Jürgen Klopp lenti upp á kant við Roy Keane í beinni á Sky Sports Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2020 09:30 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekkert alltof brosmildur í viðtalinu á Sky Sports eftir leikinn. Getty/Laurence Griffiths Jürgen Klopp hélt að Roy Keane hefði verið að horfa á annan leik en gagnrýni Keane á Liverpool liðið í gær fór ekki alltof vel í knattspyrnustjóra Englandsmeistaranna. Roy Keane og Jürgen Klopp voru ekki alveg sammála um frammistöðu Liverpool í sigrinum á Arsenal í gær og það hitnaði aðeins í kolunum í beinni útsendingu á Sky Sports. Jürgen Klopp kom í viðtal á Sky Sports í beinni útsendingu eftir 3-1 sigur Liverpool á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Áður höfðu sérfræðingarnir í myndverinu verið að tala saman um leikinn og Jürgen Klopp heyrði Roy Keane tala um að leikur Liverpool hefði verið svolítið subbulegur. David Jones umsjónarmaður spjallþáttarins á Sky Sports spurði Klopp hvað hann hefði verið ánægður með í leik liðsins. Jurgen Klopp and Roy Keane involved in tense exchange on Sky Sports after Liverpool's win over Arsenal https://t.co/juk7FOMoVa— MailOnline Sport (@MailSport) September 29, 2020 „Allt. Heyrði ég rétt að Herra Keane hefði sagt að þetta hafi verið subbuleg frammistaða hjá okkur í kvöld? Sagði hann það,“ spurði Jürgen Klopp og Roy Keane svaraði: „Mér fannst að þeir gáfu tvo eitt eða tvö færi á sér í leiknum sem þeir ættu að vera óánægðir með,“ sagði Roy Keane. „Ég var ekki viss um hvort ég heyrði þetta rétt en kannski var hann að tala um annan leik. Það getur ekki hafa verið þessi leikur,“ sagði Klopp. „Það er í bara ótrúleg lýsing á þessum leik. Hann var algjörlega stórkostlegur. Ekkert var subbulegt hjá okkur, alls ekkert,“ sagði Klopp. Roy Keane var þó ekki tilbúinn að bakka mikið með sitt mat. „Ég held að þér hafi misheyrst. Ég sagði bara að það hafi verið subbuleg móment í leiknum en annars voru þið frábærir. Ég hef verið að hrósa liðinu og ég held að þú hafir ekki heyrt þetta rétt,“ sagði Keane. Roy Keane skaut síðan aðeins á Jürgen Klopp eftir að viðtalinu var lokið. „Sá er viðkvæmur. Jesús, ímyndunum okkur viðbrögðin ef þeir hefðu tapað,“ sagði Keane. Liverpool vann hins vegar leikinn 3-1 og er með fullt hús á toppnum með Leicester City og Everton eftir þrjá leiki. Enski boltinn Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Sjá meira
Jürgen Klopp hélt að Roy Keane hefði verið að horfa á annan leik en gagnrýni Keane á Liverpool liðið í gær fór ekki alltof vel í knattspyrnustjóra Englandsmeistaranna. Roy Keane og Jürgen Klopp voru ekki alveg sammála um frammistöðu Liverpool í sigrinum á Arsenal í gær og það hitnaði aðeins í kolunum í beinni útsendingu á Sky Sports. Jürgen Klopp kom í viðtal á Sky Sports í beinni útsendingu eftir 3-1 sigur Liverpool á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Áður höfðu sérfræðingarnir í myndverinu verið að tala saman um leikinn og Jürgen Klopp heyrði Roy Keane tala um að leikur Liverpool hefði verið svolítið subbulegur. David Jones umsjónarmaður spjallþáttarins á Sky Sports spurði Klopp hvað hann hefði verið ánægður með í leik liðsins. Jurgen Klopp and Roy Keane involved in tense exchange on Sky Sports after Liverpool's win over Arsenal https://t.co/juk7FOMoVa— MailOnline Sport (@MailSport) September 29, 2020 „Allt. Heyrði ég rétt að Herra Keane hefði sagt að þetta hafi verið subbuleg frammistaða hjá okkur í kvöld? Sagði hann það,“ spurði Jürgen Klopp og Roy Keane svaraði: „Mér fannst að þeir gáfu tvo eitt eða tvö færi á sér í leiknum sem þeir ættu að vera óánægðir með,“ sagði Roy Keane. „Ég var ekki viss um hvort ég heyrði þetta rétt en kannski var hann að tala um annan leik. Það getur ekki hafa verið þessi leikur,“ sagði Klopp. „Það er í bara ótrúleg lýsing á þessum leik. Hann var algjörlega stórkostlegur. Ekkert var subbulegt hjá okkur, alls ekkert,“ sagði Klopp. Roy Keane var þó ekki tilbúinn að bakka mikið með sitt mat. „Ég held að þér hafi misheyrst. Ég sagði bara að það hafi verið subbuleg móment í leiknum en annars voru þið frábærir. Ég hef verið að hrósa liðinu og ég held að þú hafir ekki heyrt þetta rétt,“ sagði Keane. Roy Keane skaut síðan aðeins á Jürgen Klopp eftir að viðtalinu var lokið. „Sá er viðkvæmur. Jesús, ímyndunum okkur viðbrögðin ef þeir hefðu tapað,“ sagði Keane. Liverpool vann hins vegar leikinn 3-1 og er með fullt hús á toppnum með Leicester City og Everton eftir þrjá leiki.
Enski boltinn Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Sjá meira