Búa sig undir að niðurstaða í máli Breonnu Taylor verði kynnt Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2020 13:00 Breonna Taylor var sjúkraliði. Hún var 26 ára gömul þegar lögreglumenn í Louisville skutu hana til bana á heimili hennar. AP/Vísir Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. Slíkar ákvarðanir hafa áður leitt til harðra mótmæla. Drápið á Taylor hefur vakið mikla reiði og er eitt fjölda mála þar sem lögreglumenn hafa skotið óvopnaða blökkumenn til bana á undanförnum misserum. Ekki liggur fyrir hvenær Daniel Cameron, dómsmálaráðherra Kentucky, kynnir ákvörðun sína en lögregluyfirvöld kusu að búa sig undir hvað sem verður með því að kalla lögreglumenn til starfa úr fríi og hafna öllum óskum um frídaga þar til annað verður ákveðið, að sögn AP-fréttastofunnar. Mótmæli vegna drápsins á Taylor urðu á tíðum ofbeldisfull í seinni hluta maí en þau hafa að mestu leyti farið friðsamlega fram síðan. Mál hennar hefur vakið landsathygli í Bandaríkjunum og hafa íþróttastjörnur og frægir tónlistarmenn verið á meðal þeirra sem krefjast þess að lögreglumennirnir verði ákærðir. Töluverður viðbúnaður er í Louisville fyrir ákvörðun dómsmálaráðherrans. Auk ráðstafana lögreglunnar hafa vegartálmar verið settir upp í miðborginni og alríkisbyggingum lokað út þessa viku. Óttuðust að fyrrverandi brytist inn Lögregluþjónar skutu Taylor til bana þegar þeir ruddust inn á heimili hennar 13. mars. Þeir voru að rannsaka fíkniefnamál og höfðu fengið heimild til að leita á heimili Taylor sem krafðist þess ekki að þeir bönkuðu áður en þeir létu til skarar skríða. Heimildin beindist að manni sem Taylor hafði nýlega slitið sambandi við og bjó ekki á heimili hennar. Engin fíkniefni fundust á heimili hennar. Taylor var uppi í rúmi með Kenneth Walker, kærasta sínum, þegar þau heyrðu mikinn skarkala við útidyrnar. Walker segir að þau hafi óttast að fyrrverandi kærsti Taylor væri að brjótast inn, að því er segir í frétt New York Times. Þau hafi kallað og spurt hver væri þar á ferð. Þegar lögreglumenn brutu útidyrahurðina af hjörunum skaut Walker einu skoti úr byssu og hæfði lögreglumann í lærið. Lögreglumennirnir brugðust við með skothríð. Fimm skot hæfðu Taylor. Einn lögreglumannanna, sem síðan hefur verið rekinn, skaut blint tíu skotum inn í íbúðina. Tuttugu mínútur liðu frá því að Taylor var skotin og þar til henni var útveguð læknishjálp. Hún lést af sárum sínum. Borgarráð Louisville hefur síðan bannað húsleitarheimildir þar sem ekki er krafist þess að lögregla banki áður. Borgaryfirvöld í Louisville náðu sátt við fjölskyldu Taylor í síðustu viku. Þarf borgin að greiða fjölskyldunni tólf milljónir dollara, jafnvirði hátt í 1,7 milljarða króna, auk þess sem hún lofar að ráðast í verulegar umbætur á starfi lögreglunnar. Mikil mótmælaalda vegna lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju hefur gengið yfir Bandaríkin í kjölfar þess að lögreglumenn í Minneapolis drápu George Floyd, annan óvopnaðan blökkumann, sem þeir höfðu handtekið. Svartir Bandaríkjamenn eru hlutfallslega líklegri til þess að vera skotnir eða beittir ofbeldi af lögreglu en aðrir. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Einum lögregluþjónanna sem urðu Breonnu Taylor að bana vikið úr starfi Lögreglumanni sem var einn þeirra sem varð hinni 26 ára gömlu Breonnu Taylor að bana í mars síðastliðnum hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá lögreglunni í Louisville í Kentucky. 19. júní 2020 21:43 Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Borgaryfirvöld í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hafa ákveðið að greiða fjölskyldu Breonnu Taylor tólf milljónir dollara í sátt sem gerð hefur verið á milli fjölskyldunnar og yfirvalda. 