það gekk ekki eins vel í hinum en þið rústið orðspori markvarðar eftir aðeins fjóra leiki. Það er klikkun. Kannski eftir sex til sjö mánuði. Þú varst skelfilegur eftir 25 leiki. Ég skil það en að þetta hafi gerst eftir aðeins fjóra leiki, mér sárnaði það,“ sagði Massimo Taibi.
Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira