Davíð segir að hann hefði gert það sama og Ólafur Ingi en Sigurvin fannst hann heldur dramatískur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2020 13:00 Umtalaðasti leikmaður Pepsi Max-deildar karla undanfarna tvo daga; Ólafur Ingi Skúlason. vísir/vilhelm Atvikið í leik KR og Fylkis á Meistaravöllum á sunnudaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Pepsi Max stúkunni í gær. Sam Hewson skoraði sigurmark Fylkis úr vítaspyrnu í uppbótartíma sem dæmd var á Beiti Ólafsson, markvörð KR, fyrir að slæma hendi í Ólaf Inga Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfara Fylkis. Auk þess að fá dæmda á sig vítaspyrnu var Beitir rekinn af velli. Fylkir vann leikinn, 1-2. Davíð Þór Viðarsson sagði að Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins á sunnudaginn, hafi tekið rétta ákvörðun með því að dæma víti og reka Beiti af velli. „Óli er að trufla hann og mér sýnist þetta fara í taugarnar á Beiti og hann slengir höndinni í hann. Ég held að Óli sé ekkert stórslasaður eftir þetta. Mér finnst ekkert annað í stöðunni en að dæma víti og rautt spjald. Mér finnst Beitir gera mistök og þarna í smá tíma missa stjórn á skapi sínu,“ sagði Davíð í Pepsi Max stúkunni í gær. Hann sagði að hann hefði gert nákvæmlega það sama og Ólafur Ingi í þessari stöðu. „Það er gömul saga og ný að þú þarft stundum að gera aðeins meira úr hlutunum til að fá eitthvað fyrir þinn snúð. Maður getur ekki mælt hversu þungt þetta högg var en hann fær vissulega höndina í andlitið. Ég get bara viðurkennt það hérna í beinni að ég hefði farið niður þarna.“ Eftir leikinn á sunnudaginn gagnrýndi Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, Ólaf Inga harðlega og sakaði hann um leikaraskap. Ólafur Ingi var svo í viðtali í Sportpakkanum í gær þar sem hann sagði Rúnar hafa farið yfir strikið með ummælum sínum og málið hefði haft áhrif á fjölskyldu sína. „Þetta er áhugavert. Ég ætla ekki að vera of kaldur en mér finnst þetta heldur dramatískt. En ég hef svo sem ekki lent í þessu. Ég veit ekki af hverju Rúnar ætti að hringja í konuna hans en auðvitað er það rétt að menn þurfa að gæta sín hvað þeir segja,“ sagði Sigurvin Ólafsson um viðtalið við Ólaf Inga. Davíð segir að viðtölin við Rúnar eftir leikinn á Meistaravöllum á sunnudaginn hafi verið úr karakter. „Í öllum viðtölum sem ég hef við Rúnar hefur mér fundist hann ótrúlega yfirvegaður og koma hlutunum ótrúlega vel frá sér,“ sagði Davíð. „Auðvitað er ekkert auðvelt að koma í viðtal og halda kúlinu og ró sinni en auðvitað hefði Rúnar átt sleppa því að segja þetta og sleppa því að tala um svindl og svínarí því það er ekkert óeðlilegt við að hann [Ólafur Ingi] hafi farið niður þarna. Það þarf bara að klára þetta mál. Ólafur Ingi spilar á grensunni og hefur byggt sinn feril á því og hann er ekkert að fara að breyta því. En Óli er enginn svindlari.“ Klippa: Stúkan - Stóra málið á Meistaravöllum Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fylkir KR Tengdar fréttir Fylkir íhugar að kæra KR vegna ummæla Rúnars Knattspyrnudeild Fylkis íhugar að leggja fram kæru á hendur KR og Rúnari Kristinssyni, þjálfara liðsins, vegna þeirra ummæla sem hann lét falla eftir 2-1 tap Íslandsmeistaranna í viðureign liðanna í gær. 28. september 2020 17:50 Segist hafa þurft að útskýra fyrir börnunum sínum að hann sé ekki svindlari Ólafur Ingi Skúlason segir ummæli Rúnars Kristinssonar í sinn garð eftir leik KR og Fylkis honum til skammar. 28. september 2020 16:57 Fyrsti sigur Fylkis í Frostaskjólinu í ellefu ár Fylkir vann í gær sinn fyrsta sigur í Frostaskjólinu síðan 2009 og sinn fyrsta sigur á KR síðan 2012. 28. september 2020 13:30 Rýndu í rauða spjaldið sem Beitir fékk og gerði Rúnar foxillan „Þegar lið vinna á þennan hátt þá er það bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um lokin á leiknum við Fylki í gær. Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason rýndu í það sem þar gerðist í Pepsi Max tilþrifunum. 28. september 2020 09:20 Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Ólafur Ingi: Hann setur olnbogann í andlitið á mér Framganga Ólafs Inga Skúlasonar var helsti umræðupunkturinn eftir dramatískan sigur Fylkis á KR í Pepsi-Max deild karla í fótbolta í dag. 27. september 2020 18:25 Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira
Atvikið í leik KR og Fylkis á Meistaravöllum á sunnudaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Pepsi Max stúkunni í gær. Sam Hewson skoraði sigurmark Fylkis úr vítaspyrnu í uppbótartíma sem dæmd var á Beiti Ólafsson, markvörð KR, fyrir að slæma hendi í Ólaf Inga Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfara Fylkis. Auk þess að fá dæmda á sig vítaspyrnu var Beitir rekinn af velli. Fylkir vann leikinn, 1-2. Davíð Þór Viðarsson sagði að Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins á sunnudaginn, hafi tekið rétta ákvörðun með því að dæma víti og reka Beiti af velli. „Óli er að trufla hann og mér sýnist þetta fara í taugarnar á Beiti og hann slengir höndinni í hann. Ég held að Óli sé ekkert stórslasaður eftir þetta. Mér finnst ekkert annað í stöðunni en að dæma víti og rautt spjald. Mér finnst Beitir gera mistök og þarna í smá tíma missa stjórn á skapi sínu,“ sagði Davíð í Pepsi Max stúkunni í gær. Hann sagði að hann hefði gert nákvæmlega það sama og Ólafur Ingi í þessari stöðu. „Það er gömul saga og ný að þú þarft stundum að gera aðeins meira úr hlutunum til að fá eitthvað fyrir þinn snúð. Maður getur ekki mælt hversu þungt þetta högg var en hann fær vissulega höndina í andlitið. Ég get bara viðurkennt það hérna í beinni að ég hefði farið niður þarna.“ Eftir leikinn á sunnudaginn gagnrýndi Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, Ólaf Inga harðlega og sakaði hann um leikaraskap. Ólafur Ingi var svo í viðtali í Sportpakkanum í gær þar sem hann sagði Rúnar hafa farið yfir strikið með ummælum sínum og málið hefði haft áhrif á fjölskyldu sína. „Þetta er áhugavert. Ég ætla ekki að vera of kaldur en mér finnst þetta heldur dramatískt. En ég hef svo sem ekki lent í þessu. Ég veit ekki af hverju Rúnar ætti að hringja í konuna hans en auðvitað er það rétt að menn þurfa að gæta sín hvað þeir segja,“ sagði Sigurvin Ólafsson um viðtalið við Ólaf Inga. Davíð segir að viðtölin við Rúnar eftir leikinn á Meistaravöllum á sunnudaginn hafi verið úr karakter. „Í öllum viðtölum sem ég hef við Rúnar hefur mér fundist hann ótrúlega yfirvegaður og koma hlutunum ótrúlega vel frá sér,“ sagði Davíð. „Auðvitað er ekkert auðvelt að koma í viðtal og halda kúlinu og ró sinni en auðvitað hefði Rúnar átt sleppa því að segja þetta og sleppa því að tala um svindl og svínarí því það er ekkert óeðlilegt við að hann [Ólafur Ingi] hafi farið niður þarna. Það þarf bara að klára þetta mál. Ólafur Ingi spilar á grensunni og hefur byggt sinn feril á því og hann er ekkert að fara að breyta því. En Óli er enginn svindlari.“ Klippa: Stúkan - Stóra málið á Meistaravöllum
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fylkir KR Tengdar fréttir Fylkir íhugar að kæra KR vegna ummæla Rúnars Knattspyrnudeild Fylkis íhugar að leggja fram kæru á hendur KR og Rúnari Kristinssyni, þjálfara liðsins, vegna þeirra ummæla sem hann lét falla eftir 2-1 tap Íslandsmeistaranna í viðureign liðanna í gær. 28. september 2020 17:50 Segist hafa þurft að útskýra fyrir börnunum sínum að hann sé ekki svindlari Ólafur Ingi Skúlason segir ummæli Rúnars Kristinssonar í sinn garð eftir leik KR og Fylkis honum til skammar. 28. september 2020 16:57 Fyrsti sigur Fylkis í Frostaskjólinu í ellefu ár Fylkir vann í gær sinn fyrsta sigur í Frostaskjólinu síðan 2009 og sinn fyrsta sigur á KR síðan 2012. 28. september 2020 13:30 Rýndu í rauða spjaldið sem Beitir fékk og gerði Rúnar foxillan „Þegar lið vinna á þennan hátt þá er það bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um lokin á leiknum við Fylki í gær. Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason rýndu í það sem þar gerðist í Pepsi Max tilþrifunum. 28. september 2020 09:20 Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Ólafur Ingi: Hann setur olnbogann í andlitið á mér Framganga Ólafs Inga Skúlasonar var helsti umræðupunkturinn eftir dramatískan sigur Fylkis á KR í Pepsi-Max deild karla í fótbolta í dag. 27. september 2020 18:25 Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira
Fylkir íhugar að kæra KR vegna ummæla Rúnars Knattspyrnudeild Fylkis íhugar að leggja fram kæru á hendur KR og Rúnari Kristinssyni, þjálfara liðsins, vegna þeirra ummæla sem hann lét falla eftir 2-1 tap Íslandsmeistaranna í viðureign liðanna í gær. 28. september 2020 17:50
Segist hafa þurft að útskýra fyrir börnunum sínum að hann sé ekki svindlari Ólafur Ingi Skúlason segir ummæli Rúnars Kristinssonar í sinn garð eftir leik KR og Fylkis honum til skammar. 28. september 2020 16:57
Fyrsti sigur Fylkis í Frostaskjólinu í ellefu ár Fylkir vann í gær sinn fyrsta sigur í Frostaskjólinu síðan 2009 og sinn fyrsta sigur á KR síðan 2012. 28. september 2020 13:30
Rýndu í rauða spjaldið sem Beitir fékk og gerði Rúnar foxillan „Þegar lið vinna á þennan hátt þá er það bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um lokin á leiknum við Fylki í gær. Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason rýndu í það sem þar gerðist í Pepsi Max tilþrifunum. 28. september 2020 09:20
Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31
Ólafur Ingi: Hann setur olnbogann í andlitið á mér Framganga Ólafs Inga Skúlasonar var helsti umræðupunkturinn eftir dramatískan sigur Fylkis á KR í Pepsi-Max deild karla í fótbolta í dag. 27. september 2020 18:25
Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03
Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14