Erlent

Hafi inn­byrt eitrið úr vatns­flösku á hótel­her­bergi

Atli Ísleifsson skrifar
Alexei Navalní birti fyrr í vikunni mynd af sér í sjúkrahúsinu á Charité-sjúkrahúsinu í Berlín.
Alexei Navalní birti fyrr í vikunni mynd af sér í sjúkrahúsinu á Charité-sjúkrahúsinu í Berlín. AP

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní innbyrti taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið.

Þetta segja starfsmenn á vegum Navalní í myndbandi sem birt var á Instagram-síðu Navalní í morgun.

Navalní er nú á batavegi eftir að hafa verið byrlað taugaeitrinu novichok í síðasta mánuði. Hann veikist hastarlega um borð í flugvél á leið frá Tomsk til Moskvu. Vélinni var lent í Omsk og var hann þá fluttur á sjúkrahús. Honum var svo flogið til Þýskalands 22. ágúst, þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél í fjölda daga.

Navalní hefur sagt hafa í hyggju að snúa aftur til Rússlands þegar hann hefur náð fullum bata og halda stjórnmálalegri baráttunni sinni áfram.

Rússnesk stjórnvöld hafa verið sökuð um að bera ábyrgð á tilræðinu, en segja engar sannanir fyrir því að eitrað hafi verið fyrir Navalní. Þess í stað hafa verið varpaðar fram hugmyndum um að of stór lyfjaskammtur eða lágur blóðþrýstingur kunni að vera skýringin á ástandi Navalní.


Tengdar fréttir

Naval­ní hyggst snúa aftur til Rúss­lands

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig eftir að hafa verið byrlað eitur.

Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny

Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×