Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2020 15:53 Navalní birti mynd af sér og konu sinni Júlíu á samfélagsmiðli í dag. Hann er að braggast eftir eitrunina en læknar segja of snemmt að meta hvort hún hafi langtímaáhrif á heilsu hans. AP/Alexei Navalní Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. Fötin telur hann lykilsönnunargögn í rannsókn á hver byrlaði honum eitrið. Navalní er nú á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitrið novichok í síðasta mánuði. Hann var fluttur á sjúkrahús í Berlín að kröfu aðstandenda sinna sem grunaði strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Rússnesk yfirvöld hafa ekki talið ástæðu til að rannsaka veikindi Navalní sem sakamál. Í bloggfærslu í dag skrifaði Navalní að novichok hafi bæði fundist „í og á“ líkama hans. Fötin sem hann var í þegar hann var færður á sjúkrahús í Síberíu í ágúst og voru tekin af honum væru því mikilvæg sönnunargögn, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Ég krefst þess að fötunum mínum verði pakkað varlega í plastpoka og þeim skilað til mína,“ skrifaði Navalní sem hefur verið í fararbroddi í gagnrýni á ríkisstjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og spillingu í Rússlandi undanfarin ár. Þýsk yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að eitrað hafi verið fyrir Navalní með sama taugaeitrinu og rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal og dóttur hans var byrlað í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu. Navalní gangrýndi rússnesk yfirvöld harðlega fyrir að hefja ekki sakamálarannsókn á eiturárásinni í blöggfærslunni. „Það er ekkert sakamál í Rússland, það er „bráðabirgðaskoðun varðandi sjúkrahússinnlögn“. Það er eins og ég hafi ekki fallið í dá í flugvél heldur hafi ég hrasað í stórmarkaði og fótbrotið mig,“ skrifaði Navalní. Rússnesk yfirvöld hafa á móti krafist þess að fá upplýsingar um hvers konar rannsóknir hafi verið gerðar á Navalní í Þýskalandi og þvertekið fyrir að stjórnvöld í Kreml hafi haft nokkuð með veikindi Navalní að gera. Fjöldi stjórnarandstæðinga, blaðamanna og pólitískra andstæðinga Pútín forseta hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður á um tuttugu ára langri stjórnartíð hans. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Þýskaland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33 Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig eftir að hafa verið byrlað eitur. 15. september 2020 08:41 Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. Fötin telur hann lykilsönnunargögn í rannsókn á hver byrlaði honum eitrið. Navalní er nú á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitrið novichok í síðasta mánuði. Hann var fluttur á sjúkrahús í Berlín að kröfu aðstandenda sinna sem grunaði strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Rússnesk yfirvöld hafa ekki talið ástæðu til að rannsaka veikindi Navalní sem sakamál. Í bloggfærslu í dag skrifaði Navalní að novichok hafi bæði fundist „í og á“ líkama hans. Fötin sem hann var í þegar hann var færður á sjúkrahús í Síberíu í ágúst og voru tekin af honum væru því mikilvæg sönnunargögn, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Ég krefst þess að fötunum mínum verði pakkað varlega í plastpoka og þeim skilað til mína,“ skrifaði Navalní sem hefur verið í fararbroddi í gagnrýni á ríkisstjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og spillingu í Rússlandi undanfarin ár. Þýsk yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að eitrað hafi verið fyrir Navalní með sama taugaeitrinu og rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal og dóttur hans var byrlað í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu. Navalní gangrýndi rússnesk yfirvöld harðlega fyrir að hefja ekki sakamálarannsókn á eiturárásinni í blöggfærslunni. „Það er ekkert sakamál í Rússland, það er „bráðabirgðaskoðun varðandi sjúkrahússinnlögn“. Það er eins og ég hafi ekki fallið í dá í flugvél heldur hafi ég hrasað í stórmarkaði og fótbrotið mig,“ skrifaði Navalní. Rússnesk yfirvöld hafa á móti krafist þess að fá upplýsingar um hvers konar rannsóknir hafi verið gerðar á Navalní í Þýskalandi og þvertekið fyrir að stjórnvöld í Kreml hafi haft nokkuð með veikindi Navalní að gera. Fjöldi stjórnarandstæðinga, blaðamanna og pólitískra andstæðinga Pútín forseta hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður á um tuttugu ára langri stjórnartíð hans.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Þýskaland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33 Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig eftir að hafa verið byrlað eitur. 15. september 2020 08:41 Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33
Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig eftir að hafa verið byrlað eitur. 15. september 2020 08:41
Navalní sagður á batavegi Þýskir læknar segja að Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, sé á batavegi eftir að honum var byrlað taugaeitur í Rússlandi. Navalní sé laus úr öndunarvél og hann geti nú risið úr rekkju í skamman tíma í einu. 14. september 2020 13:38