Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg Anton Ingi Leifsson skrifar 22. september 2020 20:16 Sara Björk Gunnardóttir kom boltanum í mark Svía undir lok fyrri hálfleiks en króatískur dómari leiksins leyfði markinu ekki að standa. VÍSIR/VILHELM „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, í samtali við íþróttadeild eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. Svíarnir komust yfir í fyrri hálfleik í kvöld en Elín Metta Jensen jafnaði metin í síðari hálfleik. Ísland virtist þó vera jafna í fyrri hálfleik er Sara skoraði en markið var dæmt af. „Við skorum mark en ég hef ekki séð brotið. Þau sögðu að þetta hafi ekki verið brot og það er svekkjandi.“ „Mér fannst við ná tökum á seinni hálfleik og hefðum getað sett annað mark. Þetta er einn af okkar bestu leikjum og þetta setur tóninn. Við getum vel unnið þær úti og það verður hörkuleikur.“ En hvað breyttist í hálfleik? „Mér fannst í fyrri hálfleik að þær lágu á okkur. Við vorum í eltingarleik en löguðum svo pressuna. Í fyrri hálfleik þá lágum við meira til baka en pressuðum í seinni og vorum að komast í góðar stöður.“ „Í seinni héldum við þeim uppi og fengum fullt af færum eftir okkar pressu.“ Næsti leikur Íslands í riðlinum er einnig gegn Svíum, nánar tiltekið 27. október og Sara segir að það sé úrslitaleikur í riðlinum. „Við erum núna jafnar á toppnum og það verður hreinn úrslitaleikur um fyrsta sætið. Við munum klára hina leikina. Ég er handviss um það.“ Sara Björk jafnaði í kvöld leikjamet Katrínar Jónsdóttur og er stolt af því. „Það er ekki leiðinlegt. Skemmtilegt afrek og það eru komnir þó nokkuð margir leikir. Ég byrjaði ung og er ekki búin að missa af mörgum leikjum svo þetta tikkar.“ Klippa: Sara Björk eftir leikinn gegn Svíum EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
„Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, í samtali við íþróttadeild eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. Svíarnir komust yfir í fyrri hálfleik í kvöld en Elín Metta Jensen jafnaði metin í síðari hálfleik. Ísland virtist þó vera jafna í fyrri hálfleik er Sara skoraði en markið var dæmt af. „Við skorum mark en ég hef ekki séð brotið. Þau sögðu að þetta hafi ekki verið brot og það er svekkjandi.“ „Mér fannst við ná tökum á seinni hálfleik og hefðum getað sett annað mark. Þetta er einn af okkar bestu leikjum og þetta setur tóninn. Við getum vel unnið þær úti og það verður hörkuleikur.“ En hvað breyttist í hálfleik? „Mér fannst í fyrri hálfleik að þær lágu á okkur. Við vorum í eltingarleik en löguðum svo pressuna. Í fyrri hálfleik þá lágum við meira til baka en pressuðum í seinni og vorum að komast í góðar stöður.“ „Í seinni héldum við þeim uppi og fengum fullt af færum eftir okkar pressu.“ Næsti leikur Íslands í riðlinum er einnig gegn Svíum, nánar tiltekið 27. október og Sara segir að það sé úrslitaleikur í riðlinum. „Við erum núna jafnar á toppnum og það verður hreinn úrslitaleikur um fyrsta sætið. Við munum klára hina leikina. Ég er handviss um það.“ Sara Björk jafnaði í kvöld leikjamet Katrínar Jónsdóttur og er stolt af því. „Það er ekki leiðinlegt. Skemmtilegt afrek og það eru komnir þó nokkuð margir leikir. Ég byrjaði ung og er ekki búin að missa af mörgum leikjum svo þetta tikkar.“ Klippa: Sara Björk eftir leikinn gegn Svíum
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47
Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16