Óskar Örn getur bætt leikjametið í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2020 12:31 Óskar Örn Hauksson í fyrri deildarleik KR og Breiðabliks. vísir/bára Ef Óskar Örn Hauksson kemur við sögu í leik Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild karla í kvöld slær hann leikjametið í efstu deild. Óskar Örn jafnaði leikjamet Birkis Kristinssonar þegar hann kom inn á sem varamaður í 1-2 tapi KR fyrir Stjörnunni um síðustu helgi. Það var 321. leikur Njarðvíkingsins í efstu deild. Hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir Grindavík 2004. Óskar Örn lék með Grindavík í þrjú ár en hefur verið hjá KR síðan 2007. Hann er bæði leikja- og markahæsti leikmaður KR í efstu deild. Óskar Örn var valinn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar í fyrra þegar KR varð Íslandsmeistari. Hann hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR og fjórum sinnum bikarmeistari. Óskar Örn hefur komið við sögu í öllum tólf leikjum KR í Pepsi Max-deild karla í sumar. Hann hefur ekki misst af deildarleik síðan 2015. Þetta er þriðji leikur KR og Breiðabliks í sumar. KR vann leik liðanna í Pepsi Max-deildinni 13. júlí með þremur mörkum gegn engu. Þann 10. september sigruðu KR-ingar svo Blika, 2-4, í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikur Breiðabliks og KR hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikjahæstir í sögu efstu deildar Óskar Örn Hauksson - 321 leikur Birkir Kristinsson - 321 leikur Gunnleifur Gunnleifsson - 304 leikir Gunnar Oddsson - 294 leikir Atli Guðnason - 285 leikir Kristján Finnbogason - 268 leikir Sigurður Björgvinsson - 267 leikir Atli Viðar Björnsson - 264 leikir Baldur Sigurðsson - 261 leikur Guðmundur Steinarsson - 255 leikir Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Ef Óskar Örn Hauksson kemur við sögu í leik Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild karla í kvöld slær hann leikjametið í efstu deild. Óskar Örn jafnaði leikjamet Birkis Kristinssonar þegar hann kom inn á sem varamaður í 1-2 tapi KR fyrir Stjörnunni um síðustu helgi. Það var 321. leikur Njarðvíkingsins í efstu deild. Hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir Grindavík 2004. Óskar Örn lék með Grindavík í þrjú ár en hefur verið hjá KR síðan 2007. Hann er bæði leikja- og markahæsti leikmaður KR í efstu deild. Óskar Örn var valinn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar í fyrra þegar KR varð Íslandsmeistari. Hann hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR og fjórum sinnum bikarmeistari. Óskar Örn hefur komið við sögu í öllum tólf leikjum KR í Pepsi Max-deild karla í sumar. Hann hefur ekki misst af deildarleik síðan 2015. Þetta er þriðji leikur KR og Breiðabliks í sumar. KR vann leik liðanna í Pepsi Max-deildinni 13. júlí með þremur mörkum gegn engu. Þann 10. september sigruðu KR-ingar svo Blika, 2-4, í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikur Breiðabliks og KR hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikjahæstir í sögu efstu deildar Óskar Örn Hauksson - 321 leikur Birkir Kristinsson - 321 leikur Gunnleifur Gunnleifsson - 304 leikir Gunnar Oddsson - 294 leikir Atli Guðnason - 285 leikir Kristján Finnbogason - 268 leikir Sigurður Björgvinsson - 267 leikir Atli Viðar Björnsson - 264 leikir Baldur Sigurðsson - 261 leikur Guðmundur Steinarsson - 255 leikir
Óskar Örn Hauksson - 321 leikur Birkir Kristinsson - 321 leikur Gunnleifur Gunnleifsson - 304 leikir Gunnar Oddsson - 294 leikir Atli Guðnason - 285 leikir Kristján Finnbogason - 268 leikir Sigurður Björgvinsson - 267 leikir Atli Viðar Björnsson - 264 leikir Baldur Sigurðsson - 261 leikur Guðmundur Steinarsson - 255 leikir
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira