Íslenski boltinn

Eiður Benedikt: Við stóðum okkur loksins vel eftir landsleikjahlé

Andri Már Eggertsson skrifar
Valskonur sýndu allar sínar bestu hliðar gegn Fylkiskonum.
Valskonur sýndu allar sínar bestu hliðar gegn Fylkiskonum. vísir/bára

Valur sýndi mikla yfirburði á Wurth vellinum á móti Fylki í dag. Valur komst yfir snemma leiks og þá héldu þeim engin bönd og endaði leikurinn með 7-0 sigri Vals.

„Þetta var ekki fullkominn leikur en þó var hann mjög góður, hrós á leikmennina þær mættu af krafti eftir landsleikjahlé við lentum mikið í því í fyrra að vera lengi í takt eftir þessa landsleiki en við komum með smá breytingar í okkar leik sem mér fannst ganga mjög vel,“ sagði Eiður sem var ángæður með hvernig liðið tók í breytingarnar.

Eiður Benedikt vildi lítið tjá sig um hverjar þessar breytingar voru í uppleggi Vals en benti á að Dóra María Lárusdóttir var í smá breyttu hlutverki heldur en áður.

„Mist hefur sýnt mjög gott fordæmi hvernig hún hefur æft í sínum meiðslum þar sem hún hefur verið mjög óheppinn með meisli en í dag fengum við mikinn kraft frá henni,“ sagði Eiður um frammistöðu hennar og bætti við að hann var mjög ánægður með hvernig hún hefur æft með Vals liðinu núna í sumar.

Úrslitaleikur mótsins er á næsta leyti þar sem Valur fá Breiðablik í heimsókn á Origo vellinum.

„Þetta verður leikur milli tveggja hörku liða, það er alltaf skemmtilegt að mæta Breiðablik þær eru með frábært lið og valin mann í hverri stöðu og er vikan fyrir þann leik alltaf mjög skemmtileg svo við hlökkum til,“ sagði Eiður að lokum.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.