Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íþróttadeild skrifar 22. september 2020 20:16 Sara Björk Gunnarsdóttir hélt góðan liðsfund inni á vellinum í fyrri hálfleik. vísir/vilhelm Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð á Laugardalsvelli í F-riðli undankeppni EM 2022 í kvöld. Anna Anvegård kom Svíum í 1-0 á 33. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Íslenska liðið lék virkilega vel í seinni hálfleik og jafnaði verðskuldað á 60. mínútu. Elín Metta Jensen skoraði þá eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur. Elín Metta var nálægt því að tryggja íslenska liðinu sigur á 78. mínútu en skaut í slá. Sara spilaði frábærlega á miðju íslenska liðsins í sínum 133. landsleik. Hún jafnaði leikjamet Katrínar Jónsdóttur með landsliðinu í dag. Glódís Perla Viggósdóttir, Sveindís og Elín Metta áttu einnig skínandi góðan leik. Byrjunarliðið Sandra Sigurðardóttir, markvörður 7Hafði meira að gera en í öllum hinum leikjunum í undankeppninni til samans. Átti fínan leik og varði frábærlega frá Anvegård í seinni hálfleik. Fékk á sig mark á nærstöngina en skotið var gott. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri bakvörður 6Átti ágætis spretti fram völlinn en lenti stundum í vandræðum þegar Svíar tvöfölduðu á hana. Eins og nánast allar í íslenska liðinu lék Gunnhildur betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8Frábær frammistaða hjá Glódísi. Alltaf hægt að treysta á góða frammistöðu hjá henni með landsliðinu. Sýnikennsla í leiklestri og með frábæra sendingagetu. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 7Stóð illa á Anvegård í marki Svía. Spilaði mun betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 6Hefði mátt setja meiri og betri pressu á Sofie Jakobsson í aðdraganda fyrsta marksins og í nokkrum öðrum tilvikum. Var fín með boltann og hornspyrnur hennar sköpuðu mikla hættu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, hægri kantmaður 7Hættulegasti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik. Átti nokkra góða spretti og sýndi að hún er klár í að spila á stærsta sviðinu. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 9 - maður leiksins Góð í fyrri hálfleik, frábær í þeim seinni. Alvöru fyrirliðaframmistaða í tímamótaleiknum. Skoraði undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af. Færði sig framar í seinni hálfleik og dreif íslenska liðið áfram. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 7Komst ekki í takt við leikinn í fyrri hálfleik og var aðallega í eltingarleik. Vann sig virkilega vel inn í leikinn í seinni hálfleik og varð betri með hverri mínútunni. Virtist geta spilað í hálftíma í viðbót. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 7Líkt og Alexandra sást Dagný ekki mikið í fyrri hálfleik. Lék betur í þeim seinni. Gríðarlega öflug í loftinu og í návígum. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8Þvílíkur gimsteinn. Lagði upp jöfnunarmarkið með einu af sínum fjölmörgu löngu innköstum. Gríðarlega dugleg og átti góða spretti. Meira áberandi í seinni hálfleik en þeim fyrri. Er komin til að vera í landsliðinu. Elín Metta Jensen, framherji 8Hélt áfram þeim góða sið að skora í öllum leikjum í undankeppninni. Var vel vakandi og stakk sér fram fyrir markvörð Svía og skallaði boltann í netið. Vann vel og reyndi alltaf að búa eitthvað til. Varamenn Hlín Eiríksdóttir kom inn á fyrir Karólínu á 82. mínútu Hættuleg á hægri kantinum. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á fyrir Elínu Mettu á 86. mínútuSpilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2021 í Englandi Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð á Laugardalsvelli í F-riðli undankeppni EM 2022 í kvöld. Anna Anvegård kom Svíum í 1-0 á 33. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Íslenska liðið lék virkilega vel í seinni hálfleik og jafnaði verðskuldað á 60. mínútu. Elín Metta Jensen skoraði þá eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur. Elín Metta var nálægt því að tryggja íslenska liðinu sigur á 78. mínútu en skaut í slá. Sara spilaði frábærlega á miðju íslenska liðsins í sínum 133. landsleik. Hún jafnaði leikjamet Katrínar Jónsdóttur með landsliðinu í dag. Glódís Perla Viggósdóttir, Sveindís og Elín Metta áttu einnig skínandi góðan leik. Byrjunarliðið Sandra Sigurðardóttir, markvörður 7Hafði meira að gera en í öllum hinum leikjunum í undankeppninni til samans. Átti fínan leik og varði frábærlega frá Anvegård í seinni hálfleik. Fékk á sig mark á nærstöngina en skotið var gott. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri bakvörður 6Átti ágætis spretti fram völlinn en lenti stundum í vandræðum þegar Svíar tvöfölduðu á hana. Eins og nánast allar í íslenska liðinu lék Gunnhildur betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8Frábær frammistaða hjá Glódísi. Alltaf hægt að treysta á góða frammistöðu hjá henni með landsliðinu. Sýnikennsla í leiklestri og með frábæra sendingagetu. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 7Stóð illa á Anvegård í marki Svía. Spilaði mun betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 6Hefði mátt setja meiri og betri pressu á Sofie Jakobsson í aðdraganda fyrsta marksins og í nokkrum öðrum tilvikum. Var fín með boltann og hornspyrnur hennar sköpuðu mikla hættu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, hægri kantmaður 7Hættulegasti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik. Átti nokkra góða spretti og sýndi að hún er klár í að spila á stærsta sviðinu. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 9 - maður leiksins Góð í fyrri hálfleik, frábær í þeim seinni. Alvöru fyrirliðaframmistaða í tímamótaleiknum. Skoraði undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af. Færði sig framar í seinni hálfleik og dreif íslenska liðið áfram. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 7Komst ekki í takt við leikinn í fyrri hálfleik og var aðallega í eltingarleik. Vann sig virkilega vel inn í leikinn í seinni hálfleik og varð betri með hverri mínútunni. Virtist geta spilað í hálftíma í viðbót. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 7Líkt og Alexandra sást Dagný ekki mikið í fyrri hálfleik. Lék betur í þeim seinni. Gríðarlega öflug í loftinu og í návígum. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8Þvílíkur gimsteinn. Lagði upp jöfnunarmarkið með einu af sínum fjölmörgu löngu innköstum. Gríðarlega dugleg og átti góða spretti. Meira áberandi í seinni hálfleik en þeim fyrri. Er komin til að vera í landsliðinu. Elín Metta Jensen, framherji 8Hélt áfram þeim góða sið að skora í öllum leikjum í undankeppninni. Var vel vakandi og stakk sér fram fyrir markvörð Svía og skallaði boltann í netið. Vann vel og reyndi alltaf að búa eitthvað til. Varamenn Hlín Eiríksdóttir kom inn á fyrir Karólínu á 82. mínútu Hættuleg á hægri kantinum. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á fyrir Elínu Mettu á 86. mínútuSpilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira