Íslenski boltinn

Segir að aldamótabörnin veiti okkur mikla von fyrir framtíðina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í byrjunarliðinu gegn Svíþjóð. Hér reynir hún að leika á Jonnu Andersson, vinstri bakvörð sænska liðsins.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í byrjunarliðinu gegn Svíþjóð. Hér reynir hún að leika á Jonnu Andersson, vinstri bakvörð sænska liðsins. vísir/vilhelm

Ásthildur Helgadóttir, einn besti leikmaður Íslands fyrr og síðar, hrósaði ungu leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu í hástert eftir jafnteflið við Svía, 1-1, á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2022 í gær.

Þrír leikmenn sem eru fæddir á þessari öld voru í byrjunarliði Íslands í gær, þær Sveindís Jane Jónsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir.

„Þær koma af miklum krafti inn í liðið og standast algjörlega prófið fannst mér,“ sagði Ásthildur í uppgjöri á leiknum á Stöð 2 Sport í gær.

„Það er virkilega gaman að sjá þær koma inn í liðið og veitir okkur mikla von fyrir framtíðina,“ bætti Ásthildur við.

Fjögur aldamótabörn til viðbótar voru á varamannabekk Íslands í gær: Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Barbára Sól Gísladóttir, Guðný Árnadóttir og Hlín Eiríksdóttir. Sú síðastnefnda kom inn á þegar átta mínútur voru til leiksloka.

Ísland er með þrettán stig í F-riðli undankeppni EM líkt og Svíþjóð. Liðin eigast við í hálfgerðum úrslitaleik um toppsæti riðilsins í Gautaborg 27. október.

Klippa: Ásthildur hrósaði ungu leikmönnunum

Tengdar fréttir

Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart.

Við ætlum að fara út og sækja þrjú stig

Dagný Brynjarsdóttir segir að íslenska liðið ætli sér einfaldlega að sækja þrjú stig gegn Svíum á útivelli eftir 1-1 jafntefli liðanna á Laugardalsvelli í kvöld.

Skil ekki hvað hún er að dæma á

Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía.

Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti

„Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld.

Hundfúll að hafa ekki unnið þennan leik

Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska landsliðsins, vildi fá þrjú stig úr leik Íslands gegn sterku liði Svía á Laugardalsvelli í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir að sænska liðið komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×