Íslenski boltinn

Biðin eftir úrslitaleiknum um titilinn lengist um tvo daga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valskonan Hlín Eiríksdóttir og Blikinn Heiðdís Lillýardóttir í baráttu í fyrri leik liðanna.
Valskonan Hlín Eiríksdóttir og Blikinn Heiðdís Lillýardóttir í baráttu í fyrri leik liðanna. Vísir/Daníel Þór

Valur og Breiðablik munu keppa um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi Max deild kvenna í ár og það bíða margir spenntir eftir seinni leik liðanna. KSÍ tilkynnti í dag að sú bið verði aðeins eins lengri en við héldum.

Mótanefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur tilkynnt um breytingar á þremur leikjum í Pepsi Max deild kvenna og þar á meðal er stórleikur Vals og Breiðabliks.

Valur er með eins stigs forystu á Breiðablik á toppi deildarinnar en Blikastúlkur eiga leik inni á Valsliðið.

Breiðablik vann 4-0 sigur á Val í fyrri leiknum en liðin eiga eftir að mætast á Hlíðarenda.

Óopinber úrslitaleikur Pepsi Max deildar kvenna 2020 átti að fara fram miðvikudaginn 30. september en hefur nú verið seinkað um tvo daga eða til föstudagsins 2. október.

Mótanefnd KSÍ færði líka tvo aðra leiki, ÍBV-FH fer nú fram sunnudaginn 4. október á Hásteinsvelli og FH-Valur verður spilaður sunnudaginn 11. október.

Þremur leikjum í Pepsi Max deild kvenna breytt

  • ÍBV - FH
  • Var: Miðvikudaginn 30. september kl. 16.00 á Hásteinsvelli
  • Verður: Sunnudaginn 4. október kl. 14.00 á Hásteinsvelli
  • Valur - Breiðablik
  • Var: Miðvikudaginn 30. september kl. 19.15 á Origo vellinum
  • Verður: Föstudaginn 2. október kl. 19.15 á Origo vellinum
  • FH - Valur
  • Var: Laugardaginn 3. október 14.00 á Kaplakrikavelli
  • Verður: Sunnudaginn 11. október 14.00 á Kaplakrikavelli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×