15. september 2020 22:47 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Lögreglan í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hefur aflýst öllu orlofi lögreglumanna í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra ríkisins kynnir ákvörðun sína um hvort að lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana verði ákærðir. Slíkar ákvarðanir hafa áður leitt til harðra mótmæla. Drápið á Taylor hefur vakið mikla reiði og er eitt fjölda mála þar sem lögreglumenn hafa skotið óvopnaða blökkumenn til bana á undanförnum misserum. Ekki liggur fyrir hvenær Daniel Cameron, dómsmálaráðherra Kentucky, kynnir ákvörðun sína en lögregluyfirvöld kusu að búa sig undir hvað sem verður með því að kalla lögreglumenn til starfa úr fríi og hafna öllum óskum um frídaga þar til annað verður ákveðið, að sögn AP-fréttastofunnar. Mótmæli vegna drápsins á Taylor urðu á tíðum ofbeldisfull í seinni hluta maí en þau hafa að mestu leyti farið friðsamlega fram síðan. Mál hennar hefur vakið landsathygli í Bandaríkjunum og hafa íþróttastjörnur og frægir tónlistarmenn verið á meðal þeirra sem krefjast þess að lögreglumennirnir verði ákærðir. Töluverður viðbúnaður er í Louisville fyrir ákvörðun dómsmálaráðherrans. Auk ráðstafana lögreglunnar hafa vegartálmar verið settir upp í miðborginni og alríkisbyggingum lokað út þessa viku. Óttuðust að fyrrverandi brytist inn Lögregluþjónar skutu Taylor til bana þegar þeir ruddust inn á heimili hennar 13. mars. Þeir voru að rannsaka fíkniefnamál og höfðu fengið heimild til að leita á heimili Taylor sem krafðist þess ekki að þeir bönkuðu áður en þeir létu til skarar skríða. Heimildin beindist að manni sem Taylor hafði nýlega slitið sambandi við og bjó ekki á heimili hennar. Engin fíkniefni fundust á heimili hennar. Taylor var uppi í rúmi með Kenneth Walker, kærasta sínum, þegar þau heyrðu mikinn skarkala við útidyrnar. Walker segir að þau hafi óttast að fyrrverandi kærsti Taylor væri að brjótast inn, að því er segir í frétt New York Times. Þau hafi kallað og spurt hver væri þar á ferð. Þegar lögreglumenn brutu útidyrahurðina af hjörunum skaut Walker einu skoti úr byssu og hæfði lögreglumann í lærið. Lögreglumennirnir brugðust við með skothríð. Fimm skot hæfðu Taylor. Einn lögreglumannanna, sem síðan hefur verið rekinn, skaut blint tíu skotum inn í íbúðina. Tuttugu mínútur liðu frá því að Taylor var skotin og þar til henni var útveguð læknishjálp. Hún lést af sárum sínum. Borgarráð Louisville hefur síðan bannað húsleitarheimildir þar sem ekki er krafist þess að lögregla banki áður. Borgaryfirvöld í Louisville náðu sátt við fjölskyldu Taylor í síðustu viku. Þarf borgin að greiða fjölskyldunni tólf milljónir dollara, jafnvirði hátt í 1,7 milljarða króna, auk þess sem hún lofar að ráðast í verulegar umbætur á starfi lögreglunnar. Mikil mótmælaalda vegna lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju hefur gengið yfir Bandaríkin í kjölfar þess að lögreglumenn í Minneapolis drápu George Floyd, annan óvopnaðan blökkumann, sem þeir höfðu handtekið. Svartir Bandaríkjamenn eru hlutfallslega líklegri til þess að vera skotnir eða beittir ofbeldi af lögreglu en aðrir.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Einum lögregluþjónanna sem urðu Breonnu Taylor að bana vikið úr starfi Lögreglumanni sem var einn þeirra sem varð hinni 26 ára gömlu Breonnu Taylor að bana í mars síðastliðnum hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá lögreglunni í Louisville í Kentucky. 19. júní 2020 21:43 Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Borgaryfirvöld í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hafa ákveðið að greiða fjölskyldu Breonnu Taylor tólf milljónir dollara í sátt sem gerð hefur verið á milli fjölskyldunnar og yfirvalda. 15. september 2020 22:47 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Einum lögregluþjónanna sem urðu Breonnu Taylor að bana vikið úr starfi Lögreglumanni sem var einn þeirra sem varð hinni 26 ára gömlu Breonnu Taylor að bana í mars síðastliðnum hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá lögreglunni í Louisville í Kentucky. 19. júní 2020 21:43
Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Borgaryfirvöld í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hafa ákveðið að greiða fjölskyldu Breonnu Taylor tólf milljónir dollara í sátt sem gerð hefur verið á milli fjölskyldunnar og yfirvalda. 15. september 2020 22:47