Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íþróttadeild skrifar 22. september 2020 20:16 Sara Björk Gunnarsdóttir hélt góðan liðsfund inni á vellinum í fyrri hálfleik. vísir/vilhelm Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð á Laugardalsvelli í F-riðli undankeppni EM 2022 í kvöld. Anna Anvegård kom Svíum í 1-0 á 33. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Íslenska liðið lék virkilega vel í seinni hálfleik og jafnaði verðskuldað á 60. mínútu. Elín Metta Jensen skoraði þá eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur. Elín Metta var nálægt því að tryggja íslenska liðinu sigur á 78. mínútu en skaut í slá. Sara spilaði frábærlega á miðju íslenska liðsins í sínum 133. landsleik. Hún jafnaði leikjamet Katrínar Jónsdóttur með landsliðinu í dag. Glódís Perla Viggósdóttir, Sveindís og Elín Metta áttu einnig skínandi góðan leik. Byrjunarliðið Sandra Sigurðardóttir, markvörður 7Hafði meira að gera en í öllum hinum leikjunum í undankeppninni til samans. Átti fínan leik og varði frábærlega frá Anvegård í seinni hálfleik. Fékk á sig mark á nærstöngina en skotið var gott. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri bakvörður 6Átti ágætis spretti fram völlinn en lenti stundum í vandræðum þegar Svíar tvöfölduðu á hana. Eins og nánast allar í íslenska liðinu lék Gunnhildur betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8Frábær frammistaða hjá Glódísi. Alltaf hægt að treysta á góða frammistöðu hjá henni með landsliðinu. Sýnikennsla í leiklestri og með frábæra sendingagetu. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 7Stóð illa á Anvegård í marki Svía. Spilaði mun betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 6Hefði mátt setja meiri og betri pressu á Sofie Jakobsson í aðdraganda fyrsta marksins og í nokkrum öðrum tilvikum. Var fín með boltann og hornspyrnur hennar sköpuðu mikla hættu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, hægri kantmaður 7Hættulegasti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik. Átti nokkra góða spretti og sýndi að hún er klár í að spila á stærsta sviðinu. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 9 - maður leiksins Góð í fyrri hálfleik, frábær í þeim seinni. Alvöru fyrirliðaframmistaða í tímamótaleiknum. Skoraði undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af. Færði sig framar í seinni hálfleik og dreif íslenska liðið áfram. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 7Komst ekki í takt við leikinn í fyrri hálfleik og var aðallega í eltingarleik. Vann sig virkilega vel inn í leikinn í seinni hálfleik og varð betri með hverri mínútunni. Virtist geta spilað í hálftíma í viðbót. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 7Líkt og Alexandra sást Dagný ekki mikið í fyrri hálfleik. Lék betur í þeim seinni. Gríðarlega öflug í loftinu og í návígum. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8Þvílíkur gimsteinn. Lagði upp jöfnunarmarkið með einu af sínum fjölmörgu löngu innköstum. Gríðarlega dugleg og átti góða spretti. Meira áberandi í seinni hálfleik en þeim fyrri. Er komin til að vera í landsliðinu. Elín Metta Jensen, framherji 8Hélt áfram þeim góða sið að skora í öllum leikjum í undankeppninni. Var vel vakandi og stakk sér fram fyrir markvörð Svía og skallaði boltann í netið. Vann vel og reyndi alltaf að búa eitthvað til. Varamenn Hlín Eiríksdóttir kom inn á fyrir Karólínu á 82. mínútu Hættuleg á hægri kantinum. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á fyrir Elínu Mettu á 86. mínútuSpilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2021 í Englandi Mest lesið „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð á Laugardalsvelli í F-riðli undankeppni EM 2022 í kvöld. Anna Anvegård kom Svíum í 1-0 á 33. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Íslenska liðið lék virkilega vel í seinni hálfleik og jafnaði verðskuldað á 60. mínútu. Elín Metta Jensen skoraði þá eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur. Elín Metta var nálægt því að tryggja íslenska liðinu sigur á 78. mínútu en skaut í slá. Sara spilaði frábærlega á miðju íslenska liðsins í sínum 133. landsleik. Hún jafnaði leikjamet Katrínar Jónsdóttur með landsliðinu í dag. Glódís Perla Viggósdóttir, Sveindís og Elín Metta áttu einnig skínandi góðan leik. Byrjunarliðið Sandra Sigurðardóttir, markvörður 7Hafði meira að gera en í öllum hinum leikjunum í undankeppninni til samans. Átti fínan leik og varði frábærlega frá Anvegård í seinni hálfleik. Fékk á sig mark á nærstöngina en skotið var gott. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri bakvörður 6Átti ágætis spretti fram völlinn en lenti stundum í vandræðum þegar Svíar tvöfölduðu á hana. Eins og nánast allar í íslenska liðinu lék Gunnhildur betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8Frábær frammistaða hjá Glódísi. Alltaf hægt að treysta á góða frammistöðu hjá henni með landsliðinu. Sýnikennsla í leiklestri og með frábæra sendingagetu. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 7Stóð illa á Anvegård í marki Svía. Spilaði mun betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 6Hefði mátt setja meiri og betri pressu á Sofie Jakobsson í aðdraganda fyrsta marksins og í nokkrum öðrum tilvikum. Var fín með boltann og hornspyrnur hennar sköpuðu mikla hættu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, hægri kantmaður 7Hættulegasti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik. Átti nokkra góða spretti og sýndi að hún er klár í að spila á stærsta sviðinu. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 9 - maður leiksins Góð í fyrri hálfleik, frábær í þeim seinni. Alvöru fyrirliðaframmistaða í tímamótaleiknum. Skoraði undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af. Færði sig framar í seinni hálfleik og dreif íslenska liðið áfram. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 7Komst ekki í takt við leikinn í fyrri hálfleik og var aðallega í eltingarleik. Vann sig virkilega vel inn í leikinn í seinni hálfleik og varð betri með hverri mínútunni. Virtist geta spilað í hálftíma í viðbót. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 7Líkt og Alexandra sást Dagný ekki mikið í fyrri hálfleik. Lék betur í þeim seinni. Gríðarlega öflug í loftinu og í návígum. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8Þvílíkur gimsteinn. Lagði upp jöfnunarmarkið með einu af sínum fjölmörgu löngu innköstum. Gríðarlega dugleg og átti góða spretti. Meira áberandi í seinni hálfleik en þeim fyrri. Er komin til að vera í landsliðinu. Elín Metta Jensen, framherji 8Hélt áfram þeim góða sið að skora í öllum leikjum í undankeppninni. Var vel vakandi og stakk sér fram fyrir markvörð Svía og skallaði boltann í netið. Vann vel og reyndi alltaf að búa eitthvað til. Varamenn Hlín Eiríksdóttir kom inn á fyrir Karólínu á 82. mínútu Hættuleg á hægri kantinum. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á fyrir Elínu Mettu á 86. mínútuSpilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2021 í Englandi Mest lesið „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Sjá meira